Efst á baugi

- Auglýsing -

Ævintýralegt jöfnunarmark eftir sendingu frá Viggó

Viggó Kristjánsson og félagar í HC Erlangen kræktu í eitt stig á ævintýralegan hátt gegn efsta liði þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, á heimavelli í kvöld. Marek Nissen skoraði jöfnunarmarkið, 31:31 á síðustu sekúndu leiksins eftir að Viggó vann...

Valsmenn gerðu út um vonir Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks

Valur átti ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þegar upp var staðið munaði níu mörkum á liðunum, 30:21. Staðan í...

Þriðja og sjöunda sæti kom í hlut Íslendingaliðanna

Blomberg-Lippe með íslensku landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innanborðs vann Göppingen á útivelli í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag, 29:25. Á sama tíma töpuðu Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í TuS Metzingen fyrir Bensheim-Auerbach,...
- Auglýsing -

Förum með fullt sjálfstraust til Eyja

„Það er alltaf barningur þegar maður leikur við ÍBV, stál í stál. Maður þarf alltaf að jafna orkuna þeirra og vera klókur að fara ekki að elta vitleysuna þeirra. Eyjamenn leika oft á huga manna,“ segir Blær Hinriksson leikmaður...

Afturelding krækti í fyrsta vinninginn

Afturelding hrósaði sigri í fyrstu viðureigninni við ÍBV í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik, 32:30. Leikið var að Varmá. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik, 14:13. Næst mætast liðin í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Oddaleikur, ef til hans...

Elín Jóna og samherjar féllu úr úrvalsdeildinni

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og stöllur hennar í danska liðinu Aarhus Håndbold féllu í dag úr dönsku úrvalsdeildinni. Aarhus tapaði fyrir deildarmeisturum Odense Håndbold í lokaumferðinni. Á sama tíma unnu EH Aalborg og Skanderborg Håndbold leiki sína og komust...
- Auglýsing -

Jón Halldórsson er 15. formaður HSÍ

Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals var í dag kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann er fimmtándi formaður HSÍ frá því að sambandið var stofnað 1957. Jón tekur við af Guðmundi B. Ólafssyni sem verið hefur formaður...

Ásbjörn er áttundi FH-ingurinn í 500 leikja klúbbinn

Ásbjörn Friðriksson lék sinn 500. leik fyrir FH í gærkvöld þegar Íslandsmeistararnir unnu stórsigur á HK, 32:21, í Kaplakrika í fyrstu umferð átta liða úrslita Olísdeildar.Í tilkynningu frá kemur fram að Ásbjörn er áttundi FH-ingurinn sem nær þeim merka...

Molakaffi: Freihöfer, Wiede, Barcelona tapaði, Albertsen, Naji, Machulla

Þýska handknattleiksliðið Füchse Berlin verður án þeirra Fabian Wiede og Tim Freihöfer næstu vikurnar. Báðir meiddust í síðari viðureign Füchse Berlin og Industria Kielce í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Annar meiddist á mjöðm en hinn á ökkla. Füchse Berlin er í...
- Auglýsing -

Miklar sveiflur og naumur sigur í Úlfarsárdal

Fram vann nauman sigur á Haukum í kaflaskiptri fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld, 28:27. Næsta viðureign liðanna verður á mánudaginn á Ásvöllum klukkan 19.30. Fram var tveimur...

Grótta og Selfoss náðu í fyrstu vinningana

Grótta og Selfoss tóku forystu í rimmum við Hörð og Víking í undanúrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik. Selfoss þurfti heldur betur að hafa fyrir sigri á Víkingi í Sethöllinni á Selfoss. Úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu...

FH-ingar fóru illa með HK-inga í Kaplakrika

Íslandsmeistarar FH voru ekki í vandræðum með HK í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Yfirburðir FH-inga voru miklir, ekki síst í síðari hálfleik þegar þeir voru mest 15 mörkum yfir. Ellefu...
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Bjarki, Arnór, Dagur, Grétar, Haukur, Viktor

Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá One Veszprém í 20 marka sigri á Gyöngyös, 45:25, á útivelli í 22. umferð ungversku 1. deildarinnar í kvöld. Aron Pálmarsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla. One Veszprem...

Kosið verður um eitt sæti í stjórn HSÍ

68. ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið á morgun á Grand Hóteli. Jón Halldórsson og Ásgeir Jónsson eru einir í kjöri til formanns og varaformanns sambandsins. Taka þeir við af Guðmundi B. Ólafssyni og Reyni Stefánssyni sem gefa ekki kost...

Elín Klara markahæst annað tímabilið í röð

Annað tímabilið í röð er Elín Klara Þorkelsdóttir, úr Haukum, markahæst í Olísdeild kvenna. Elín Klara skoraði 167 mörk, að jafnaði 8 mörk í leik í 21 leik Hauka í Olísdeildinni en keppni lauk í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -