Haukar færðust upp í efsta sæti Olísdeildar á nýjan leik með sigri á Selfossi, 25:20, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru mun sterkari í leiknum frá upphafi til enda, ekki síst í síðari hálfleik þegar þeir voru...
„Það hefur gengið upp og ofan hjá mér til þessa á keppnistímabilinu. Ég hef fundið fyrir meiri pressu eftir að handboltinn fór aftur af stað eftir hléið og hef verið í betra standi í byrjun árs á síðustu keppnistímabilum....
„Ég er mjög ánægður með traustið sem Gunni þjálfari sýnir mér og þakklátur fyrir þann leiktíma sem ég hef fengið fram til þessa,“ sagði Guðmundur Bragi Ástþórsson, miðjumaður, sem leikur um þessar mundir sem lánsmaður hjá Aftureldingu. Guðmundur Bragi...
„Ég er þakklátur HSÍ og félögunum fyrir að opna á möguleika fyrir landsliðið að koma saman á þessum tíma þótt ekki sé um alþjóðlega landsliðsviku að ræða,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.Kvennalandsliðið, alltént...
Einn leikur verður í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld og tvær viðureignir verða í Grill 66-deild karla. Í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði leiða Haukar og Selfoss saman hesta sína. Aðeins munar tveimur stigum á liðunum, Haukum...
Það á ekki af handknattleiksmanninum Ásgeiri Snæ Vignissyni leikmanni ÍBV að ganga. Ásgeir Snær var kominn á fulla ferð á nýjan leik á dögunum eftir axlarbrot í lok september, þegar hann meiddist í viðureign ÍBV og KA á mánudagskvöldið....
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen fögnuðu sigri á heimavelli í gærkvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögðu Leipzig á heimavelli, 31:28, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 14:12.Melsungen náði að snúa...
„Þetta var bara hræðilegt hjá okkur. Vörnin var engin og þar af leiðandi voru markverðirnir ekki öfundsverðir af sínu hlutverki að standa fyrir aftan vörnina eins og hún var. Það var nánast dauðafæri eftir dauðafæri hjá ÍBV. Varnarleikurinn komst...
„Við héldum okkur við þær áætlanir sem lagt var upp með og þótt ekki gengi alltaf eins og stefnt var að þá fannst okkur ekki mikið vanta upp. Þess vegna var ekki ástæða til að breyta til,“ sagði Kristinn...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í fimm skotum í gærkvöld fyrir Vive Kielce þegar liðið vann fyrra lið hans, Elverum, 39:29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kielce fór í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liðið hefur 17...
Leikmenn HK gefa ekkert eftir í kapphlaupinu við Víkinga um efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik. Í kvöld fóru HK-ingar austur á Selfoss og sóttu tvö stig í greipar ungmennaliðs Selfoss í Hleðsluhöllinni. Lokatölur, 25:17, eftir að HK...
Valsmenn fóru hörmulega að ráði sínu í KA-heimilinu í kvöld þegar þeir misstu vænlega stöðu niður í jafntefli á síðustu þremur mínútum leiksins, 27:27. KA-menn skoruðu fjögur síðustu mörkin og hrósuðu happi yfir góðu stigi meðan Valsmönnum var heitt...
Gróttumenn létu ekki hug falla þótt þeir töpuðu fyrir Þór nyrðra á sunnudaginn. Þeir dvöldu ekki lengi við vonbrigðin heldur sneru saman bökum og söfnuðu liði fyrir orrustuna í Hertzhöllinni í kvöld þegar þeir tóku á móti Fram og...
Þórsarar voru skrefinu á eftir í kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnumönnum í Íþróttahöllinni á Akureyri. Aldrei lék vafi á hvort liði færi með sigur úr býtum að þessu sinni. Stjarnan tók bæði stigin með sér suður, lokatölur...
ÍBV hélt í hefðina í Mosfellbæ í kvöld og vann Aftureldingu enn einu sinni á hennar heimavelli. Að þessu sinni voru lokatölur, 34:29, eftir að Afturelding var marki yfir að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 15:14. Sjö ár eru...