Hörður færðist á ný upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deild karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið lagði Vængi Júpiters, 32:25, í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Hörður hefur þar með 18 stig að loknum 11 leikjum...
Ekkert verður af því að leikmenn Þórs frá Akureyri komi í bæinn á laugardaginn og leiki við ungmenalið Hauka í Grill66-deild karla. Smit mun vera komið upp í herbúðum Hauka og hefur viðureigninni verið frestað af þeim sökum, eftir...
Handknattleikslið Þórs á Akureyri hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin sem framundan eru þegar keppni hefst á nýjan leik í Grill66-deild karla á næstu dögum. Samið hefur verið við Króatann Josip Kezic.
Kezic er 31 árs gamall. Hann semur við Þór...
Ungmennalið Selfoss og Hauka buðu upp á markaveislu í Sethöllinni í kvöld þegar þau mættust í Grill66-deild karla í handknattleik. Alls voru skoruð 79 mörk í leiknum og þar af skoruðu gestirnir úr Haukum 40 af mörkunum. Selfossliðið varð...
Fyrsti leikur ársins í Grill66-deild karla fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi þegar ungmennalið Selfoss og Hauka eigast við. Leikurinn átti að fara fram snemma vetrar en var þá frestað vegna veirunnar sem enn er allt um...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíóið sitt í kvöld og tóku upp tuttugusta og fjórða þátt vetrarins. Þátturinn var í umsjón Jóa Lange og Arnars Gunnarssonar.
Að þessu sinni var þátturinn tileinkaður Grill66 deild karla og fengu...
Þórsarar á Akureyri hafa innan sinna raða markahæsta leikmann Grill66-deildar karla í handknattleik um þessar mundir þegar hlé hefur verið gert á keppni vegna jóla- og áramótleyfa. Arnór Þorri Þorsteinsson hefur skorað 60 mörk í 10 leikjum deildarinnar til...
Leik ungmennaliðs Hauka og Kórdrengja í Grill66-deild karla sem fram átti að fara annað kvöld á Ásvöllum hefur verið frestað fram á nýtt ár. Viðureignin átti að vera sú síðasta í deildarkeppni meistaraflokks á Íslandsmótinu í handknattleik á þessu...
Kórdrengir höfðu í dag sætaskipti við ungmennalið Vals og fóru upp í áttunda sæti Grill66-deildar karla í handknattleik er þeir unnu lið Berserkja í uppgjöri nýliðanna í deildinni, 25:19, í Digranesi.
Þetta var þriðji sigur Kórdrengja í deildinni á...
Tryggvi Garðar Jónsson skoraði 12 mörk fyrir ungmennalið Vals í gær þegar það lagði Vængi Júpíters í síðasta leik beggja liða í Grill66-deild karla á þessu ári, 39:26. Leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var 10 mörkum yfir...
Eftir sigur ÍR-ingar á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deild karla í handknattleik beið leikmanna ÍR óvænt uppákoma er þeir komu inn í klefanna eftir sigurleik.
Stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson var mættur til að keyra upp fjörið hjá toppliði Grill66-deildarinnar. Herbert tók...
Fjölnismenn eru komnir upp í annað sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að hafa lagt ungmennalið Hauka, 29:26, í Dalhúsum í kvöld. Fjölnir var yfir, 15:11, eftir 30 mínútur.
Fjölnir er kominn upp að hlið Harðar með 16 stig eftir...
ÍR-ingar nýttu tækifærið í dag, þegar Hörður tapaði, og tylltu sér einir í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik hvar þeir munu sitja yfir hátíðirnar. ÍR lagði ungmennalið Aftureldingar með 11 marka mun, 36:25, að Varmá. Breiðhyltingar voru með...
Þór Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði efsta lið Grill66-deildar karla, Hörð, með eins marks mun, 31:30, í viðureign liðanna í Höllinni á Akueyri í dag. Þetta var annað eins marks tap Harðar í röð í deildinni og...
Stevce Alusovski þjálfari Þórs á Akureyri hafði í hótunum við dómara leiks Þórs og ungmennaliðs Vals í Grill66-deild karla í handknattleik á síðasta laugardagin. Svo segir í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í kvöld.
Af þeim sökum var...