- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Jakob skoraði sigurmarkið og Birkir varði markið – Ótrúlegur endasprettur HK

FH situr eitt í efsta sæti Olísdeildar karla eftir sigur á Fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Jakob Martin Ásgeirsson skoraði sigurmark FH 15 sekúndum fyrir leikslok eftir mikinn endasprett FH-liðsins. FH var fjórum til fimm...

Þjóðverjar fóru létt með Úkraínuliðið

Þýska landsliðið var ekki í nokkrum vandræðum með úkraínska landsiðið í síðari viðureign kvöldsins í F-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í kvöld, 30:17. Þjóðverjar voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.Sóknarleikur úkraínska liðsins...

Yfirlýsing frá HK vegna leiks Harðar og HK 2

Í kjölfar umfjöllunar Harðar í fjölmiðlum og niðurstöðu mótanefndar HSÍ í máli Harðar og HK 2 er varðar leik liðanna sem fara átti fram á Ísafirði þriðjudaginn 26. nóvember kl. 19:30 viljum við koma eftirfarandi á framfæri til handboltahreyfingarinnar. Það...
- Auglýsing -

Ótrúlega flott en var því miður ekki nóg

„Frammistaðan var ótrúlega flott en var því miður ekki nóg. Við ætluðum okkur sigur í leiknum. Úr því að við vorum svo nálægt því þá er maður ótrúlega tapsár núna,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir sem var markahæst í íslenska...

Ógeðslega góð tilfinning sem við verðum að taka með í næstu leiki

„Tilfinningin er súrsæt í leikslok því við stóðum í þeim í svo langan tíma í leiknum. Mér fannst við vera jafngóðar og þær hollensku að þessu sinni. Það sem skildi á milli var að þær voru betri síðustu mínúturnar....

Svekkjandi úrslit – stolt af liðinu og þakklát áhorfendum

„Þetta eru mjög svekkjandi úrslit gegn einu sterkasta liði heims. Okkur leið bara mjög vel á vellinum en því miður þá voru það nokkrir stuttir kaflar í síðari hálfleik sem skildi að þegar upp er staðið,“ sagði Thea Imani...
- Auglýsing -

Tveggja marka tap – besti leikur kvennalandsliðsins frá upphafi – áfram veginn

Íslenska landsliðið tapaði naumlega fyrir hollenska landsliðinu, 27:25, í upphafsleik F-riðils Evrópumótsins í handknattleik kvenna í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var sannarlega framar vonum margra gegn einu öflugasta landsliði heims sem mátt þakka fyrir sigurinn...

Stuðningsmenn landsliðsins flykkjast til Innsbruck – myndir

Sérsveitin, stuðningsmannalið íslensku landsliðanna í handknattleik, er mætt til Innsbruck í Austurríki til þess að styðja við bakið á landsliðinu í leikjum Evrópumótsins. Reiknað er með á annað hundrað Íslendingum til Innsbruck á leikina og hafa flestir þeirra komið...

Ísland fékk sæti Hollands á EM 2012 í Serbíu

Síðast þegar íslenska landsliðið var með á Evrópumóti kvenna í handknattleik, árið 2012 í Serbíu, kom liðið inn í mótið í stað Hollendinga sem verða andstæðingar Íslands í upphafsleiknum á EM 2024 í Innsbruck. Ástæða þess að íslenska liðið...
- Auglýsing -

Eru í elítuhópi sex til sjö bestu landsliða heims

„Við þurfum að ná fram okkar besta leik á öllum sviðum,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari um fyrsta andstæðing íslenska landsliðsins, Holland, á Evrópumótinu í handknattleik. Viðureignin fer fram í dag og hefst klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck. Lykill að...

Arnar hefur valið hópinn gegn Holland – fjórar leika í fyrsta sinn á stórmóti

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 17.Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK...

Gerum meiri væntingar til okkar að þessu sinni

„Við gerum meiri væntingar til okkar á þessu móti en á HM í fyrra að sama skapi erum við í mjög sterkum riðli með meðal annars Hollendingum og Þjóðverjum,“ segir landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við handbolta.is í...
- Auglýsing -

Dagskráin: Tveir leikir í Olísdeild og þrír í Grill 66

Tveir leikir fara fram í Olísdeild karla í handknattleik, 12. umferð, í kvöld. Framarar fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í Lambhagahöllina. HK tekur á móti Stjörnunni í Kórnum. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30.FH vann Fram í fyrri viðureign liðanna...

Molakaffi: Berta, Jóhanna, Andri, Viggó, Rúnar, Elvar, Ágúst, heltist úr lestinni

Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona hafa fengið nýja þjálfara hjá félagsliði sínu, Kristianstad HK. Uffe Larsson hefur tekið við þjálfun liðsins af Bjarne Jakobsen sem var kominn á endastöð og mátti taka hatt sinn og staf...

Orri Freyr og félagar í annað sæti A-riðils

Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting frá Lissabon stukku upp í annað sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld með sigri á Hauki Þrastarsyni og liðsmönnum Dinamo Búkarest, 34:25, í Lissabon í síðasta leik 9. umferðar. Orri Freyr skoraði...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -