Framundan eru undanúrslitaleikir og úrslitaleikir Evrópumóts kvenna í handknattleik á föstudag og sunnudag en þá lýkur mótinu sem staðið hefur yfir frá 28. nóvember.
Hér fyrir neðan er leikjdagskrá síðustu leikdagana.
Undanúrslit 13. desember, Vínarborg:16.45: Ungverjaland - Noregur 22:30 (11:13)...
Ungverjar kræktu í sín fjórðu bronsverðlaun á Evrópumóti kvenna í handknattleik í dag og þau fyrstu frá 2012 þegar landslið þeirrra lagði heimsmeistara Frakka, 25:24, í æsispennandi og skemmtilegri viðureign í Vínarborg. Viktória Gyori-Lukács skoraði sigurmarkið úr hægra horni...
„Það voru tvö eða þrjú lið sem ég vildi helst sleppa við og það gekk eftir,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið mætir Ísrael í...
Aldís Ásta Heimidóttir og samherjar hennar í Skara HF unnu í dag VästeråsIrsta HF, 31:25, á heimavelli þegar keppni hófst aftur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir hlé vegna Evrópumótsins. Skara lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mun ekki mæta ísraelska landsliðinu í Ísrael þegar þau mætast í síðari viðureigninni í umspili um sæti á HM í 12. eða 13. apríl á næsta ári. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ við...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna dróst á móti landsliði Ísraels í umspilsleikjum fyrir HM kvenna. Dregið var í Vínarborg í dag og voru þetta tvö síðustu liðin sem dregin voru saman. Fyrri viðureignin á að fara fram hér á...
Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 17 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.
Klefinn.is og HSÍ og A-landslið kvenna bjóða í áhorfspartý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu...
Dregið verður til umspilsleik HM kvenna í handknattleik í lok blaðamannafundar Handknattleikssambands Evrópu sem hófst í Vínarborg í Austurríki klukkan 12.30.
Handbolti.is fylgist með í textalýsingu hér fyrir neðan hvaða þjóðir dragast saman. Fyrri umferð umspilsins verður 9. og 10....
Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann...
„Það hefur verið góður stígandi í liðinu sem ég er mjög sáttur með. Ekkert er þó ennþá í hendi. Við erum ennþá í baráttunni og tökum bara einn leik fyrir í einu,“ segir Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs Akureyri...
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...
Kapphlaup Noregsmeistara Kolstad og Elverum um efsta sæti deildarinnar hélt áfram í dag. Íslendingarnir voru atkvæðamiklir hjá Kolstad í fimm marka sigri liðsins, 36:31, á Bergen á heimavelli. Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar...
Einar Baldvin Baldvinsson markvörður og Ihor Kopyshynskyi tryggðu Aftureldingu annað stigið gegn KA í síðasta leik 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu. Einar Baldvin varði skot frá nafna sínum Einari Rafni Eiðssyni á síðustu sekúndum leiksins. Áður...
Þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt rak í kvöld danska þjálfarann Nicolej Krickau úr starfi. Óviðunandi úrslit í síðustu leikjum er sögð ástæða uppsagnarinnar en liðið tapaði í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni á útivelli, 31:29. Einnig sárnaði mörgum...
Tvö efstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki, GOG og Aalborg Håndbold, juku forskot sitt á næstu lið á eftir í dag. Aalborg lagði liðsmenn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK, 32:30, í Álaborg og GOG lagði Kristján Örn Kristjánsson,...