Gunnar Róbertsson varð markakóngur handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem lauk í gær í Skopje með sigri íslenska landsliðsins. Gunnar skoraði 43 mörk í fimm leikjum, 8,6 mörk að jafnaði í leik. Hann skoraði 12 mörkum fleiri en næstu menn, Igland...
Sautján ára landslið kvenna í handknattleik náði þeim frábæra árangri í gær að vinna bronsverðlaun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Er þetta í fyrsta sinn sem landslið frá Íslandi vinnur til verðlauna í kvennaflokki á hátíðinni og því um stóran áfanga...
„Við settum markið hátt fyrir keppnina en að ná gullinu var eitthvað sem við vorum sannarlega ekki vissir um að ná. Okkur grunaði að við værum með sterkan hóp í höndunum áður en lagt var stað og þess vegna...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fimm mörk þegar Skanderborg AGF vann Sønderjyske, 39:36, í fyrsta æfingaleik liðsins í gær. Hornamaðurinn Johan Hansen, sem gekk til liðs við Skanderborg AGF frá Flensburg í sumar, var markahæstur með átta mörk. Rhein-Neckar Löwen...
Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik karla koma heim með gullverðlaun frá Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Þeir unnu þýska landsliðið, 28:25, í úrslitaleik eftir jafna stöðu í hálfleik, 14:14.Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt...
Stúlknalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, náði þeim stórkostlega árangri að vinna bronsverðlaun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Liðið vann það hollenska, 31:26, í úrslitaleik um bronsið eftir frábæran leik, ekki...
Christina Pedersen leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Viborg og markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar hefur verið send í ótímabundið leyfi frá æfingum hjá félaginu. Mikill órói hefur verið innan liðsins síðustu vikur og mánuði eftir því sem danskir fjölmiðlar segja frá. Með...
Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk í fyrsta æfingaleik Rhein-Neckar Löwen í gær þegar liðið vann smáliðið HG Oftersheim/Schwetzingen, 46:28, á æfingamóti. Haukur og félagar mæta Göppingen á æfingamótinu í dag en sem kunnugt er þá er Ýmir Örn Gíslason...
Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev þjálfarar 19 ára landsliðs karla hafa valið þá 16 leikmenn sem þeir ætla að tefla fram á heimsmeistaramótinu sem hefst í Kaíró í Egyptalandi miðvikudaginn 6. ágúst. Fimmtán af sextán leikmönnum sem skipuðu liðið...
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu töpuðu fyrir þýska landsliðinu, 28:24, í undanúrslitaleik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið leikur um bronsverðlaun á hátíðinni á morgun gegn Hollandi eða Sviss sem mætast á eftir...
Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik leika til úrslita á morgun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Síðar í dag skýrist hvort þeir mæta landsliði Þýskalands eða Króatíu. Íslensku piltarnir unnu stórsigur á ungverska landsliðinu í...
Nokkrum árum eftir að kórónuveiran setti strik í reikninginn í heimi íþrótta eins og annarstaðar virðist sem þýska 1. deildin í handknattleik karla, Handball-Bundesliga (HBL), upplifi sögulega uppsveiflu. En hvernig metur Frank Bohmann, yfirmaður HBL, raunverulega stöðuna?„Við erum á...
Nicholas Satchwell fyrrverandi markvörður KA og áður markvörður færeyska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan samning um áframhaldandi þjálfun kvennaliðs Neistans í Þórshöfn í Færeyjum. Satchwell tók við þjálfun liðsins á síðustu leiktíð þegar hann varð að leggja skóna á...
Sitt hefur hverjum sýnst um fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á síðustu árum. Það hefur verið í föstum skorðum í nærri áratug með sextán liðum í upphafi sem reyna með sér í tveimur riðlum heima og að heiman frá...
Íslands- og bikarmeistarar Fram hefja keppni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli þriðjudaginn 14. október gegn Þorsteini Leó Gunnarssyni og samherjum í FC Porto. Fyrir ári hófu Þorsteinn Leó og liðsmenn FC Porto einnig keppni í Evrópudeildinni...