Handknattleikssamband Ísland hefur hresst upp á heimasíðu sína og var breytt síða opinberuð í gær. Breytingarnar eru hluti af nýrri ásýnd HSÍ sem formaður HSÍ, Jón Halldórsson, kynnti á laugardaginn á fundi í Valsheimilinu.Ný heimasíða hefur verið í vinnslu...
„Ég er náttúrulega bara mjög svekktur og illt í sálinni fyrst og fremst. Ég var búinn að leggja hart að mér í sumar til að vera klár í tímabilið,“ segir Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar í samtali við Handkastið...
Fréttatilkynning frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.Árið 2025 stendur UN Women Ísland fyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband...
Berta Rut Harðardóttir leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og er þar af leiðandi ekki komin á fulla ferð með liðinu ennþá. Berta Rut sagði við handbolta.is í gær að vonir standi til þess...
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur leikmanna Eintracht Hagen í kvöld þegar liðið lagði Coburg, 31:29, í 1. umferð 2. deildar þýska handknattleiksins. Leikið var í HUK-COBURG arena og var Hagen marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15.Hákon Daði skoraði...
FH hefur náð samkomulagi við forráðamenn tyrkneska félagsins Nilüfer BSK að báðar viðureignir liðanna í 2. umferð (64-liða úrslit) Evrópubikarkeppni karla fari fram í Bursa í Tyrklandi 18. og 19. október. Flautað verður til leiks klukkan 17 að staðartíma,...
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður ungverska meistaraliðsins One Veszprém segir að kröfurnar aukist með hverju árinu innan félagsins um að ná árangri í Meistaradeild Evrópu. „Ég er að hefja mitt fjórða tímabil hjá félaginu og fram...
Handknattleiksþjálfarinn Sigursteinn Arndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Sigursteinn tók við FH liðinu fyrir sex árum af Halldóri Jóhanni Sigfússyni. Undir stjórn Sigursteins varð FH Íslands- og deildarmeistari árið 2024 og deildarmeistari í vor.„Sigursteinn...
„Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Arnari og leikmönnum kvennalandsliðsins,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson handknattleiksþjálfari við handbolta.is. Fyrir helgina var tilkynnt að Óskar verði aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins á komandi leiktíð.„Fyrir dyrum standa talsverðar breytingar á landsliðshópnum. Nokkrir...
Hörður Magnússon verður umsjónarmaður vikulegs þáttar um handbolta á komandi leiktíð. Þátturinn hefur fengið heitið handboltahöllin og verður sendur út hjá Símanum. Fyrsti þátturinn verður sendur út kvöld og er stefnt á að ríða á vaðið klukkan 20.10 sem...
Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Pick Szeged ásamt Benjámin Szilágyi með sex mörk í níu marka sigri á Szigetszentmiklósi KSK, 37:28, í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Pick Szeged hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.Elín Klara Þorkelsdóttir...
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, sá til þess að Barcelona vann Íberíubikarinn fjórða árið í röð í dag. Hann varði vítakast frá Jan Gurri leikmanni Sporting í vítakeppni sem varð að grípa til vegna jafnrar stöðu, 31:31, eftir 60 mínútna...
Tryggvi Þórisson og liðsfélagar í norska meistaraliðinu Elverum eru í vænlegri stöðu eftir 10 marka sigur á Bathco Bm. Torrelavega, 38:28, á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Svipaða sögu er að segja af IK...
Einar Þorsteinn Ólafsson var í sigurliði HSV Hamburg í dag í fyrsta leik liðsins á nýju keppnistímabili í þýsku 1. deildinni. HSV Hamburg vann Stuttgart í Porsche-Arena í Stuttgart, 36:33. Einar Þorsteinn skoraði ekki í leiknum en lét til...
Sterkur grunur er um að Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar hafi slitið hásin í viðureign Evrópuleiks Stjörnunnar og CS Minaur Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar í Rúmeníu í gær. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.Eftir því sem næst verður komist...