Blomberg-Lippe, með landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innan sinna raða, komst í gærkvöld í undanúrslit, final4-helgina, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik eftir sannfærandi sigur, 35:31, á Oldenburg á heimavelli.
Bikarmeistarar síðasta tímabils, TuS Metzingen með Söndru Erlingsdóttur,...
„Leikurinn var á okkar forsendum lungann úr síðari hálfleik sem var út af fyrir sig gott en gerðist of seint að mínu mati. En við unnum öruggan sigur þegar upp var staðið sem skipti öllu máli. Nú förum við...
„Þetta var torsótt. Þeir eru bara með hörkulið og ekkert sjálfgefið að vinna þá og allra síst svona öruggt og það var hjá okkur þegar allt kom til alls," sagði Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við...
Mosfellingurinnn Þorsteinn Leó Gunnarsson sló upp flugeldasýningu í síðari hálfleik í Laugardalshöll í kvöld sem varð til þess að fleyta íslenska landsliðinu áfram til sigurs á ólseigum leikmönnum Bosníu í upphafsleik beggja landsliða í 3. riðli undankeppni Evrópumótsins í...
Nikolas Passias tryggði Grikkjum sigur á Georgíu í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Chalkida í Grikklandi í kvöld, 27:26. Passias skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok í æsilega spennandi leik. Girogi Tskhovrebadze hafði jafnað metin fyrir...
Ísland og Bosnía hafa mæst þrisvar áður. Íslenska landsliðið hefur unnið einn leik, einu sinni hefur orðið jafntefli og í eitt skiptið vann Bosnía. Fyrsti leikurinn var vináttuleikur í Randers í Danmörku á æfingamóti snemma árs 2009
Randers, Danmörku 11....
Sveinn Jóhannsson leikmaður Noregsmeistara Kolstad er í íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í kvöld. Hann hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí 2021 þegar íslenska landsliðið vann Litáen á Ásvöllum í lokaumferð undankeppni EM 2022. Leikurinn sá var leikinn...
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram í Laugardalshöll í kvöld gegn Bosníu í fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Utan hóps verða Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad,...
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar eftir leik Fram og HK í Olís deild karla síðasta fimmtudag, segir...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og félagar hennar í Aarhus Håndbold töpuðu í gær fyrir Silkeborg-Voel, 32:25, á heimavelli í 7. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna stóð í marki Aarhus Håndbold um það bil hálfan leikinn og varði...
„Við grófum okkur niður í mjög djúpa holu strax í upphafi leiksins og komum okkur í stöðu sem öll lið í deildinni væru í erfiðleikum með að vinna sig upp úr gegn Val,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR...
„Sigurinn var nokkuð öruggur þegar upp var staðið en það kom kafli í leiknum þar sem ÍR-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk á kafla þar sem við slökuðum aðeins á í vörninni,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður...
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 17 ára landsliðs karla í handknattleik sem fram fara á höfuðborgarsvæðinu 8. - 11. nóvember.
Næsta sumar stendur til að 17 ára landsliðið taki þátt í Opna Evrópumótinu...
„Þetta er fylgifiskur þess að vera landsliðsþjálfari og vera með leikmenn sem eru undir miklu álagi hjá félagsliðum sem keppa á mörgum vígstöðvum. Því miður má alltaf búast við að menn meiðist og séu ekki reiðubúnir þegar landsliðið kemur...
Rífandi gangur er í sölu aðgöngumiða á viðureign landsliða Íslands og Bosníu í undankeppni EM karla 2026 sem fram fer í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, og hefst klukkan 19.30. Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ sagði fyrir stundu að rétt...