Ómar Ingi Magnússon sækir jafnt og þétt að Marcel Schiller, markahæsta leikmanni þýsku 1. deildarinnar. Schiller er aðeins fjórum mörkum á undan Selfyssingnum þegar fjórar umferðir eru eftir óleiknar. Dregið hefur saman með þeim í undanförnum leikjum og ljóst...
Báðir úrslitaleikir Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem framundan eru hefjast klukkan 19.30. Fyrri viðureignin fer fram í Origohöll Valsara á morgun, þriðjudag, og sú síðari verður á föstudaginn í Schenkerhöll Hauka á Ásvöllum.
Sömu reglur verða...
„Auðvitað var þetta svakalegt högg í gær, en við verðum líka gera okkur grein fyrir því að þetta Barca lið vann 60 leiki af 60 á þessu tímabili. Þannig að eftir einhverja daga eigum við eftir að líta ...
Fannar Þór Friðgeirsson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV á föstudaginn þegar liðið vann Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í Origohöllinni. Sigurinn nægði ekki til þess að fleyta ÍBV í úrslit Íslandsmótsins. Fannar kom til ÍBV fyrir...
Eyjamaðurinn Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Selfossi. Svavar tekur við að Erni Þrastarsyni sem þjálfað hefur meistaraflokksliðið.
Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV. Hann var leikmaður liðsins frá...
Lið Barcelona sýndi allar sínar bestu hliðar þegar það vann dönsku meistarana Aalborg Håndbold, 36:23, í úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Leikmenn Barcelona léku bókstaflega við hvern sinn fingur svo varla hefur sést annað eins....
Bikarmeistarar Lemgo með Bjarka Má Elísson innanborðs halda áfram að mjaka sér ofar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir botnlið deildarinnar, Coburg, 27:23 á útivelli. Lemgo er nú komið upp í níunda sæti með 37...
Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinbjörn Pétursson og samherjar í EHV Aue settu stórt strik í reikninginn hjá lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í gær er þeir fyrrnefndu unnu viðureign liðanna í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 29:26.
Gummersbach er...
Markvörðurinn Axel Hreinn Hilmisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni. Axel er tvítugur markmaður sem hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og var meðal annars lykilmaður í 3. flokki sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir...
Haukar eru Íslandsmeistarar í 3. flokki karla. Þeir unnu Val í ótrúlegum úrslitaleik á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 36:35. Úrslit fengust loks í bráðabana í vítakeppni en þá þegar var búið að framlengja leikinn einu sinni auk þess...
ÍBV varð Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í úrslitaleik að Varmá í dag, 32:29. ÍBV var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12, og hafði tök á leiknum frá byrjun til enda. Haukaliðið...
Handknattleiksdeild ÍBV hefur gengið frá samkomulagi og skrifað undir tveggja ára samning við serbnesku landsliðskonuna Mariju Jovanovic um að leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabilum.Jovanovic er 26 ára, hávaxin og mjög öflug á báðum endum vallarins, eftir því...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold gerir það ekki endasleppt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Það leikur til úrslita í keppninni á morgun gegn annað hvort Barcelona eða Nantes. Aalborg vann franska stórliðið PSG, 35:33, í hörkuleik í undanúrslitum í Lanxess-Arena...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í kjöri á efnilegasta handknattleiksmanni Evrópu sem vefritið handball-planet stendur fyrir á vefsíðu sinni. Þetta eru Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður GOG, sem er í hóp fjögurra efnilegra markvarða sem kom til greina og...
Í dag verður leikið til úrslita á Íslandsmótinu 3. og 4. flokks kvenna og karla og krýndir Íslandsmeistarar. Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ. Fjörið hefst klukkan 11. Sjö félög eiga lið í úrslitum, þar af...