Blásið verður til leiks í Grill 66-deild kvenna og bikarkeppni HSÍ, Poweradebikar karla í kvöld. Einn leikur í hvorri keppni. Fyrir þá sem ekki komast á leikina er rétt að benda á útsendingar á vegum Handboltapassans.
Grill 66-deild kvenna:Ásvellir: Haukar2...
„Það er vissulega svekkjandi að tapa þessum leik en ég held engu að síður að við höfum sýnt margt gott í okkar leik og náð að sýna að við erum á pari við Sävehof,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH...
Fjórða umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla, 32-liða úrslit fór fram í kvöld. Leikið er í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Alls fara fram sex umferðir. Tvö efstu lið hvers riðils þegar upp verður staðið halda áfram keppni í...
Melsungen heldur sigurgöngu sinni áfram í F-riðli Evrópudeildar karla í handknattleik. Þrátt fyrir að sex leikmenn hafi verið skildir eftir heima í Þýskalandi þá gerðu þeir sem eftir stóðu það sem þurfti þegar á þurfti að halda gegn Val...
Haukar gátu vart orðið óheppnari með andstæðing, þegar tekið er tilliti til ferðalaga, þegar þeir drógust á móti Kur frá Aserbaísjan í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í morgun. Haukar eiga fyrri viðureignina á heimavelli 23. eða 24....
Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik úr Haukum er markahæst í Olísdeildinni þegar sex umferðum er lokið af 21. Elín Klara hefur skorað 51 mark, 8,5 mörk að jafnaði í leik fram til þessa. Næst á eftir er Þórey...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður MT Melsungen staðfestir í samtali við Morgunblaðið sem kom út í morgun að viðræður hafi staðið yfir og eða standi yfir um að hann gangi til liðs við meistaraliðið Magdeburg í...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska liðinu Fredericia HK endurheimtu annað sæti úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með afar öruggum sigri á Grindsted GIF, 34:22, í 9. umferð deildarinnar.
Arnór Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði...
Valur mætir þýska handknattleiksliðinu MT Melsungen í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.45 annað kvöld. Melsungen er í í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur innan sinna raða tvo íslenska landsliðsmenn, Arnar Frey...
o
https://www.youtube.com/watch?v=clRsYRWwkeA
„Við erum ákveðnir í að byggja ofan á síðasta sigur á móti Sävehöf og erum tilbúnir að gefa þeim alvöru leik á morgun,“ segir Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við fjölmiðladeild handknattleiksdeildar FH sem er vitanlega með í...
Norska landsliðskonan Nora Mørk leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu. Mørk tilkynnti um helgina að hún væri ólétt og ætti von á sínu fyrsta barni í maí á næsta ári. Mörk, sem er 33 ára gömul, hefur verið í...
Tveir leikmenn eru markahæstir í Olísdeild karla í handknattleik að loknum átta umferðum. ÍR-ingurinn ungi, Baldur Fritz Bjarnason, og Jón Ómar Gíslason úr Gróttu hafa skorað 68 mörk hvor, eða liðlega átta mörk að jafnaði í leik fram til...
Roberto Garcia Parrondo þjálfari þýska liðsins MT Melsungen skildi sex öfluga leikmenn eftir heima þegar lagt var af stað til Íslands í morgun. Annað hvort eru þeir meiddir eða einfaldlega gefið frí eftir miklar annir síðustu vikur. Yngri leikmenn...
Haukar verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á morgun. Með þeim í flokki eru m.a. norsku liðin Drammen og ØIF Arendal sem íslenskir handknattleiksmenn leika með. Einnig eru í efri flokknum...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kolstad ásamt Simon Jeppsson þegar Kolstad vann Follo, 33:26, í áttundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark en Sveinn Jóhannsson ekkert. Kolstad er í...