Norsku meistararnir Kolstad töpuðu óvænt á heimavelli fyrir Nærbø með sex marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar síðdegis í dag, 38:32, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 19:17. Úrslitin eru afar athyglisverð...
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Volda vann Haslum, 28:25, á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í dag.Volda var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, og stendur...
Jafntefli varð í sannkölluðum Íslendingaslag í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld þegar Magdeburg og One Veszprém skildu jöfn, 26:26, í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Magdeburg. Aron Pálmarsson jafnaði metin fyrir Veszprém, 26:26,...
Fyrsti úrslitaleikur umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Aftureldingu í Hekluhöllinni í Garðabæ. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Stjarnan, sem lék í Olísdeildinni í vetur, lagði Víking í tveimur viðureignum í...
Dagur Gautason og liðsfélagar í Montpellier standa vel að vígi eftir eins marks sigur á FC Porto, 30:29, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Porto. Síðari viðureignin fer...
ÍR tryggði sér sæti í undanúrslit Olísdeildar kvenna í kvöld með sigri á Selfossi, 28:27, í framlengdum háspennuleik í Sethöllinni á Selfossi. ÍR mætir Val í undanúrslitum og stendur til að fyrsti leikurinn fari fram á laugardaginn á Hlíðarenda....
Afturelding jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu við Val í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld. Lokatölur, 31:23, eftir að staðan var 16:10 Mosfellingum í vil í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður á Hlíðarenda á föstudagskvöld klukkan 19.30....
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna og karla halda áfram í kvöld. Sjóða mun á keipum í Sethöllinni þar sem Selfoss og ÍR mætast í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Að Varmá eigast...
Elvar Örn Jónsson og liðsfélagar í MT Melsungen unnu baráttusigur á Bidasoa Irún, 28:27, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik í Kassel í Þýskalandi í kvöld. Elvar Örn skoraði fimm mörk og var...
Stórleikur verður í Sethöllinni á Selfossi í kvöld þegar Selfoss og ÍR mætast í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Liðin tvö er jöfn að styrkleika og höfnuðu í fjórða og...
Danski dómarinn, Jesper Madsen, sem féll í yfirlið í kappleikjum í lok febrúar og aftur í byrjun mars, hefur fengið greiningu á því hvað hrjáir hann. Um er að ræða svokallað steinaflakk í eyrum sem m.a. veldur svima. Hann...
Leikmenn Selfoss létu níu marka tap fyrir Gróttu í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik á síðasta fimmtudag ekki slá sig út af laginu. Þvert á móti þá mættu Selfyssingar tvíefldir til leiks í Sethöllina...
Íslandsmeistarar síðasta árs, FH, eru komnir í erfiða stöðu í undanúrslitarimmunni við Fram eftir annað tap í kvöld, 22:19, í viðureign liðanna í Lambhagahöllinni. Fram getur sópað FH út á fimmtudagskvöldið, að kveldi fyrsta sumardags, í Kaplakrika takist FH-ingum...
Úrslitakeppni Olísdeildar karla, undanúrslit, halda áfram í kvöld þegar Fram og FH mætast í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal kl. 19.30. Á sama tíma leiða Selfoss og Grótta saman kappa sína í Sethöllinni á Selfossi í öðrum úrslitaleik liðanna í...
Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélagar í svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen unnu nauman sigur á HSC Suhr Aarau í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í A-deildinni í dag, 34:32, eftir framlengingu. HSC Suhr Aarau, sem hafnaði í fimmta sæti...