Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Slóveníu þrátt fyrir tap fyrir Svíum í lokaumferðinni í dag. Íslenska liðið er annað af tveimur með bestan árangur...
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann Evrópumeistara Frakklands í vináttulandsleik í Dortmund í dag, 35:30. Leikurinn er liður beggja landsliða í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í París undir mánaðarlok.
Þjóðverjar voru yfir, 19:15, að loknum fyrri hálfleik. Frakkar...
Stórskyttan og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var kynntur til leiks af FC Porto í gær en hann samdi við félagið á síðasta vetri um að leika með handknattleiksliði félagsins næstu tvö ár.
Auk mynda af Þorsteini Leó er birt stutt...
Lyfjaeftirlit þýska íþróttasambandsins ákveður í næstu viku hvort það taki upp mál svissneska markvarðarins Nikola Portner og leikmanns þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Í lok síðasta mánaðar vísaði lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins málinu frá og ákvað að úrskurða Portner ekki í...
Össur Haraldsson er í þriðja sæti áamt Slóvenanum Mai Marguc á lista yfir markahæstu leikmenn Evrópumóts 20 ára landsliða karla í handknattleik. Þeir hafa skoraði 17 mörk hvor í tveimur fyrstu umferðum mótins. Össur er með frábæra skotnýtingu, 17...
Arnór Þorri Þorsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þór Akureyri og tekur þar með slaginn áfram með liðinu í Grill 66-deild karla á næsta keppnistímabili. Arnór Þorri er einn mikilvægasti leikmaður liðsins sem tapaði í vor naumlega fyrir...
„Þetta er mjög sterkt sænskt lið sem við mætum á morgun,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfari U20 ára landsliðs Íslands í handknattleik karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til Halldórs í hádeginu í dag. Hann var þá í...
Færeyingar skoruðu einstaklega glæsilegt mark gegn Frökkum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handknattleik karla í Slóveníu í gær. Arkitektinn á bak við markið var ungstirnið Óli Mittún sem lék frönsku varnarmennina grátt með stórkostlegri sendingu á samherja sinn...
Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik er sagður vera búinn að semja við rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest. Handballbase segir Hauk hafa verið efstan á óskalista spænska þjálfarans David Davis sem tók við þjálfun Dinamo í síðasta mánuði og kaupin frá...
Lettinn Raivis Gorbunovs sem lék um skeið með Herði á Ísafirði hefur samið við þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz til tveggja ára. Eftir að Gorbunovs hvarf frá Herði haustið 2021 var hann með Bergsøy í neðri deildum norska handknattleiksins...
Íslenska landsliðið vann pólska landsliðið, 37:32, í annarri umferð á Evrópumóti 20 ára landsliða karla í Slóveníu í dag. Með sigrinum eru íslensku piltarnir með fjögur stig eftir tvo leiki og mæta Svíum á laugardaginn í leik um efsta...
„Frábær frammistaða í dag,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari U20 ára landsliðsins við handbolta.is í dag eftir annan sigur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í dag. Að þessu sinni lágu Pólverjar í valnum á sannfærandi hátt, 37:32, í annarri...
„Þetta var bara geggjað,“ sagði Össur Haraldsson leikmaður 20 ára landsliðs Íslands í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fimm marka sigur íslenska landsliðsins á pólska landsliðinu, 37:32, í annarri umferð Evrópumótsins í Slóveníu í dag. Össur fór hamförum...
Íslenska landsliðið vann pólska landsliðið á sannfærandi hátt, 37:32, í annarri umferð Evrópumóts 20 ára landsliða karla í handknattleik í Lasko í Slóveníu í dag. Íslensku piltarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Þeir voru með yfirhöndina í...
Inga Sól Björnsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Umf. Selfoss. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í meistaraflokksliði Selfoss undanfarin fjögur ár, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Umf. Selfoss í gær. Selfossliðið vann Grill 66-deildina með yfirburðum...