„Ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu. Það lagði allt í leikinn en niðurstaðan er sannarlega svekkjandi og súr,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is í Lambhagahöllinni í kvöld eftir að FH tapaði með minnsta mun...
„Ég er stoltur af okkur. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð til,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með því að vinna Íslandsmeistara síðasta árs,...
Arnór Máni Daðason var hetja Fram þegar hann varði vítakast Símons Michaels Guðjónsson eftir að leiktími síðari framlengingar var á enda í fjórða og síðasta undanúrslitaleik Fram og FH í Lambhagahöllinni í kvöld. Arnór Máni sá til þess að...
Selfoss leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Gróttu, 27:26, í fjórða leik liðanna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss vann þrjá leiki í röð í rimmunni en Grótta einn, þann fyrsta...
Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev þjálfarar hafa valið æfinga- og keppnishóp 19 ára landsliðs karla í handknattleik til undirbúings fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi í ágúst. Til undirbúnings fyrir mótið tekur landsliðið þátt í Opna Evrópumótinu sem...
Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV handbolta á samfélagsmiðlum í dag.Sandra og Daníel leika bæði í Þýskalandi um þessar mundir og hafa...
Með 12. sigrinum í röð í 2. deild þýska handknattleiksins er Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, öruggt um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Bergischer HC vann Ludwigshafen á heimavelli í gær, 32:27,...
Elvar Örn Jónsson og liðsfélagar í MT Melsungen færðust á ný upp að hlið Füchse Berlín í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í gær með öruggum sigri á HC Erlangen sem Viggó Kristjánsson leikur með, 31:25. Leikið var á...
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum og skoraði níu mörk í tíu skotum í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen, 32:22, í þriðja sigri liðsins á HSC Suhr Aarau í undanúrslitum úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í gær. Kadetten er...
Afturelding jafnaði metin í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri á Stjörnunni, 28:22, í annarri viðureign liðanna að Varmá í Mosfellsbæ. Staðan var jöfn í hálfleik. Næsti leikur liðanna fer fram í Hekluhöllinni í Garðabæ á...
„Þetta var auðveldara en við áttum von á,“ sagði Sigríður Hauksdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals við handbolta.is eftir 21 marks sigur Vals, 33:12, á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í dag. Valur...
Valur vann stórsigur á ÍR, 33:12, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Staðan var 20:3 í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á þriðjudagskvöld.Valur hóf leikinn af fullum...
Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka í uppeldisfélag sitt, Selfoss, eftir nokkurra ára veru hjá Stjörnunni og nú síðast með Víkingi. Hún hefur skrifað þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Ungmennfélagsins Selfoss og mætir galvösk til leiks...
Opnað hefur verið fyrir miðasölu á landsleik Íslands og Georgíu í síðustu umferð undankeppni EM karla 2026 sem fram fer í Laugardalshöll laugardaginn 11. maí klukkan 16. Uppselt hefur verið á síðustu heimaleiki karlalandsliðsins í handknattleik. Þess vegna er...
Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, leikur í fyrsta sinn í sögu sinni til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Skara vann Skuru í þremur leikjum í undanúrslitum, í síðasta sinn í gær, 22:18 á heimavelli. Yfirburðir...