Karen Ösp Guðbjartsdóttir, markvörður ÍR, sagði ófagra sögu í Bítunu á Bylgjunni í morgun af örfáum unglingspiltum í hópi stuðningsmanna Gróttu sem höfðu uppi niðrandi hróp í garð leikmanna ÍR-inga í umspilsleikjunum við Gróttu í undanúrslitum um sæti í...
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Kolding unnu Tönder, 31:24, í dönsku bikarkeppninni í gærkvöld en leikið var á heimavelli Tönder. Þetta var síðasti leikur Ágústs og félaga á leiktíðinni. Bikarkeppninni verður framhaldið í haust en sigurinn í gærkvöld...
Ungmennalið Aftureldingar fékk í kvöld afhent verðlaun fyrir sigur í 2. deild karla að loknum síðasta leik sínum á keppnistímabilinu. Afturelding vann ungmennalið ÍBV að Varmá í kvöld en engum sögum fer af úrslitum leiksins að öðru leyti en...
Víkingur vann Hörð í tvíframlengdum háspennuleik í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla í handknattleik, 40:34. Harðarmenn voru óheppnir að vinna ekki leikinn því þeir fengu svo sannarlega tækifæri til þess, bæði í lok...
Leikmenn Kríu komu sáu og sigruðu í kvöld í fyrstu viðureign sinn við Fjölni í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Leikið var í Dalhúsum og fór Kría með sjö marka sigur í...
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir í tilkynningu að það hafi vakið undrun þegar fréttist að íslenski keppnishópurinn sem sendur var út til þátttöku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi fengið bólusetningu við kórónuveirunni áður en hann hélt af landi brott....
Mörg erindi lágu á borði aganefndar Handknattleikssambands Íslands þegar hún kom saman til síns reglulega fundar í gær. Meðal annars var tekið fyrir mál háværs áhorfanda sem hafði sig nokkuð í frammi gegn dómurum á kappleik á Ísafirði...
„Stelpurnar gerðu þetta vel. Þær voru frábærar í vörninni og markvarslan var sérstaklega góð. Þannig tókst okkur að ná góðri stöðu snemma í leiknum og vinna öruggan sigur,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, glaður í bragði eftir öruggan...
Undanúrslit umspils um sæti í Olísdeild karla í handknattleik hefst í kvöld. Fjölnismenn fá liðsmenn Kríu í heimsókn í Dalhús og Hörður frá Ísafirði sækir Víkinga heim í Víkina.Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitaleikina...
Danski handknattleiksmaðurinn Lasse Møller hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðan hann gekk til liðs við Flensburg á síðasta sumri. Eftir nokkra góða leiki í haust meiddist hann á handlegg og varð að fara í aðgerð af þeim sökum....
Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur náð samkomulagi við ÍR um að samningi sínum við félagið verið rift. Björgvin Páll kom til ÍR á síðasta sumri frá Fjölni. Hann náði sér ekki á strik með ÍR-liðinu á keppnistímabilinu. Meiðsli settu...
Handknattleiksmaðurinn Daníel Þór Ingason horfir fram til næsta keppnistímabils með eftirvæntingu eftir að hann skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið Balingen- Weilstetten. Hann reiknar með að leika stórt hlutverk í varnarleik liðsins enda beinlínis...
HK-ingurinn Sara Katrín Gunnarsdóttir var markadrottning Grill 66-deildar kvenna á keppnistímabilinu. Hún skoraði 154 mörk í 16 leikjum, eða nærri 10 mörk að jafnaði í leik fyrir ungmennalið HK. Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, ungmennaliði Fram, var 20 mörkum á eftir...
Handknattleiksmaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við verðandi nýliða Olísdeildarinnar, HK. Símon Michael lék stórt hlutverk í liði HK sem varð deildarmeistari í Grill 66-deildinni á föstudagskvöldið. Hann er einnig einn af uppöldum leikmönnum...
Síðasti heimaleikur EHV Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar var á sunnudaginn þegar Aue vann Lübeck-Schwartau 34:26. Á laugardaginn leikur Aue sinn síðasta leik undir stjórn Akureyringsins þegar Aue sækir Fürstenfeldbruck heim. Af þessu tilefni er Rúnar kvaddur með virktum...