„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið...
Kvennalið ÍBV í handknattleik varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að Marta Wawrzynkowska markvörður er með rifu í krossbandi á hné. Ólíklegt er hún verði með liðinu það sem eftir er af keppnistímabilinu.Sigurður Bragason þjálfari...
Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ÍBV, verður í þjálfarateymi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Roland verður markvörðum íslenska landsliðsins, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, innanhandar. Eiginlegur markvarðaþjálfari hefur ekki verið með landsliðinu...
„Ég er nokkuð ánægður með síðustu daga en við eigum enn nokkuð í land með að ná okkar besta fram sem er kannski ekki óeðlilegt. Við erum nýlega komnir af stað en að sama skapi verður að vinna hratt....
Aron Pálmarsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik fyrr en í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik 22. janúar. Vegna meiðsla í kálfa situr hann hjá í vináttuleikjunum við Svía á fimmtudag og laugardag ytra og eins í viðureignunum þremur...
Heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í G-riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu.Hér fyrir neðan er leikstaðir,...
Tvær af öflugri handknattleikskonum Serbíu á síðustu árum, Dragana Cvijić og Andrea Lekić, hafa ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið. Þeim lyndaði ekki við Uroš Bregar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Nú þegar Bregar er hættur hafa...
Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, KA/Þór, hóf árið í kvöld eins og það lauk leikárinu í deildinni í nóvember á sigri. Leikmenn KA/Þórs lögðu land undir fót í dag og léku við Fram2 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal...
Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakklands í handknattleik karla, var hoppandi kátur í dag þegar Dika Mem og Elohim Prandi fengu grænt ljós á að taka þátt í undirbúningi franska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem hefst í næstu viku. Læknateymi...
Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda tylltu sér á topp næst efstu deildar kvenna í handknattleik í Noregi með sjö marka sigri á Fjellhammer, 34:27, á útivelli í gær. Segja má að Volda hafi gert út um leikinn...
Liðin í öðru og þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna, HK og Afturelding, unnu leiki sína í dag þegar keppnin hófst á ný eftir margra vikna hlé. HK lagði Fjölni, 31:23, í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og hefur 13 stig níu...
Markmaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.Alexander er reynslumikill markmaður og hefur verið hluti af meistaraflokk karla síðan árið 2017 og var m.a. í Íslandsmeistaraliði Selfoss vorið 2019. Hann á yfir 170 leiki...
ÍR-ingar unnu afar kærkominn og mikilvægan sigur á ÍBV í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 26:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Með sigrinum færðist ÍR upp í sjötta sæti...
„Þetta bar brátt að,“ segir Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik spurður út í vistaskipti hans á miðju keppnistímabili en á milli jóla og nýárs þá skrifaði Seltirningurinn undir samning við HC Erlangen, samning sem tók gildi í upphafi þessa...
Þórir Hergeirsson var kjörinn þjálfari ársins 2024 í Noregi í gærkvöld. Tók hann við viðurkenningu sinni á uppskeruhátíð norska íþróttasambandsins, Idrettsgallaen, sem haldin var í Þrándheimi á sama tíma og tilkynnt var um kjör hans sem þjálfara ársins á...