Elvar Örn Jónsson og liðsfélagar í MT Melsungen færðust á ný upp að hlið Füchse Berlín í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í gær með öruggum sigri á HC Erlangen sem Viggó Kristjánsson leikur með, 31:25. Leikið var á...
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum og skoraði níu mörk í tíu skotum í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen, 32:22, í þriðja sigri liðsins á HSC Suhr Aarau í undanúrslitum úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í gær. Kadetten er...
Lið íslensku landsliðskvennanna þriggja unnu leiki sína í úrslitakeppni þýsku 1. deildarinnar í handknattleik síðdegis í dag. Blomberg-Lippe með Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttir innanborðs er komið í undanúrslit eftir annan sigur á Oldenburg, 29:26 meðan Sandra Erlingsdóttir...
„Við mættum bara klárar til leiks og byrjuðum af krafti strax. Liðsheildin var frábær,“ sagði Inga Dís Jóhannsdóttir leikmaður Hauka sem eðlilega var í sjöunda himni eftir stórsigur á Fram í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Úlfarsárdal síðdegis, 30:18.„Það munar...
„Við mættum ekki nógu vel stemmdar og vorum í erfiðleikum,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram eftir 12 marka tap fyrir Haukum í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni síðdegis, 30:18.„Berglind var ekki með...
Framarar biðu afhroð í fyrstu viðureign sinni við bikarmeistara Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni síðdegis. Segja má að lengst af hafi ekki staðið steinn yfir steini hjá Framliðinu sem var að leika sinn fyrsta kappleik...
Afturelding jafnaði metin í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri á Stjörnunni, 28:22, í annarri viðureign liðanna að Varmá í Mosfellsbæ. Staðan var jöfn í hálfleik. Næsti leikur liðanna fer fram í Hekluhöllinni í Garðabæ á...
„Þetta var auðveldara en við áttum von á,“ sagði Sigríður Hauksdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals við handbolta.is eftir 21 marks sigur Vals, 33:12, á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í dag. Valur...
Valur vann stórsigur á ÍR, 33:12, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Staðan var 20:3 í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á þriðjudagskvöld.Valur hóf leikinn af fullum...
Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka í uppeldisfélag sitt, Selfoss, eftir nokkurra ára veru hjá Stjörnunni og nú síðast með Víkingi. Hún hefur skrifað þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Ungmennfélagsins Selfoss og mætir galvösk til leiks...
Opnað hefur verið fyrir miðasölu á landsleik Íslands og Georgíu í síðustu umferð undankeppni EM karla 2026 sem fram fer í Laugardalshöll laugardaginn 11. maí klukkan 16. Uppselt hefur verið á síðustu heimaleiki karlalandsliðsins í handknattleik. Þess vegna er...
Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í dag auk þess sem Afturelding og Stjarnan halda áfram kapphlaupi sínu um sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.Deildarmeistarar Vals taka á móti ÍR á Hlíðarenda klukkan 14 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum....
Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, leikur í fyrsta sinn í sögu sinni til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Skara vann Skuru í þremur leikjum í undanúrslitum, í síðasta sinn í gær, 22:18 á heimavelli. Yfirburðir...
Dagur Gautason lék annan hálfleikinn með Montpellier í sjö marka sigri á heimavelli á Chartres, 37:30, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Dagur skoraði fjögur mörk í fimm skotum. Montpellier heldur áfram að dansa á milli annars...
„Í seinni hálfleik fannst mér við vera klókir og fínir eins og í fyrsta leiknum við Aftureldingu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir nauman sigur á Aftureldingu, 30:29, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik...