Fréttir

- Auglýsing -

Rangt lið var skráð til leiks í Grill 66-deild karla

Handarbakarvinna mótanefndar HSÍ varð þess valdandi að Stjarnan2 var skráð til leiks í stað Hvíta riddarans í Grill 66-deild karla loksins þegar leikjadagskrá deildarinnar var gefin út í gær. Frá þessu segir Handkastið í dag.Hvíti riddarinn er venslafélag Aftureldingar...

Markvarðaskipti Víkings og Fjölnis fullkomnuð

Þyri Erla Sigurðardóttir, markvörður, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hún kemur til félagsins frá Fjölni og á m.a. að fylla skarðið sem Signý Pála Pálsdóttir skildi eftir sig. Signý Pála gekk til liðs við Fjölni í...

Þriðji Framarinn kveður – Gauti fer til Noregs

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord Håndball. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram. Gauti er þriðji leikmaður Íslandsmeistaraliðs Fram sem siglir á vit nýrra ævintýra eftir Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.Hinir eru Reynir...
- Auglýsing -

Appelgren fór en Jensen kom

Eftir áratug hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen hefur sænski markvörðurinn Mikael Appelgren yfirgefið félagið og samið við ungverska meistaraliðið One Veszprém og verður þar með samherji Bjarka Más Elíssonar. Í stað Appelgren hefur Rhein-Neckar Löwen fengið danska markvörðinn Mike...

Enginn bilbugur á Moustafa – sækist eftir endurkjöri á heimavelli

Þrátt fyrir takmarkaðar vinsældir í Evrópu er engan bilbug að finna á hinum nærri 81 árs gamla, Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins. Hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs á 40. ársþingi Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram...

Guðmundur Bragi verður samherji Ísaks

Eftir eins ár veru hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg hefur Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson gengið til liðs við annað danskt úrvalsdeildarlið, TMS Ringsted á Sjálandi. Hann verður þar með liðsfélagi Ísaks Gústafssonar sem einnig verður nýr liðsmaður. Saman voru þeir...
- Auglýsing -

Ungur Dani bætist í hópinn hjá Aftureldingu

Danski handknattleiksmaðurinn Oscar Lykke hefur skrifað undir samning við Aftureldingu. Lykke er 19 ára danskur leikmaður sem kemur til Aftureldingar frá TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni. Lykke getur spilað sem bæði vinstri skytta og miðjumaður.„Það er ánægjulegt að fá...

Molakaffi: Lofa sól, Poulsen, fá heimsókn, gengur ekki sem skyldi

Handknattleiksliðið Phoenix Sports Club, sem varð meistari í karlaflokki á Möltu hefur auglýst í Danmörku eftir handknattleiksfólki, bæði konum og körlum, til þess að leika með liðinu. Félagið segist geta boðið góða aðstöðu, samning til eins eða tveggja ára...

Stefnir ótrauð á að mæta til leiks eftir fæðingarorlof

Á dögunum var sagt frá því að ÍR hafi samið við Sif Hallgrímsdóttur markvörð fyrir næstu leiktíð í Olísdeildinni. Fyrir eru hjá ÍR markverðirnir Ingunn María Brynjarsdóttir og Hildur Øder Einarsdóttir.Ingunn María hyggur á námsdvöl í Danmörku frá hausti...
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínunni strax í fyrstu umferð

Dregið hefur verið í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Leikirnir eiga að fara fram 16. og 17. ágúst. Í pottinum voru nöfn 12 liða úr 3. deild og tíu liða sem voru í 2. deild á síðustu...

Tólf lið og 22 umferðir í Grill 66-deild karla

Í fyrsta sinn um árabil verða 12 lið í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð. Af þeim er helmingur þeirra „lið tvö“ frá félögum sem eiga lið í Olísdeild og tvö til viðbótar eru venslalið frá félögum úr sömu...

Góð tvö stig – erum sátt með sigurinn

„Það sem stendur upp úr er að fyrsti sigur okkar á mótinu er í höfn þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur. Góð tvö stig og við erum sátt með sigurinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara u19...
- Auglýsing -

Baráttusigur á Litáen – úrslitaleikur á laugardag

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann baráttusigur á Litaén, 31:27, í annarri umferð B-riðils Evrópumóts kvenna í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Með sigrinum á íslenska liðið áfram von um sæti...

Molakaffi: Karabatic, Tomovski, Lunde, Arenhart, Vyakhireva

Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic segist njóta lífsins eftir að hann lagði keppnisskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í fyrra. Hann hafði þá verið atvinnumaður í handknattleik í 24 ár. Karabatic er að margra mati besti handknattleiksmaður sögunnar. Í samtali við þýska...

Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar

Króatíski handknattleiksmarkvörðurinn Filip Ivic, sem rekinn var frá serbneska handknattleiksliðinu RK Vojvodina fyrr í vikunni eftir að hafa sótt tónleika með umdeildri króatískri hljómsveit, segist hafa farið á tónleikana til að heiðra minningu kærs vinar, Nikola Pokrivača, sem lést...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -