Fréttir

- Auglýsing -

Sá markahæsti er farinn frá ÍBV

Portúgalski handknattleiksmaðurinn Daniel Esteves Vieira er farinn frá ÍBV eftir tveggja ára veru. Hann hefur samið við Saran Loiret Handball í Frakklandi til tveggja ára. Handkastið segir frá brottför Vieira.Viera, sem kom til ÍBV sumarið 2023 þegar Rúnar Kárason...

Molakaffi: Santos, miklar breytingar hjá PSG, Edwige, Hempel, Bardrum

Austurríski handknattleiksmaðurinn Raul Santos hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 33 ára gamall. Santos, sem fæddist í Dóminíska lýðveldinu, skaut ungum fram á sjónarsviðið sem efnilegum vinstri hornamanni. Hann lék í Þýskalandi í níu ár, frá 2013 til...

Kominn heim frá Japan en tekur sér væntanlega frí

Örvhenta skyttan Birkir Benediktsson hefur snúið heim til Íslands eftir eins árs útgerð hjá japanska liðinu Wakunaga. Birkir staðfesti heimkomu sína við Handkastið í vikunni en Handkastið kom fram á ritvöllinn á dögunum með vefsíðu og hefur farið mikinn...
- Auglýsing -

Fer frá Hlíðarenda í Skógarsel

Matthías Ingi Magnússon hefur samið við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið í yngri flokkum og ungmennaliði félagsins undanfarin ár.Matthías, sem er fæddur árið 2006, er fjölhæfur vinstri hornamaður...

Metsala ársmiða hjá Gummersbach – uppselt á 30 síðustu heimaleiki

Áhuginn og stemningin í kringum þýska liðið VfL Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og landsliðsmennirnir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson leika með, heldur áfram að aukast. Félagið hefur aldrei selt fleiri ársmiða fyrir næsta keppnistímabil og...

Molakaffi: Margir vegalausir, Klujber, Lommel

Nokkrir traustir handknattleiksmenn eru án samnings þótt komið sé fram á sumar og skammt þangað til flest lið í stærri deildum Evrópu hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Meðal leikmanna sem eru samningslausir má nefna Julius Kühn fyrrverandi landsliðsmann Þýskalands...
- Auglýsing -

Dagur Árni bestur á Opna EM – Jens og Bessi í úrvalsliðinu

Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðsins í handknattleik karla var valinn mikilvægasti leikmaður Opna Evrópumótsins í handknattleik í mótslok í kvöld.Auk Dags Árna voru tveir leikmenn úr íslenska liðinu í úrvalsliði mótsins, Jens Sigurðarson markvörður og Bessi...

Töpuðu úrslitaleiknum með minnsta mun

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði með minnsta mun, 31:30, fyrir Spáni í úrslitaleik Opna Evrópumótsins í Scandinavium-íþróttahöllinni í Gautaborg í kvöld.Íslenska liðið skoraði tvö síðustu mörk leiksins, vantaði herslumun upp...

Höfuðhögg heldur Stefáni Magna ennþá frá keppni

Hægri hornamaður Aftureldingar, Stefán Magni Hjartarson, hefur alls ekki náð fullri heilsu eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í fjórðu og næst síðustu viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar í vor. Stefán Magni fékk heilahristing við höggið...
- Auglýsing -

Kopyshynskyi leikur á EM í sandinum í Alanya

Ihor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar slær ekki slöku við í sumarleyfinu. Hann verður á meðal leikmanna úkraínska landsliðsins sem tekur þátt í Evrópumótinu í sandhandbolta sem hefst í Alanya í Tyrklandi 8. júlí.Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem...

Vistaskipti Janusar Daða eru hátt metin

Félagaskipti Janusar Daða Smársonar til ungversku bikarmeistaranna Pick Szeged fyrir síðasta keppnistímabil eru metin þriðju bestu félagaskipti leiktíðarinnar í árlegu uppgjöri Handball-Planet sem birt var í gær. Þar er lagt mat á 15 bestu félagaskipti leiktíðarinnar eftir að rýnt...

Molakaffi: Kronborg, Kulesh, tafir, ekki fjölgað, með báða meistarana

Henrik Kronborg aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik tók um mánaðamótin við starfi aðstoðarþjálfara danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Kronborg heldur áfram störfum hjá danska handknattleikssambandinu eins og hann hefur gert árum saman. Hvít-rússneski handknattleiksmaðurinn Uladzislau Kulesh hefur samið við MT Melsungen...
- Auglýsing -

Hlakka til að ná fram hefndum gegn Spánverjum

„Fyrsta markmiðinu er náð að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðs karla í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að landsliðið tryggði sér sæti í úrslitum Opna Evrópumótsins með sigri á...

Þetta var gríðarsterkt hjá strákunum

„Þetta var gríðarsterkt hjá strákunum. Það er alvöru að vinna Króatana. Þeir eru með hörkulið sem hefur allt,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í kvöld eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í...

Ísland leikur til úrslita á Opna EM í Gautaborg

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, leikur til úrslita á Opna Evrópumótinu gegn Spánverjum á morgun. Íslensku piltarnir unnu Króata í undanúrslitum í kvöld, 32:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -