Áfram verður haldið keppni í 11. umferð Olísdeildar kvenna í kvöld með tveimur viðureignum. Íslandsmeistarar Vals sækja KA/Þór heim og Selfoss fær Hauka í heimsókn í Sethöllina.Einnig verða tvær viðureignir á dagskrá í Grill 66-deild kvenna í kvöld.
Olísdeild kvenna:KA-heimilið:...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk í öruggum sigri Kadetten Schaffhausen á HSC Suhr Aarau, 30:24, í Aarau í gær. Þetta var 17. sigur Kadetten í A-deildinni í Sviss á leiktíðinni. Liðið er langefst, níu stigum á undan Pfadi...
Valur 2 settist í þriðja sæti Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld eftir sannfærandi sigur á ÍH, 35:30, í Kaplakrika. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 15:15. Vel samæft lið Valsmanna var sterkara í síðari hálfleik og...
Handknattleikslið Vals í kvennaflokki var í dag útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2025 við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valsliðið er sannarlega vel að viðurkenningunni komið eftir að hafa orðið fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í maí.
Einnig varð Valur Íslands- og deildarmeistari í...
Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Egilshöll fyrir 2012 árganginn. Um 100 krakkar voru tilnefnd af aðildarfélögum HSÍ til þátttöku en þetta var í annað sinn sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram þetta tímabilið.
Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi en...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson verða fulltrúar Íslands í undanúrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar í handknattleik 14. og 15. febrúar þegar lið þeirra TMS Ringsted leikur til undanúrslita. Það er ljóst eftir að TMS Ringsted vann Bjerringbro/Silkeborg, 31:30, á heimavelli...
ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar í kvöld með stórsigri á ÍR, 36:24, í upphafsleik 11. umferðar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Þetta var annað tap ÍR í röð...
Vaxandi spennu gætir síðustu dagana áður en þing Alþjóða handknattleikssambandsins hefst í Kaíró. Mikil eftirvænting ríkir vegna væntanlegs forsetakjörs en þrír Evrópubúar, Þjóðverjinn Gerd Butzeck, Slóveninn Franjo Bobinac og Hollendingurinn Tjark de Lange, hafa boðið sig fram gegn Hassan...
Fimmtándu og síðustu umferð ársins í Olísdeild karla í handknattleik lauk á mánudagskvöld. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni fram til 4. febrúar vegna undirbúnings og síðar þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem stendur yfir frá 15....
Viktor Gísli Hallgrímsson var allan leikinn í marki Barcelona í gærkvöld þegar liðið vann BM Torrelavega, 35:27, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik á útivelli. Viktor Gísli varði 15 skot, 36%. Daninn Emil Nielsen sat á varamannabekknum...
Leikmenn Fram 2 og Fjölnis eru komnir í jólaleyfi frá kappleikjum fram í janúar eftir að viðureign liðanna í Grill 66-deild kvenna lauk með þriggja marka sigri Framara í kvöld, 27:24. Leikið var í Lambhagahöllinni í Úlfarsársdal.
Fram var yfir...
Ester Amira Ægisdóttir handknattleikskona hjá Haukum fer á tímabundið lán til HK í Grill 66-deildinni eftir því sem fram kemur í tilkynningu Hauka í dag. Verður hún gjaldgeng með HK um leið og keppni hefst á nýju ári.
„Þar sem...
Þegar 15. og síðustu umferð Olísdeildar karla lauk í gærkvöld voru leikir umferðarinnar að vanda gerðir upp í Handboltakvöldi. FH-ingurinn Garðar Ingi Sindrason var valinn leikmaður umferðarinnar. Hann dró félaga sína áfram í naumum sigri á Stjörnunni, 33:31, í...
Hafin er söfnun fyrir Gunnar Inga Hákonarson, ungan handknattleiksmann Harðar á Ísafirði, sem varð fyrir slysi í október þegar bíll hans hafnaði út í sjó á Ísafirði. Gunnar Ingi er jafnt og þétt að jafna sig. Engu að síður...
Össur Haraldsson var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í dag og má þar af leiðandi ekki leika með þegar Haukar mæta HK í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á föstudaginn á Ásvöllum. Össur var útilokaður...