- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Sandra á sigurbraut í Oldenburg

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen unnu í kvöld Oldenburg, 26:24, á útivelli í 12. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Sigurinn er væntanlega jákvætt teikn fyrir TuS Metzingen eftir þjálfaraskiptin í síðasta mánuði eftir endasleppta...

Hefur engan áhuga á danska kvennalandsliðinu

Þórir Hergeirsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs og sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti þjálfari danska kvennalandsliðsins. „Það kemur ekki til greina,“ segir Þórir í svari sínu til norska Dagbladet í dag. Norskir og danskir fjölmiðlar...

Hafsteinn Óli er á heimleið – verður í startholunum

Eins og mál standa þá leikur Hafsteinn Óli Ramos Rocha ekki með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í næstu viku. Í gær ákvað Jorge Rito landsliðsþjálfari Grænhöfðaeyja að vera aðeins með 16 leikmenn til taks í...
- Auglýsing -

Darj verður að afskrifa HM – meiddist gegn Íslandi

Sænski línu- og varnarmaðurinn Max Darj verður ekki með landsliði sínu á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Sænska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í dag eftir að Darj hafði farið í læknisskoðun vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir...

Arnar Freyr verður vikum saman frá keppni

Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar í aftanverðu vinstra læri. Útlit er fyrir að hann verði því miður vikum saman frá keppni með félagsliði sínu MT...

Hver er Sveinn Jóhannsson?

Sveinn Jóhannsson er 25 ára gamall línu- og varnarmaður hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi. Hann var kallaður inn í íslenska landsliðið í gærkvöld vegna meiðsla Arnars Freys Arnarsson og kemur til móts við liðið í Kristiansand í Svíþjóð...
- Auglýsing -

Gömlu treyjurnar munu koma sér vel í Zagreb

Útlit er fyrir að stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla geti ekki klæðst nýjum keppnistreyjum landsliðsins þegar heimsmeistaramótið hefst í næst viku. Þá kemur sér vel að eiga eldri treyjur þótt þær beri merki annars íþróttavöruframleiðanda. Treyjurnar hafa selst...

Molakaffi: Sigurður, Svavar, Andrea, Díana, Egill

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæma leik HSG Blomberg-Lippe og JDA Bourgogne Dijon Handball í 1. umferð riðlakeppni Evrópudeildar kvenna sem fram fer í Phoenix Contact Arena í Lemgo á laugardaginn. Með Blomberg-Lippe leika landsliðskonurnar Andrea Jacobsen...

Alfreð vann í Flensburg – Bareinar Arons töpuðu í Köben – úrslit kvöldsins

Þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann brasilíska landsliðið, 32:25, í fyrri vináttuleik þjóðanna að viðstöddum 5.600 áhorfendum í Flensburg í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13. Leikmenn þýska landsliðsins hertu upp hugann í síðari hálfleik og sýndu...
- Auglýsing -

Sænska landsliðið varð einnig fyrir áfalli í kvöld – Apelgren kallar á „stycket“

Sænska landsliðið í handknattleik karla varð, eins og það íslenska, fyrir áfalli í viðureign liðanna í Kristianstad Arena í kvöld. Línumaðurinn Max Darj meiddist á hné og eru horfur fyrir þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í næstu viku ekki góðar....

Fyrirliði í fyrsta sinn í 51. landsleiknum

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur...

Margir fínir kaflar en eitt og annað sem þarf að laga

„Ef við horfum aðeins á úrslitin þá getum við verið sáttir við jafntefli við Svía á útivelli. Ég hefði samt viljað vinna leikinn eins og staðan var rétt fyrir leikslok en vissulega sveiflaðist leikurinn til og frá hjá okkur,“...
- Auglýsing -

Lítur ekki vel út – Sveinn kallaður til Svíþjóðar

„Sveinn kemur til móts við okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is rétt eftir leikinn við Svía í kvöld í Kristianstad spurður út í meiðsli Arnars Freys Arnarsson línumanns sem tognaði í...

Jafntefli í Kristianstad – meiðsli Arnars áhyggjumál

Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31:31, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 16:16. Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og íslenska liðinu tókst ekki að...

Andlát: Jan Larsen fyrrverandi þjálfari KA og Þórs

Daninn Jan Larsen, sem þjálfaði handboltalið KA snemma á níunda áratugnum og lið Þórs í upphafi þess tíunda, lést í gærmorgun í Danmörku eftir erfið veikindi. Akureyri.net greinir frá andláti Larsens í dag. Larsen var fæddur 16. apríl 1956 og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -