- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Breytingar á hlutverki Arnars Daða

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur loks skýrt formlega frá breytingum á hlutverki Arnars Daða Arnarssonar hjá Stjörnunni. Á aðfangadag skýrði Handkastið, þar sem Arnar Daði er annar ritstjóra, frá því að honum hafi verið sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá...

Svavar og Sigurður dæma Íslendingaslag í Hannover

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma Íslendingaslag í Hannover á sunnudaginn þegar Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson leiða saman hesta sína og landslið Þýskalands og Króatíu. Um er að ræða síðari vináttuleik liðanna en þau mætast...

Áfram heltast menn úr EM-lestinni – Tollbring er úr leik

Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir skakkafalli í morgun þegar vinstri hornamaðurinn þrautreyndi, Jerry Tollbring, var að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla í kálfa. Tollbring meiddist í viðureign Svía og Brasilíumanna í Jönköping í gær. Pellas er ennþá...
- Auglýsing -

„Hef aðeins verið í brasi með annan kálfann“

„Ég hef aðeins verið í brasi með annan kálfann en vonandi heyrir það sögunni til. Síðustu daga höfum við stýrt álaginu til þess að auka líkurnar á að verða klár þegar á hólminn verður komið,“ sagði Bjarki Már Elísson...

Sex ára dvöl lýkur í sumar

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, rær á önnur mið í sumar þegar samningur hans við þýska félagið Melsungen rennur út. Arnar Freyr, sem er 29 ára línumaður og sterkur varnarmaður, staðfesti tíðindin í samtali við mbl.is. „Ég er mjög sáttur...

Heitið ríflegri peningaupphæð fyrir árangur á EM

Á sama tíma og leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik leika fyrir heiðurinn á Evrópumótinu í handknattleik er leikmönnum nokkurra landsliða mótsins heitið góðum greiðslum fyrir að ná árangri á mótinu. Meðal annars fá leikmenn landsliðs Norður-Makedóníu jafnvirði 4,8 milljóna...
- Auglýsing -

Hansen markahæstur og Guðjón Valur þriðji – Ólafur einnig á lista

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen hefur skorað flest mörk í kappleikjum Evrópumóts karla. Á átta Evrópumótum frá 2010 til 2024 skoraði Hansen 296 mörk í 56 leikjum. Frakkinn Nikola Karabatic er mjög skammt á eftir með 295 mörk í 79 leikjum...

Mælt með því að fylgjast sérstaklega með Ómari Inga

Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, hefur á yfirstandandi tímabili sem og undanfarin tímabil leikið afskaplega vel fyrir þýska liðið sem svo sannarlega hefur verið eftir tekið. Sænski miðillinn Handbollskanalen nefnir Ómar Inga sérstaklega í...

Áfram herja meiðsli á leikmenn Dags – Ljevar afskrifaður

Meiðsli halda áfram að herja á herbúðir króatíska landsliðsins í handknattleik og raska undirbúningi Dags Sigurðssonar landsliðsþjálfara. Í dag meiddist rétthenta skyttan Leon Ljevar á hné á æfingu. Hefur þátttaka hans á Evrópumótinu verið útilokuð. Eftir því sem fram...
- Auglýsing -

Svíar unnu fyrsta landsleik ársins

Felix Claar fór fyrir sænska landsliðinu í kvöld þegar það vann brasilíska landsliðið, 34:27, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Husqvarna Garden í Jönköping. Claar skoraði sjö mörk og sá um leið til þess að sænska landsliðið...

Prokop varð að taka pokann sinn

Christian Prokop hefur verið leystur frá störfum hjá þýska handknattleiksliðinu Hannover-Burgdorf samkvæmt samkomulagi milli hans og félagsins. Til stóð að Prokop hætti í lok leiktíðar í vor og var ákveðið að Spánverjinn Juan Carlos Pastor tæki við í sumar....

Norska landsliðið varð fyrir áfalli

Norska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í dag þegar örvhenta skyttan Harald Reinkind meiddist. Hann hefur yfirgefið æfingabúðir norska landsliðsins. Á huldu er með þátttöku hans í Evrópumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn, m.a. í Noregi. Eftir...
- Auglýsing -

Snýr aftur til Frakklands

Danska landsliðskonan Kristina Jørgensen gengur aftur til liðs við franska félagið Metz í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Evrópumeisturum Györi í Ungverjalandi. Danska sjónvarpsstöðin TV2 greinir frá því að búið sé að ganga frá félagaskiptunum og að Jørgensen...

Ágúst Þór: „Þakka aftur fyrir mig og einnig fram fyrir mig“

Ágúst Þór Jóhannsson, sem var á laugardag útnefndur þjálfari ársins 2025 af Samtökum íþróttafréttamanna, er þekktur fyrir að slá á létta strengi. Á því var engin breyting í þakkarræðunni sem hann hélt eftir útnefninguna. „Jæja, góða kvöldið. Ég átti nú...

Íslendingaliðið með flesta landsliðsmenn á Evrópumótinu

Evrópumótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hefst um miðjan mánuðinn. Engan skyldi undra að meðal þeirra leikmanna sem taka munu þátt á mótinu koma flestir úr sterkustu deild heims, þýsku 1. deildinni. Alls eru...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -