- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Stjörnurnar sneru aftur í æsispennandi jafntefli Færeyja

Elias Ellefsen á Skipagøtu og Óli Mittún, stærstu stjörnur Færeyja, hristu báðir af sér meiðsli og léku frábærlega fyrir liðið þegar það gerði jafntefli við Sviss, 28:28, í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...

Heimsmeistararnir fóru hamförum

Heimsmeistarar Danmerkur hófu keppni í B-riðli Evrópumóts karla með stórsigri á Norður-Makedóníu, 36:24, í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Danmörk mætir næst Rúmeníu á sunnudag. Danir voru fimm mörkum yfir, 17:12, í hálfleik, og hertu einungis tökin...

Grill 66 kvenna: Öruggt hjá HK og Gróttu

HK hélt sínu striki á toppi Grill 66 deildarinnar í handknattleik kvenna með öruggum 31:26 sigri á FH í Kórnum í 13. umferð deildarinnar í kvöld. HK er í efsta sæti með 24 stig og FH er í fimmta sæti...
- Auglýsing -

Andri Már er 85. EM-leikmaður Íslands

Andri Már Rúnarsson lék í kvöld sinn fyrsta landsleik á Evrópumótinu í handknattleik karla. Hann varð um leið 85. Íslendingurinn sem tekur þátt í lokakeppni EM fyrir Íslands hönd frá því að landsliðið tók fyrst þátt í EM 2000...

Lærisveinar Arons unnu með 34 mörkum

Kúveit, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann einstaklega öruggan 46:12 sigur á Indlandi í fyrstu umferð forkeppni HM 2026 á Asíumótinu í Kúveit í gær. Kúveit er í C-riðli og mætir næst Hong Kong á morgun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einnig...

Mjög ánægður með strákana

„Leikplanið gekk upp og við spiluðum mjög góðan leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla glaður í bragði eftir 13 marka sigur á Ítalíu, 39:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Kristianstad Arena í...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Gleðin við völd í stórsigri Íslands

Leik Íslands og Ítalíu í F-riðli Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld lauk með 39:26 stórsigri Íslands. Um fyrsta leik liðanna á mótinu var að ræða og var kátt á hjalla hjá leikmönnum og þeim 3.000 Íslendingum sem lögðu leið...

„Þeir eru óvenjulegir og óþægilegir“

„Mér fannst við spila eins og við vorum búnir að hugsa þetta,“ sagði Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir öruggan 13 marka sigur á Ítalíu í fyrstu umferð F-riðils EM 2026 í Kristianstad Arena í kvöld. „Þetta byrjaði aðeins...

Stórbrotinn sigur vængbrotinna Slóvena

Slóvenía vann ótrúlegan sigur á Svartfjallalandi, 41:40, í fyrstu umferð D-riðils Evrópumóts karla í Unity Arena í Bærum í Noregi í kvöld. Aldrei hafa jafn mörg mörk, 81, verið skoruð í einum leik á EM. Óheppnin hefur elt Slóvena á...
- Auglýsing -

Ísland tók Ítalíu í kennslustund

Ísland vann öruggan sigur á Ítalíu, 39:26, þegar liðin hófu leik í F-riðli Evrópumótsins í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Ísland mætir næst Póllandi í annarri umferð F-riðils klukkan 17 á sunnudag. Ísland var níu...

Tilkynnti áframhaldandi dvöl í Kristianstad á stuðningsmannasvæðinu

Einar Bragi Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við IFK Kristianstad sem gildir út næsta tímabil, til sumarsins 2027. Einar Bragi tilkynnti sjálfur um framlenginguna á sviði á „fan-zonei“ (innsk. samkomusvæði stuðningsmanna) í Kristianstad Arena þar sem Íslendingar hituðu...

Myndasyrpa: 3.000 Íslendingar skemmta sér í Kristianstad

Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim 3.000 íslensku stuðningsmönnum sem eru mættir til Kristianstad í Svíþjóð til að fylgja íslenska karlalandsliðinu í handknattleik eftir á Evrópumótinu. Ísland hefur leik gegn Ítalíu í F-riðli klukkan 17 í dag og hituðu stuðningsmenn upp...
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn er veikur – Andri Már leikur sinn fyrsta EM-leik

Einar Þorsteinn Ólafsson verður vegna veikinda utan leikmannahóps landsliðsins þegar íslenska landsliðið mætir Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Kristianstad Arena klukkan 17. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari var að tilkynna hvaða 16 leikmenn hann teflir fram...

Hafa ekki tapað upphafsleik EM í 14 ár

Íslenska landsliðið hefur ekki tapað upphafsleik sínum á Evrópumóti karla í 14 ár, eða frá tapinu fyrir Króatíu, 31:29, í Vrasc í Serbíu 2012. Síðast vann íslenska landsliðið fyrsta leik sinn á EM 2022 gegn Portúgal, 28:24. Jafntefli varð...

Dagur er kominn til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Dagur Gautason skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið. Hann er annar stóri liðaukinn sem KA fær í EM-hléinu því skömmu fyrir jól gekk Ágúst Elí Björgvinsson markvörður til...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -