- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Áfram heldur Grótta að elta HK eins og skugginn

Grótta heldur áfram að elta HK, topplið Grill 66-deildar kvenna, eins og skugginn. Gróttukonur sóttu Fram 2 heim í Úlfarsárdal í gærkvöld og unnu öruggan sigur, 31:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Grótta...

Handboltahöllin: Tölfræðin hennar er galin

Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson, sérfræðingar Handboltahallarinnar á Handboltapassanum, hrósuðu Ásdísi Höllu Hjarðar í hástert fyrir frábæra frammistöðu hennar í liði ÍBV þegar Eyjakonur unnu ÍR í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Dugnaðurinn í henni, þarna eyðileggur hún hraðaupphlaup með því...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Íslendingar fjölmenntu á fyrsta leik

Íslendingar fjölmenntu í Malmö Arena í gær og studdu dyggilega við bakið á íslenska landsliðinu þegar það mætti Króötum í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins. Því miður dugði stuðningurinn ekki til þess að koma í veg fyrir tap Íslands í...

Hættir ekki fyrr en dagar hans verða taldir

Daninn Per Bertelsen, sem árum saman sat í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, segist ekki hafa trú á að Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins láti af embætti fyrr en dagar hans í þessari jarðvist verða taldir. Moustafa, sem verður 82 ára...

Handboltahöllin: Jólin hafa farið vel í okkar konu

Ekki var hjá því komist að ræða frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld. Hafdís varði 16 skot og var með 55% hlutfallsmarkvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Hún er náttúrlega búin að vera...
- Auglýsing -

Svíar einir efstir að lokinni fyrstu umferð

Svíar sitja einir í efsta sæti milliriðils tvö á Evrópumóti karla í handknattleik að lokinni fyrstu umferð. Svíar lögðu Slóvena, 35:31, í Malmö Arena í kvöld. Slóvenar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:16. Svíar skoruðu þrjú fyrstu mörk...

Hvorugt liðið gat skorað sigurmarkið

Sviss og Ungverjaland skildu jöfn, 29:29, í milliriðli Íslands á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur og til þess að undirstrika það þá tókst hvorugu liðinu að höggva á hnútinn síðustu tæplega...

Alltaf vonbrigði að tapa – sama hvaða leikur það er

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leik, sama hvaða leikur það er. Mér fannst leikurinn hins vegar ekkert lélegur af okkar hálfu, við gerðum margt mjög vel en það vantaði herslumuninn upp á hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson...
- Auglýsing -

Spiluðum mjög vel, ekki síst í fyrri hálfleik

„Við spiluðum mjög vel, ekki síst í fyrri hálfleik. Okkur tókst að skapa okkur góð færi og skora auk þess sem varnarleikurinn var mjög góður,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í viðtali við handbolta.is eftir eins marks sigur, 30:29,...

Vorum sofandi í vörninni í fyrri hálfleik

„Mér fannst við vera sofandi í fyrri hálfleik og ekki nógu ákveðnir, ekki síst í vörninni,“ sagði vonsvikinn fyrirliði íslenska landsliðsins, Ómar Ingi Magnússon, eftir eins marks tap fyrir Króötum, 30:29, í Malmö Arena í dag í fyrstu umferð...

Myndasyrpa: Króatar reyndust Íslendingum þrautinni þyngri

Gífurlega hart var barist þegar Ísland og Króatía öttu kappi í fyrstu umferð milliriðils 2 í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í dag. Fór svo að Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, vann með einu marki eftir að hafa...
- Auglýsing -

Aron tapaði en getur enn komist í undanúrslit

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit töpuðu með minnsta mun, 28:27, fyrir Japan í öðrum riðli átta liða úrslita Asíumótsins í Kúveit í dag. Kúveit tapaði sínum fyrsta leik á mótinu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með...

„Vorum ekki nógu stórir í fyrri hálfleik“

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, telur slæman fyrri hálfleik hafa orðið íslenska liðinu að falli í eins marks tapi fyrir Króatíu í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í dag. „Þeirra upplegg var þannig að þeir náðu...

Fyrsta tap Íslands kom gegn Króötum Dags

Íslenska landsliðið tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handknattleik í dag fyrir Degi Sigurðssyni og liðsmönnum hans í Króatíska landsliðinu, 30:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 19:15. Næsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -