Handknattleiksdeild Hauka og handknattleiksmaðurinn efnilegi, Freyr Aronsson, hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Freyr, sem leikur sem leikstjórnandi varð 17 ára nú í sumar, hefur þegar fengið eldskírn sína með meistaraflokki en á síðasta tímabili lék hann...
Eins og kom fram á handbolti.is lauk hinu árlega Ragnarsmóti í handknattleik á Selfossi á síðasta laugardag. ÍBV stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki. HK vann í karlaflokki, hlaut fimm stig af sex mögulegum eins og ÍBV en hafði...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands:
HSÍ í samstarfi við Íþróttafélag Völsungs standa fyrir handboltanámskeiði dagana 29. og 30. ágúst á Húsavík.
Námskeiðið fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík fyrir krakka í 4. - 7. bekk.
Æfingarnar verða á eftirfarandi dögum :
29. ágúst –...
Forráðamenn þýska meistaraliðsins HB Ludwigsburg hafa kastað inn handklæðinu. HB Ludwigsburg sendir ekki lið til leiks í þýsku 1. deildina á komandi leiktíð en flautað verður til leiks í efstu deild þýska kvennahandboltans á laugardaginn. Stjórnendur HB Ludwigsburg tilkynntu...
Gauti Gunnarsson hornamaður Stjörnunnar hefur jafnað sig eftir að hafa verið harkalega stöðvaður í viðureign Stjörnunnar og Fram í meistarakeppni HSÍ á síðasta fimmtudag. „Hann er bara góður,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar við handbolta.is í morgun.
Fyrstu fregnir...
Leikmenn ungverska meistaraliðsins One Veszprém hafa lagt af stað í ferð sína til Íslands. Myndir (sjá neðst í þessari grein) birtust í morgunsárið af glaðbeittum leikmönnum liðsins þess albúna að halda af stað. Von er á Veszprém-liðinu til...
Spænski handknattleiksmaðurinn Valero Rivera tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að hætta keppni í handknattleik næsta vor eftir 23 ár sem atvinnumaður í íþróttinni. Rivera hefur lengst af leikið með franska liðinu Nantes eða alls í 14 ár...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Phil Döhler eru komnir áfram í norsku bikarkeppninni með Sandefjord eftir stórsigur á Kragerø, 40:25, í Kragerøhallen í kvöld.
Þorsteinn Gauti, sem gekk til liðs við Sandefjord í sumar eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari...
Spánverjinnn Valero Rivera hefur á ný tekið við þjálfun karlalandsliðs Katar í handknattleik. Rivera, sem er 72 ára gamall, hætti þjálfun landsliða Katar fyrir tveimur árum, ætlaði sér að rifa seglin, setjast í helgan stein eftir að hafa verið...
Serbneska handknattleikssambandið hefur ráðið Spánverjann Jose Ignacio Pradens Pons í starf landsliðsþjálfara kvenna til næstu þriggja ára. Íslenska landsliðið verður í riðli með serbneska landsliðinu á HM kvenna í Þýskalandi í lok nóvember.
Pons hefur ýmist verið aðal- eða aðstoðarþjálfari...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er óðum að jafna sig eftir að hafa fengið högg á vinstra hné skömmu fyrir lok síðasta leiks æfingamóts fyrir 10 dögum. Hún reiknar með að vera klár í slaginn þegar flautað verður til leiks...
Sigurður Snær Sigurjónsson hefur framlengt samning sinn við Hauka til næstu þriggja ára. Sigurður Snær sem er uppalinn Haukamaður fluttist á Selfoss um tíma en sneri aftur í Hauka í janúar 2023 og hefur síðan verið hluti af meistarflokki...
Þýska handknattleikliðið HSV Hamburg hefur átt í mestu vandræðum með að fá keppnisleyfi síðustu tvö ár vegna fjárhagserfiðleika. Til þess að bregðast við vandanum hafa forráðamenn félagsins sett aukin kraft í markaðsstarf og öflun nýrra tekna auk nokkurs sparnaðar...
Reynir Stefánsson formaður dómaranefndar HSÍ verður eftirlitsmaður á síðari viðureign IK Sävehof og Malmö í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik sem fram fer í Partille 6. september. Eins og handbolti.is sagði frá á dögunum dæma Svavar Ólafur Pétursson og...
Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel á fáa ef nokkra sína líka handknattleiksvellinum. Hann skoraði hreint magnað mark í viðureign Fühcse Berlin og THW Kiel í meistarakeppni þýska handknattleiksins í SAP Garden í München í gær.
Gidsel sneri sér í tvo...