Tilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands:
Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða í frátekin íslensk sæti á Evrópumótinu í handknattleik karla í Svíþjóð næstkomandi janúar.
Ísland leikur með Ítölum, Póllandi og Ungverjalandi í F-riðli í Kristianstad og fer síðan til Malmö í milliriðli.
Það...
Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk og var næst markahæstur þegar Ribe-Esbjerg lagði Fredericia HK, 32:30, í æfingaleik í gær. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki hefst á miðvikudaginn. Upphafsleikur Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, verður þó ekki...
Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik hefur framlengt samning sinn við þýska 1. deildarliðið Frish Auf! Göppingen sem gildir til ársins 2028. Félag segir frá þessum gleðilegu tíðindum í kvöld. Ýmir Örn, sem er fyrirliði Göppingen, kom til félagsins...
„Mér fannst við vera flottir og strákarnir stóðu sig vel gegn einu besta liði landsins. Við erum bara ennþá að slípa okkur til. Þetta var svolítið stöngin inn, stöngin út hjá okkur. Síðan var þetta svolítið leikhús fáránleikans og...
„Það var bikar í boði og við fórum að sjálfsögðu í leikinn til þess að vinna hann,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í viðtali við handbolta.is í kvöld eftir að Stjarnan lagði Fram, 29:28, í spennandi leik í...
Selfoss mætir ÍBV í úrslitaleik á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi á laugardaginn klukkan 13. Það varð ljóst eftir að Selfoss lagði Víking í hörkuleik, 30:28, í annarri umferð mótsins í kvöld. Selfoss og ÍBV hafa...
Stjarnan vann Fram í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla, 29:28, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Stjarnan var með frumkvæðið í síðari hálfleik og var einu til tveimur mörkum á undan. Fram átti þess kost...
ÍBV vann stórsigur á Aftureldingu í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 26:15. Staðan var 10:8 að loknum fyrri hálfleik.
ÍBV hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu mjög örugglega. Afturelding...
Væntanlegur andstæðingur Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik, rúmenska liðið Minaur Baia Mare, leikur til úrslita í meistarakeppninni í Rúmeníu á morgun gegn tvöföldum meisturum síðasta tímabils, Dinamo Búkarest. Minaur Baia Mare vann HC Buzău í æsispennandi leik...
Engin lausn virðist í sjónmáli í máli dönsku handknattleikskonunnar Christina Pedersen. Hún hefur verið í æfingabanni hjá danska úrvalsdeildarliðinu Viborg í mánuð. Samherjar hennar settu félaginu stólinn fyrir dyrnar þegar æfingar hófust á ný eftir sumarleyfi. Þær neituðu allar...
Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu í gær síðasta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu þegar liðið lagði Stuttgart á heimavelli, 29:25. Stuttgart, var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Þetta var níundi sigur Magdeburg í jafn mörgum æfingaleikjum á síðustu vikum. Fyrsti...
Þýska handknattleiksliðið THW Kiel staðfesti í gær að Slóveninn Domen Makuc gangi til liðs við félagið næsta sumar. Makuc hefur verið leikmaður Barcelona frá 2020. Samningur Makuc við THW Kiel er til fjögurra ára frá árinu 2026.
Þýski dagblaðið Sport...
HK lagði Selfoss í jöfnum og skemmtilegum leik, 34:33, í síðari viðureign annarrar umferðar Ragnarsmótsins á Selfossi í kvöld. HK-ingar voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Leikmenn Selfoss voru mun sprækari í viðureigninni í kvöld en á mánudagskvöldið þegar...
Haukar höfðu betur í fyrsta Hafnarfjarðarslagnum á nýju keppnistímabili í kvöld þegar þeir mættu FH í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika, 29:26. Eins oft áður þegar liðin leiða saman hesta sína var munurinn lítill. Haukar voru...
ÍBV vann Víking, 26:23, í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Eyjamenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. ÍBV hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur tvö. ÍBV mætir...