Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir þriðja sigurinn á Kristianstad HF, 41:40, í gær. Leikinn þurfti að framlengja og þar á eftir að efna til vítakeppni...
Ekkert varð af síðari viðureign serbneska liðsins RK Partizan Belgrad og AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram átti að fara í Belgrad í dag. Leikmenn og starfsmenn AEK gengu af leikvelli áður en...
„Mér líður gríðarlega vel. Ég er mjög stoltur með frammistöðu liðsins. Um leið er ég viss um að þetta hafi verið einn besti handboltaleikur kvennaliðs hér á landi um langan tíma, að minnsta kosti af okkar hálfu,“ segir Ágúst...
„Ég er bara í smá spennufalli eftir þetta. Ég átti alls ekki von á því að við næðum svona frábærum leik,“ sagði Thea Imani Sturludóttir eftir að Valur vann MSK IUVENTA Michalovce í síðari viðureign liðanna í N1-höllinni á...
„Mér líður ógeðslega vel, þetta var rosalega gaman,“ sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna í kvöld með 10 marka sigri á slóvakíska liðinu MSK IUVENTA Michalovce, 30:20, í...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna brutu í kvöld blað í sögu kvennahandknattleiks hér á landi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópubikarkeppninnar fyrst íslenskra kvennaliða. Valur vann MSK IUVENTA Michalovce í síðari viðureign liðanna í N1-höllinni á Hlíðarenda...
Þýska handknattleiksliðð Blomberg-Lippe er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik þrátt fyrir tap á heimavelli í dag, 26:24, gegn spænsku meisturunum Super Mara Bera Bera. Blomberg-Lippe vann fyrri viðureignina á Spáni með þriggja marka mun, 28:25, fyrir viku.Andrea Jacobsen...
Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, tapaði á heimavelli í dag fyrir Mors-Thy, 35:32. Fyrir vikið færðist Mors-Thy upp í þriðja sæti deildarinnar. Fredericia HK féll niður um eitt sæti, í það fjórða. Liðin hafa jafn...
„Við höfum alla burði og getu til þess að vinna leikinn í dag. Í undanförnum umferðum höfum við rutt úr vegi stórum liðum, meðal annars spænska liðinu Málaga. Munurinn er ekki nema tvö mörk á okkur og Michalovce fyrir...
Íslandsmeistarar Vals mæta slóvakíska meistaraliðinu MSK IUVENTA Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 17.30 í dag. Leikmenn Vals eru staðráðnir í að snúa við blaðinu eftir tveggja marka tap, 25:23, í fyrri viðeigninni...
Úrslitakeppni efstu deildar portúgalska handknattleiksins í karlaflokki hófst á föstudaginn. Fjögur efstu liðin, Sporting, Porto, Benfica og Marítimo Madeira Andebol SAD reyna með sér. Sporting vann Benfica í höfuðborgarslag í gær, 34:30. Á föstudagskvöld lagði Porto liðsmenn Madeira Andebol,...
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir One Veszprém í sigri liðsins á PLER-Búdapest í 21. umferð ungversku 1. deildarinnar í gær, 41:20. Leikið var í Búdapest. One Veszprém er sem fyrr efst í deildinni. Nú hefur liðið 40...
Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans HC Erlangen vann botnlið Potsdam, 26:23, í Berlín í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Seltirningurinn var markahæstur í þessum fyrsta sigurleik HC Erlangen á árinu...
Síðustu leikir Grill 66-deildar karla í handknattleik fóru fram í dag. Að þeim loknum varð ljóst að Þór Akureyri er deildarmeistari með 28 stig eftir 16 leiki. Selfoss varð stigi á eftir í öðru sæti. Víkingur fékk 25 stig...
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Akureyri:„Það var mjög sætt að ná markmiðinu með stuðningsmönnum okkar,“ segir Hafþór Már Vignisson leikmaður Þórs í samtali við handbolta.is í eftir að Þór tryggði sér sæti í Olísdeildinni í dag með sigri á HK2,...