- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Molakaffi: Elliði, Teitur, Guðjón, Andri, Rúnar, Dagur, Grétar

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach þegar liðið vann Leipzig, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Schwalbe-Arena í Gummersbach í gær. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach...

Færeyingar unnu fyrri leikinn í Safamýri

Færeyingar höfðu betur gegn Íslandi í fyrri vináttulandsleik 15 ára kvennalandsliða þjóðanna í íþróttahúsinu í Safamýri í dag, 27:24. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13. Síðari leikur þjóðanna í þessum aldursflokki fer fram á sama stað...

Orri Freyr meistari annað árið í röð – Þorsteinn Leó sá rautt og fékk silfrið

Nú fer svo sannarlega ekki á milli mála að Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon eru portúgalskir meistarar í handknattleik annað árið í röð. Sporting vann Porto, 39:36, á heimavelli í kvöld í lokaumferð úrslitakeppninnar. Porto-liðið verður...
- Auglýsing -

Lunde gerði gæfumuninn – Odense leikur um gullið – myndskeið

Katrine Lunde markvörður getur unnið Meistaradeild Evrópu í áttunda sinn á morgun þegar Odense Håndbold mætir Győri Audi ETO í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna í Búdapest. Odense-liðið vann frönsku meistaranna, Metz, 31:29, eftir framlengingu í síðari undanúrslitaleik...

Skjern leikur óvænt til úrslita í Danmörku

Skjern leikur til úrslita við Aalborg Håndbold um danska meistaratitilinn í handknattleik karla. Skjern vann oddaleik liðanna í undanúrslitum, 28:26, á heimavelli GOG í Arena Svendborg í dag. Úrslitin kom á óvart því GOG lék vel á leiktíðinni og...

26 mánaða bann stytt – má leika aftur 1. nóvember

Króatíski handknattleiksmaðurinn Ivan Horvat getur væntanlega leikið handknattleik á nýjan leik frá og með 1. nóvember eftir að áfrýjunardómstóll á vegum austurríska handknattleikssambandsins stytti 26 mánaða keppnisbann hans í eitt ár eða til loka apríl á næsta ári. Helmingur...
- Auglýsing -

Ungversku meistararnir í úrslit – Esbjerg situr eftir

Evrópumeistarar síðasta árs, Győri Audi ETO, leikur til úrslita í Meistaradeild kvenna á morgun. Győri vann danska meistaraliðið Esbjerg naumlega, 29:28, í fyrri undanúrslitaleiknum MVM Dome í Búdapest í dag. Þetta verður í áttunda sinn sem Győri leikur til...

Stjarnan ætlar að herja á Evrópu næsta vetur

Stjarnan hefur ákveðið að senda karlalið sitt til þátttöku í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili í fyrsta sinn í 18 ár. Sigurjón Hafþórsson formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar staðfesti þessa ætlan við handbolta.is í dag. Sem silfurlið Poweradebikarsins á Stjarnan rétt á...

Molakaffi: Dolenec, Salvador, Costa-bræður, Barthold, Lunde

Slóvenski handknattleiksmaðurinn góðkunni, Jure Dolenec, hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta í handknattleik í sumar. Dolenec er 36 ára gamall. Hann byrjaði tímabilið RK Nexe í Króatíu en endaði það með RK Slovan í heimalandi sínu.  Þegar Dolenec...
- Auglýsing -

Fjórði sigurinn í röð hjá Elmari og félögum

Elmar Erlingsson skoraði tvö mörk í kvöld þegar Nordhorn-Lingen vann TuS N-Lübbecke, 32:30, á útivelli í næst síðustu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Elmar átti einnig tvær stoðsendingar sem skiluðu marki. Nordhorn var með yfirhöndina í leiknum frá...

Veszprém sterkara á lokasprettinum í 100. leik Arons

One Veszprém hafði betur gegn Pick Szeged í fyrstu viðureign liðanna um ungverska meistaratitilinn í handknattleik á heimavelli í dag, 34:32. Þetta er í 25. skipti sem þessir höfuðandstæðingar í ungverskum handknattleik mætast í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn. Aron...

Hannes og Tumi töpuðu fyrsta úrslitaleiknum

Íslendingaliðið Alpla Hard tapaði fyrsta úrslitaleiknum við Krems um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld, 32:30. Leikið var á heimavelli Hard í Bregenz. Næst mætast liðin á heimavelli Krems eftir rétt viku og verður Alpla Hard að vinna...
- Auglýsing -

Yngstu landslið Íslands og Færeyja mætast tvisvar í Safamýri um helgina

Landslið Íslands og Færeyja í flokki 15 ára stúlkna mætast í tveimur æfingaleikjum í Safamýri á morgun og á sunnudag. Stelpurnar, sem fæddar eru 2010, eru að leika sína fyrstu opinberu landsleiki.Fyrri leikurinn hefst kl 16 á morgun, laugardag....

Vinna ungversku meistararnir annað árið í röð Meistaradeildina?

Leikið verður til úrslita í Meistaradeild kvenna í handknattleik á morgun og á sunnudag. Eins og undanfarin ár fara úrslitaleikirnir fram í hinni glæsilegu keppnishöll í Búdapest, MVM Dome, sem tekin var í notkun fyrir Evrópumót karalandsliða í upphafi...

Leiðir HSÍ og Rapyd skilja

Fréttatilkynning frá HSÍ og RapydRapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -