Efst á baugi

- Auglýsing -

Ísak segist klár í slaginn með TMS Ringsted

Selfyssingurinn Ísak Gústafsson er þess albúinn að hefja æfingar og keppni með danska úrvalsdeildarliðinu TMS Ringsted. Hann kastaði kveðju á stuðningsmenn liðsins á samfélagsmiðlum félagsins í morgun og segist bíða spenntur eftir að hitta nýja samherja og stuðningsmenn félagsins...

FH í aðra umferð í Evrópu – fyrsti leikur í október

FH verður eina íslenska karlaliðið sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni á næstu leiktíð. FH-ingar sitja yfir í fyrstu umferð keppninnar en mæta til leiks í aðra umferð í október, 64-liða úrslit. FH er í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður...

Selfoss með frá upphafi – Haukar byrja í annarri umferð

Selfoss tekur þátt í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Bikarmeistarar Hauka, sem einnig eru skráðir til leiks, mæta til leiks í annarri umferð. Handknattleikssamband Evrópu gaf í morgun út niðurröðun í flokka Evrópubikarkeppninnar.Fyrsti leikur í lok septemberSelfoss, sem...
- Auglýsing -

EM19: Ætlum að gera allt til þess að stríða þeim

U19 ára landsliðið í handknattleik kvenna kom til Podgorica í Svartfjallalandi síðdegis í gær eftir strangt ferðalag frá Íslandi. Á morgun hefst þátttaka í Evrópumótinu með viðureign við danska landsliðið. Eftir það tekur við leikur gegn Litáen á fimmtudag...

Öflug félög í Frakklandi leggja meiri áherslu á kvennahandknattleik

Nokkur af stærstu handknattleiksfélögunum í Frakklandi, eru nú að leggja meiri áherslu á kvennahandbolta. Félög eins og USAM Nîmes, Montpellier Handball og Chambéry Savoie Mont Blanc Handball hafa stígið stór skref til að hleypa auknum krafti í kvennaliðin og...

Nunes tekur við þjálfun Harðar

Portúgalinn Pedro Nunes hefur tekið við þjálfun karlaliðs Harðar í handknattleik en liðið leikur í Grill 66-deildinni. Nunes er ráðinn til þriggja ára en frá þessu var sagt á Facebook-síðu Harðar í gær. Nunes tekur við að Ungverjanum Endre...
- Auglýsing -

Molakaffi: Vasile, Oftedal, Kopyshynskyi, Skube, Kudinov

Rúmeninn Adrian Vasile tekur við sem þjálfari rúmenska meistaraliðsins CSM Búkarest af Helle Thomsen sem hætti hjá félaginu í síðustu viku til þess að einbeita sér alfarið að þjálfun danska kvennalandsliðsins. Vasile þekkir vel til hjá félaginu því hann...

FH-ingar heiðruðu Gísla Þorgeir í Kaplakrika

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, heiðraði einn af sínum dáðustu sonum, Gísla Þorgeir Kristjánsson, þegar FH og Stjarnan mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli.Ástæða þess að FH-ingar kölluðu Gísla Þorgeir fram á Kaplakrikavöll fyrir leikinn er sú að...

Þjálfari Aftureldingar er hættur – er að flytja til Svíþjóðar

Jón Brynjar Björnsson þjálfari kvennaliðs Aftureldingar hefur sagt starfi sínu lausu. Ástæða þess er breyting á persónulegum högum hans eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Aftureldingu.Jón Brynjar ætlar að fylgja unnustu sinni til Svíþjóðar þar sem hún...
- Auglýsing -

Andstæðingar Hauka sektaðir – aganefnd EHF sendir út nokkra gíróseðla

Bosníska meistaraliðið HC Izvidac, sem sló út Hauka í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðla vetrar hefur verið sektað um 7.500 evrur, jafnvirði 910 þúsund kr, af Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Ríflega helmingur upphæðarinnar, 4.000 evrur, er vegna...

Nýr samningur liggur á borðinu – veltir framhaldinu fyrir sér

Óvissa ríkir hvort fyrirliði Fram, Magnús Øder Einarsson, leiki áfram með liðinu á næstu leiktíð. Samningur hans við Fram er runninn út og nýr samningur liggur á borðinu. Magnús segir að spurningin liggi hjá sér, hvort hann hrökkvi eða...

Ásbjörn er hættur – alltént þar til annað kemur í ljós

Handknattleiksmaðurinn ástsæli, Ásbjörn Friðriksson, hefur ákveðið að hætta í handknattleik. Hann staðfestir þetta við Handkastið í dag. Ásbjörn útilokar ekki að endurskoða ætlan sína.Ásbjörn, er frá Akureyri og lék með KA, en gekk til liðs við FH árið 2008...
- Auglýsing -

Rekinn fyrir að sækja tónleika umdeildrar hljómsveitar

Króatíski markvörðurinn Filip Ivic var í morgun rekinn frá serbneska liðinu RK Vojvodina fyrir að sækja samkomu króatísku hljómsveitarinnar Thompson. Eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu félagsins þá munu skoðanir hljómsveitarinnar stríða gegn skoðunum Serba og gildum félagsins....

Teitur Örn orðaður við Rhein-Neckar Löwen

Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Gummersbach er orðaður við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen í SportBild í morgun. Sagt er að Maik Machulla, nýr þjálfari Rhein-Neckar Löwen, leiti að leikmanni til þess að styrkja hægri skyttustöðuna hjá...

Aron ráðinn faglegur ráðgjafi FH

Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn í starf faglegs ráðgjafa hjá handknattleiksdeild FH. Aron mun koma að frekari uppbyggingu yngri flokka og afreksstarfs deildarinnar og vinna náið með stjórn og skrifstofu handknattleiksdeildar FH. Frá þessu segir handknattleiksdeild FH í tilkynningu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -