Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði í gærkvöld á heimavelli fyrir IF Hallby HK, 36:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Berta Rut Harðardóttir var ekki í...
Danir eru margir hverjir með böggum hildar um þessar mundir eftir að TV2 sagði frá því í dag samkvæmt heimildum að hinn vinsæli þjálfari kvennalandsliðsins, Jesper Jensen, hafi samið við ungverska meistaraliðið Ferencváros og taki við þjálfun í...
„Þegar undirbúninginn hefst í janúar þá er maður alltaf bjartsýnn og spenntur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla sem er á leiðinni á sitt annað stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins og það sjöunda þegar tekin eru með...
Sigvaldi Björn Guðjónsson var einn fjögurra Íslendinga sem varð norskur bikarmeistari í handknattleik karla á sunnudaginn eftir sætan sigur Kolstad á Elverum í úrslitaleik í Ósló, 28:27. Sigvaldi Björn segir alltaf sætt að vinna titil og koma með byr...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í handknattleik hóf undirbúning og æfingar með liði sínu á öðru degi jóla þótt nokkra leikmenn hafi vantað vegna leikja í þýsku 1. deildinni á milli hátíðanna. Mikið er undir hjá króatíska landsliðinu sem leikur...
Viggó Kristjánssonar bíður væntanlega stærri hlutverk með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem framundan er vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar sem meiddist í byrjun desember og tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu. Viggó segist finna til aukinnar ábyrgðar í...
„Ég tognaði í vinstri rassvöðva í næst síðast leiknum á árinu. Þetta er ekkert alvarlegt og reikna með að jafna mig á tveimur til þremur vikum,“ segir Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir æfingu landsliðsins í handknattleik í...
Hugsanlega hleypur hressilega á snærið hjá handknattleiksþjálfaranum Þóri Hergeirssyni á morgun. Hann er tilnefndur í kjöri á þjálfara ársins í tveimur löndum, hér á landi og í Noregi. Greint verður frá niðurstöðum í báðum löndum nánast á sama tíma...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir handknattleikskona ársins 2024 hjá HSÍ og liðsmenn hennar í Aarhus Håndbold gerðu jafntefli við Ringkøbing Håndbold, 32:32, í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á ný í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld eftir sjö vikna hlé...
Verður hætt að keppa í handknattleik á Ólympíuleikum eða verður íþróttagreinin færð af sumarleikum yfir á vetrarleika? Þessum spurningum hefur oft og tíðum verið velt upp á þeim liðlega 30 árum sem ég hef verið viðloðandi íþróttafréttmennsku.
Nánast allt frá...
Þórir Hergeirsson varð fjórði handknattleiksþjálfarinn til að vera sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Hann hlaut riddarakross fyrir einstakan árangur sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins á undanförnum árum, sem hefur verið nær ósigrandi.
Hinir þrír þjálfararnir eru:
Bogdan Kowalczyk, sem þjálfaði...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom saman á fyrstu æfingu fyrir hádegið í dag. Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara var um rúmlega tveggja tíma æfingu að ræða sem allir tóku þátt í af fullum krafti að Aroni Pálmarssyni...
Norska meistaraliðið Kolstad frá Þrándheimi staðfesti í morgun að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka gangi til liðs við félagið á miðju þessu ári. Palicka, sem er 38 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Kolstad. Nokkuð er síðan að...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla fékk slæmar fregnir áður en liðið kom saman til æfinga í upphafi ársins vegna þátttöku á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum. Hægri handar skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher eru báðir...
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) fær 72,5 milljónir kr úthlutaðar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 en alls nema styrkir sjóðsins 519 milljónum króna eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland. Hlutur HSÍ er ríflega...