Grill 66-kvenna

- Auglýsing -

Ekkert hik á KA/Þór – öruggur sigur í suðurferð

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, KA/Þór, hóf árið í kvöld eins og það lauk leikárinu í deildinni í nóvember á sigri. Leikmenn KA/Þórs lögðu land undir fót í dag og léku við Fram2 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal...

Tinna Valgerður gengur til liðs við KA/Þór

Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur gengið til liðs við efsta lið Grill 66-deildarinnar, KA/Þór. Félagaskipti hennar gengu í gegn í morgun og skráð á félagaskiptavef HSÍ. Um er að ræða lánasamning út keppnistímabilið en Tinna Valgerður er félagsbundin Gróttu....

Dagskráin: Efsta liðið mætir í Úlfarsárdal

Einn leikur fer fram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Efsta lið deildarinnar, KA/Þór, sækir Fram2 heim í Lambhagahöllina. Áformað er að flautað verði til leiks klukkan 18.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 9. umferð deildarinnar sem...
- Auglýsing -

HK, Afturelding, Víkingur og Valur2 hófu árið á sigrum

Liðin í öðru og þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna, HK og Afturelding, unnu leiki sína í dag þegar keppnin hófst á ný eftir margra vikna hlé. HK lagði Fjölni, 31:23, í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og hefur 13 stig níu...

Dagskráin: Leikur í Eyjum og Grill 66-deild kvenna hefst

Íslandsmótið í handknattleik er komið á fulla ferð í upphafi ársins. Í gær fóru fram þrír leikir í Olísdeild kvenna. Áfram verður haldið við kappleiki í deildinni í dag þegar ÍR-ingar mæta til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.Einnig taka...

Sigurjón Friðbjörn kemur til starfa hjá FH í ársbyrjun

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur verið ráðinn afreksþjálfari elstu kvennaflokka handknattleiksdeildar FH. Hann tekur til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Sigurjón lét af störfum sem þjálfari meistaraflokksliðs Gróttu í byrjun nóvember.Hlutverk Sigurjóns verður að efla starf elstu flokka kvennaboltans enn...
- Auglýsing -

Inga Dís tryggði Haukum annað stigið á lokasekúndum

Inga Dís Jóhannsdóttir tryggði Haukum2 annað stigið í heimsókn til Vals2 í Grill 66-deild kvenna á Hlíðarenda í gærkvöld. Hún skoraði markið á allra síðustu sekúndu leiksins, 26:26.Nokkrum sekúndum áður en Inga Dís skoraði sigurmarkið hafði hún átt þrumuskot...

Víkingur vann sannfærandi sigur á HK

Víkingur vann HK, 28:26, í áttundu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Kórnum í Kópavogi í dag. Sigurinn var afar sannfærandi. Víkingsliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 12:7, Víkingum í...

22 marka sigur KA/Þórs – 14 leikmenn skoruðu

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna, KA/Þór, treysti stöðu sína á toppnum með stórsigri á Fjölni í KA-heimilinu í fyrsta leik 8. umferðar í kvöld, 37:15. KA/Þór fer þar með taplaust í kappleikjafrí sem stendur yfir fram á næsta ár....
- Auglýsing -

Tólf marka sigur Framara í síðasta leik 7. umferðar

Fram2 heldur áfram í humátt á eftir þremur efstu liðum Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Í gær vann Fram-liðið 12 marka sigur á Haukum2 í síðasta leik 7. umferðar deildarinnar í Lambhagahöllinni, 37:25. Fram hefur þar með 10 stig...

KA/Þór og HK halda áfram að safna stigum

KA/Þór er áfram eitt efst í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar einni viðureign er ólokið í 7. umferð. KA/Þór vann Víking, 19:15, í Safamýri í dag í hörkuleik þar sem ekki var mikið skorað en þeim mun betur...

Dagskráin: Fimm leikir, tvær deildir og Evrópa

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag og aðrir tveir í Grill 66-deild kvenna. Þar á ofan leika Íslands- og bikarmeistarar Vals í Evrópubikarkeppni kvenna á heimavelli síðar í dag.Viðureignir dagsins í Olís- og Grill...
- Auglýsing -

Afturelding og Valur2 unnu örugglega

Afturelding vann Fjölni, 33:24, og Valur2 lagði Berserki, 36:15, í fyrstu leikjum 7. umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í gærkvöld. Með sigrinum í Fjölnishöllinni komst Afturelding a.m.k. tímabundið í efsta sæti deildarinnar, jafnt KA/Þór að stigum. Hvort lið...

Dagskráin: Haukar fara austur á Selfoss og tveir í Grill 66-deild kvenna

Annar leikur áttundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi þegar Haukar sækja lið Selfoss heim. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Selfossliðið lék síðast á mánudaginn gegn Fram í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins en Haukar...

KA/Þór áfram efst og ósigrað – Valur vann einnig

KA/Þór er áfram ósigrað í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Í kvöld vann KA/Þór lið FH, 29:23, í síðasta leik sjöttu umferðar. Leikið var í KA-heimilinu á Akureyri. Staðan í hálfleik var 15:9.Akureyrarliðið réði lögum og lofum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -