Fréttir

- Auglýsing -

„Ekki hægt að biðja um meira“

Hildigunnur Einarsdóttir reyndasti leikmaður Vals segir síðari úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni við BM Porriño á Hlíðarenda klukkan 15 á morgun vera einn stærsta leik sinn á löngum ferli. Ekki dragi úr eftirvæntingunni sú staðreynd að um verður að ræða síðasta...

Róbert Árni gengur til liðs við ÍR

Handknattleiksdeild ÍR hefur samið við Róbert Árna Guðmundsson til næstu tveggja ára. Róbert kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og aðstoðar Bjarna Fritzson ásamt Bjarka Stefánssyni. Hann verður einnig þjálfari 3.flokks karla og fyrirhugaðs venslaliðs félagsins sem er í...

Streymi: Kynningarfundur Vals vegna úrslitaleiks Evrópubikarkeppninnar

Valur og spænska liðið BM Porriño mætast í úrslitaleik Evrópudeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda klukkan 15 á morgun, laugardag. Jafntefli var í fyrri viðureign liðanna sem fram fór á Spáni fyrir viku, 29:29.Klukkan 11 hefst kynningafundur Vals fyrir...
- Auglýsing -

Stórleikur Donna dugði ekki gegn meisturunum

Stórleikur Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, dugði Skanderborg AGF ekki til sigurs á meisturum Aalborg Håndbold á heimavelli í gærkvöld. Donni skoraði 11 mörk í 16 skotum og gaf fimm stoðsendingar í tveggja marka tapi Skanderborg, 29:27. Donni og félagar...

Íslendingarnir mætast væntanlega í úrslitum

Íslendingaliðin og höfuðandstæðingar í portúgölskum karlahandbolta, Sporting Lissabon og FC Porto unnu örugglega fyrri viðureignir sínar í undanúrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í gær. Síðari viðureignirnar fara fram á sunnudaginn og þarf mikið að ganga á til þess að viðsnúningur verði...

Molakaffi: Ómar, Gísli, Elliði, Teitur, Guðjón, Andri, Rúnar, Viggó, Viktor

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í eins marks sigri SC Magdeburg á Gummersbach, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburg í sigrinum nauma en...
- Auglýsing -

„Gátum ekki beðið um betri byrjun“

„Við gátum ekki beðið um betri byrjun á einvíginu. Við spiluðum hrikalega vel,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram skiljanlega glaður í bragði eftir sigur liðsins á Val, 37:33, í fyrstu viðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikið var á Hlíðarenda. Næsta viðureign...

„Við vorum eiginlega bara lélegir“

„Mér fannst vanta allt vanta. Við vorum ekki nógu beittir og orkustigið ekki rétt. Við vorum eiginlega bara lélegir,“ sagði Róbert Aron Hostert hinn reyndi leikmaður Vals eftir fjögurra marka tap fyrir Fram í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn...

Framarar fóru á kostum og eru komnir með yfirhöndina

Framarar náðu yfirhöndinni í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld með frábærum leik og sigri á Val, 37:33, í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki. Þeir réðu lögum og lofum í leiknum alla síðari hálfleik lokamínúturnar...
- Auglýsing -

Aldís Ásta er sænskur meistari með Skara HF

Aldís Ásta Heimisdóttir varð í kvöld sænskur meistari í handknattleik kvenna þegar lið hennar, Skara HF, vann IK Sävehof, 31:28, í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum sem fram fór í Partille. Þetta er um leið í fyrsta skipti sem...

Annað EM í röð verður Ísland í riðli með Ungverjalandi

Íslenska landsliðið verður með Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu í F-riðli Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar á næsta ári. Dregið var síðdegis í leikhúsinu í Herning á...

Textalýsing: Dregið í riðla EM karla 2026

Hafist verður handa við að draga í riðla lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Teatersalen í Herning klukkan 17. Mótið fer fram í janúar á næsta ári í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.Dregið verður í sex fjögurra liða riðla en...
- Auglýsing -

Patrekur færir sig um set

Patrekur Jóhannesson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og landsliðsþjálfari Austurríkis og þjálfari Stjörnunnar til margra ára hefur verið ráðinn í stöðu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu og mun þar starfa með Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu...

Hedin hefur lagt árar í bát – gafst upp á auraleysi

Sænski handknattleiksþjálfarinn Robert Hedin hefur lagt árar í bát og er hættur þjálfun bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Hedin mun hafa fengið nóg af peningaleysi handknattleikssambands Bandaríkjanna. Steininn tók úr þegar ekki voru til peningar í æfingabúðir landsins sem stóðu...

Ísland í sterkum riðli á Opna EM 19 ára landsliða

Í morgun var dregið í tvo riðla Opna Evrópumóts 19 ára landsliða karla sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð frá 30. júní til 4. júlí. Íslenska landsliðið tekur þátt. Liðið var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -