- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Elín Klara lék á als oddi

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir lék á als oddi í gærkvöld með IK Sävehof þegar liðið hóf keppni á ný í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknu hléi vegna heimsmeistaramótsins. Elín Klara skoraði 10 mörk í 12 skotum í öruggum...

Molakaffi: Deila, Johansen, Iversen, Toft, Møller, Edwige

Norska landsliðskonan Live Rushfeldt Deila hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Esbjerg. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2028. Rushfeldt Deila varð heimsmeistari á sunnudaginn en hún er auk þess Ólympíu- og Evrópumeistari með norska landsliðinu. Systir...

Arnór Þór og liðsmenn taka þátt í úrslitahelgi bikarsins – mæta Magdeburg

Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC unnu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Bergischer HC lagði MT Melsungen sem leikið hefur til úrslita í bikarkeppninni tvö undangengin ár, 30:23, á heimavelli í...
- Auglýsing -

HK eitt í efsta sæti á nýjan leik – FH vann í Mosó

HK situr eitt liða í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir 11 umferðir. HK lagði Víking í hörkuleik í Kórnum í kvöld, 28:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. HK hefur þar með tveggja...

Kaflaskipt í KA-heimilinu – Haukar sóttu tvö stig á Selfoss

Með frábærum leik í síðari hálfleik tókst Íslandsmeisturum Vals að vinna KA/Þór með sjö marka mun í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:23. Það blés ekki byrlega hjá Valsliðinu þegar fyrri hálfleikur var...

Allir hafa sína drauma og stefna hátt

„Allir í liðinu hafa sína drauma og stefna hátt. Það er ekkert að því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í orð sín á blaðamannafundi í dag, að markmiðið væri að vinna riðilinn á fyrsta stigi...
- Auglýsing -

Ásgeir fer ekki bónleiður til búðar

Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ hefur fengið í hendur staðfestingu á að honum verði hleypt inn í Egyptaland þegar hann kemur til landsins á morgun í þeim tilgangi að sitja þing Alþjóða handknattleikssambandsins sem hefst annað kvöld. Ásgeir fer frá...

Ungverjinn er farinn úr Garðabæ

Ungverski handknattleiksmaðurinn Barnabás Rea og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa komist að samkomulagi um slit á samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari yngri flokka. Rea gekk til liðs við Stjörnuna fyrir núverandi tímabil á láni frá ungverska stórliðinu Pick...

Baldur Fritz og Bjarni Ófeigur standa jafnir

Tveir leikmenn eru jafnir í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar karla þegar 15 umferðir af 22 eru að baki. Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, sem varð markakóngur síðasta tímabils, hefur dregið KA-manninn Bjarna Ófeig Valdimarsson uppi í...
- Auglýsing -

Dagskráin: KA-heimilið og Selfoss

Áfram verður haldið keppni í 11. umferð Olísdeildar kvenna í kvöld með tveimur viðureignum. Íslandsmeistarar Vals sækja KA/Þór heim og Selfoss fær Hauka í heimsókn í Sethöllina.Einnig verða tvær viðureignir á dagskrá í Grill 66-deild kvenna í kvöld. Olísdeild kvenna:KA-heimilið:...

Molakaffi: Óðinn, Birgir, Arnór, Lena, Berta, Blær

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk í öruggum sigri Kadetten Schaffhausen á HSC Suhr Aarau, 30:24, í Aarau í gær. Þetta var 17. sigur Kadetten í A-deildinni í Sviss á leiktíðinni. Liðið er langefst, níu stigum á undan Pfadi...

Valur fór með bæði stigin heim úr Kaplakrika

Valur 2 settist í þriðja sæti Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld eftir sannfærandi sigur á ÍH, 35:30, í Kaplakrika. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 15:15. Vel samæft lið Valsmanna var sterkara í síðari hálfleik og...
- Auglýsing -

Evrópubikarmeistarar Vals eru íþróttalið Reykjavíkur

Handknattleikslið Vals í kvennaflokki var í dag útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2025 við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valsliðið er sannarlega vel að viðurkenningunni komið eftir að hafa orðið fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í maí. Einnig varð Valur Íslands- og deildarmeistari í...

Hæfileikamótun HSÍ – 100 krakkar æfðu saman

Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Egilshöll fyrir 2012 árganginn. Um 100 krakkar voru tilnefnd af aðildarfélögum HSÍ til þátttöku en þetta var í annað sinn sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram þetta tímabilið. Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi en...

Ísak og Guðmundur Bragi í undanúrslit í Danmörku

Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson verða fulltrúar Íslands í undanúrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar í handknattleik 14. og 15. febrúar þegar lið þeirra TMS Ringsted leikur til undanúrslita. Það er ljóst eftir að TMS Ringsted vann Bjerringbro/Silkeborg, 31:30, á heimavelli...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -