Þýskaland leikur í dag í fjórða sinn um verðlaun og í annað skiptið til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir að ríkin voru sameinuð árið 1990. Frá 1945, formlega frá 1949 til 1990, voru þýsku ríkin tvö.
Átta verðlaun...
Danska meistaraliðið Odense Håndbold hefur staðfest að hafa gert tveggja ára samning við rússnesku handknattleikskonuna Anna Vyakhireva. Hún kemur til Danmerkur næsta sumar. Samningurinn er til tveggja ára. Vyakhireva er að margra mati besta örvhenta handknattleikskona heims. Hún leikur...
Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og liðsfélagar í HC Erlangen lögðu Leipzig, 30:26, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Báðir voru þeir leikmenn Leipzig á síðasta keppnistímabili. Viggó kvaddi Leipzig í upphafi ársins en Andri...
Bjarki Már Elísson átti stórleik og skoraði 11 mörk þegar One Veszprém vann Balatonfüredi KSE, 47:25, í ungversku úrvaldeildinni í handknattleik í dag. Bjarki Már lék við hvern sinn fingur í leiknum og yfirburðir One Veszprém voru miklir. Liðið...
„Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik er eitthvað sem ég vona að gerist aldrei aftur hjá liði undir minni stjórn,“ sagði Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs í viðtali við Sjónvarp Símans/Handboltapassann eftir 15 marka tap liðsins fyrir...
Haukar unnu sannkallaðan stórsigur á KA/Þór í Kuehne+Nagel-höllinni á Ásvöllum í dag, 35:20, og fóru upp í 5. sæti Olísdeildar með níu stig. Haukar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar svo virtist sem það væri aðeins eitt...
Fram vann ÍR öðru sinni á keppnistímabilinu í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag, 30:27, í Skógarseli. Um leið var þetta fyrsta tap ÍR-inga í deildinni síðan lið þeirra tapaði fyrir Fram í Lambhagahöllinni 4. október, 32:30. Staðan var...
Eftir afar erfiða byrjun þá tókst Íslandsmeisturum Vals að snúa leiknum sér í hag gegn Stjörnunni á heimavelli og vinna með 10 marka mun, 32:22, í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valur situr þar með áfram í...
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag þegar Barcelona vann BM. Guadalajara, 40:20, í 13. umferð efstu deildar spænska handknattleiksins á heimavelli. Viktor Gísli lék um tvo þriðju leiktímans í markinu og varði 16 skot, 55%.
Filip Saric varði 6...
Handknattleikur fær venjulega ekki mikla athygli í hollenskum fjölmiðlum, en síðustu daga hefur verið þar undantekning á. Eftir frábæra frammistöðu hollenska landsliðsins á HM hefur umfjöllun í öllum fréttamiðlum aukist verulega, eftir því sem segir í frétt TV2 í...
Sökum anna verður Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki viðstaddur úrslitaleiki heimsmeistaramóts kvenna. Hann er störfum hlaðinn upp fyrir haus við undirbúning þings IHF sem hefst á föstudaginn í Kaíró. Moustafa, sem er 81 árs, sækist eftir endurkjöri...
Arnar Birkir Hálfdánsson var hetja Amo HK í gærkvöld þegar hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins er það krækti í jafntefli, 32:32, á heimavelli í viðureign við IF Hallby HK. Arnar Birkir skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til...
Segja má að stórmeistarajafntefli hafi orðið í viðureign tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla, Gróttu og Víkings, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 30:30. Halldór Ingi Óskarsson skoraði jöfnunarmark Víkings þegar rúm mínúta var til leiksloka en það var...
Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, HK, tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni í kvöld er leikmenn Gróttu sóttu liðið heim í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik var Gróttuliðið sterkara og tryggði sér tveggja marka sigur, 25:23,...
Noregur leikur til úrslita við Þýskaland á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Norska landsliðið vann afar öruggan sigur á hollenska landsliðinu í síðari úrslitaleik mótsins í Rotterdam í kvöld, 35:25. Þetta var áttundi sigur norska landsliðsins á mótinu...