- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Alltaf vonbrigði að tapa – sama hvaða leikur það er

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leik, sama hvaða leikur það er. Mér fannst leikurinn hins vegar ekkert lélegur af okkar hálfu, við gerðum margt mjög vel en það vantaði herslumuninn upp á hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson...

Spiluðum mjög vel, ekki síst í fyrri hálfleik

„Við spiluðum mjög vel, ekki síst í fyrri hálfleik. Okkur tókst að skapa okkur góð færi og skora auk þess sem varnarleikurinn var mjög góður,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í viðtali við handbolta.is eftir eins marks sigur, 30:29,...
- Auglýsing -

Vorum sofandi í vörninni í fyrri hálfleik

„Mér fannst við vera sofandi í fyrri hálfleik og ekki nógu ákveðnir, ekki síst í vörninni,“ sagði vonsvikinn fyrirliði íslenska landsliðsins, Ómar Ingi Magnússon, eftir eins marks tap fyrir Króötum, 30:29, í Malmö Arena í dag í fyrstu umferð...

Aron tapaði en getur enn komist í undanúrslit

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit töpuðu með minnsta mun, 28:27, fyrir Japan í öðrum riðli átta liða úrslita Asíumótsins í Kúveit í dag. Kúveit tapaði sínum fyrsta leik á mótinu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með...

„Vorum ekki nógu stórir í fyrri hálfleik“

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, telur slæman fyrri hálfleik hafa orðið íslenska liðinu að falli í eins marks tapi fyrir Króatíu í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í dag. „Þeirra upplegg var þannig að þeir náðu...
- Auglýsing -

Handboltahöllin: Draumalínusending

Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld voru tekin saman nokkur glæsileg tilþrif. Sérstaka athygli fékk Hulda Dagsdóttir, leikmaður Fram, fyrir frábæra línusendingu sína á Ásdísi Guðmundsdóttur sem skoraði af öryggi í 36:30 sigri á Stjörnunni í 13. umferð. Hulda skoraði eitt...

Dagur: Ísland mun sakna Elvars

Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, segir veikleika að finna innan íslenska landsliðsins. Liðin mætast í fyrsta leik í milliriðli 2 á Evrópumóti karla klukkan 14:30 í Malmö í dag. „Á heildina litið þurfum við að bæta okkur í hverjum einasta þætti...

Þorsteinn mætir galvaskur til leiks gegn Króötum

Þorsteinn Leó Gunnarsson er í leikmannahópi íslenska landsliðsins í dag í fyrsta sinn á Evrópumótinu í handknattleik. Íslenska liðið mætir Króatíu klukkan 14.30 í Malmö Arena í fyrstu umferð milliriðlakeppni EM.Andri Már Rúnarsson verður utan hópsins og Elvar Ásgeirsson...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Eftirvænting fyrir viðureign við Króata

Fjöldi af hressum Íslendingum mætti í stuðningsmannapartý Sérsveitarinnar, stuðningsmannafélags handboltalandsliðanna, á Quality hótelinu í Malmö, skammt frá Malmö Arena þar sem viðureign Íslands og Króatíu á Evrópumótinu í handknattleik hefst klukkan 14.30. Talið er að um 2.500 stuðningsmenn íslenska landsliðsins...

Valgeir Ívar vann treyju Orra Freys í Pub Quiz stuðningsmanna

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hittust á Quality hótelinu fyrir framan höllina í Malmö í dag áður en viðureign Íslands og Króatíu hófst. Byrjað var með Pub Quiz, öðru nafni spurningakeppni. Í verðlaun var treyja frá Orra Frey Þorkelssyni landsliðsmanni í handknattleik...

Einn íslenskur sigur í sjö leikjum við Króata

Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni unnið króatíska landsliðið á Evrópumóti í handknattleik karla og það var síðast þegar liðin mættust, á EM 2024 í Þýskalandi. Einni viðureign hefur lokið með jafntefli en fimm viðureignum hefur lokið með króatískum...
- Auglýsing -

Verðum að vera hrikalega klókir

„Við erum klárir slaginn eftir tveggja daga hlé frá leikjum,“ segir Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, spurður út í viðureign dagsins við Króata í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í Malmö Arena...

Streymi: HM-stofa HR í beinni – uppfært spálíkan

Næsta HM-stofan sem HR stendur fyrir fer fram í dag og hefst klukkan 12.30. Kristján Halldórsson, kennari við íþróttafræðideild HR, Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, ræða málin, spá í spilin og fara...

Þurfum toppleik til þess að vinna Króata

„Þetta verður alvöru leikur, það segir sig sjálft. Króatar unnu silfrið á HM í fyrra,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla um viðureign dagsins á EM, leikinn við Króata sem hefst klukkan 14.30 í Malmö Arena. „Við höfum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -