Tinna Mark Antonsdóttir Duffield, tengiliður mótshaldara í Kristianstad í Svíþjóð fyrir Evrópumótið í handknattleik karla, segir vel hafa gengið fyrir íslenska stuðningsmenn að verða sér úti um gistingu í bænum og í grennd við hann.
Ísland leikur í F-riðli í...
„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Flest gekk vel upp hjá okkur. Síðari hálfleikur var síðri og á tíðum féllum við full mikið niður og þá slaknaði talsvert á okkur. Ég ætla hins vegar ekki að hengja mig of mikið...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir Evrópumeisturum Frakka í síðari viðureign sinni á æfingamóti París á sunnudaginn. Frakkar unnu Austurríkismenn, 34:29, í síðari viðureign kvöldsins á mótinu. Fyrr í kvöld lagði íslenska landsliðið það slóvenska, 32:26.
Leikurinn á sunnudaginn hefst...
Tinna Mark Antonsdóttir Duffield, tengiliður mótshaldara í Kristianstad í Svíþjóð fyrir Evrópumótið í handknattleik karla, segir búið að draga ýmsan lærdóm af því þegar íslenska landsliðið spilaði síðast í bænum á HM 2023.
Ísland leikur í F-riðli í Kristianstad dagana...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann öruggan sigur á vængbrotnu landsliði Slóvena, 32:26, í vináttulandsleik í Paris La Défense Arena í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunn að sigrinum en að honum loknum var íslenska liðið átta mörkum yfir,...
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði mörg eftirminnileg mörk fyrir íslenska landsliðið á löngum ferli sínum. Hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 1879 mörk í 365 landsleikjum.
Eitt af þessum mörkum kom í leik gegn Serbíu á EM 2018 í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik og Evrópumeistara SC Magdeburg, er á meðal leikstjórnenda sem eru til sérstakrar umfjöllunar hjá sænska miðlinum Handbollskanalen.
Gísli Þorgeir er þar einn af fimm leikmönnum sem teljast til bestu leikstjórnenda sem senn...
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur úr 17 leikmönnum að spila í vináttuleik við Slóvena í handknattleik karla í Paris La Défense Arena í kvöld.
Sá eini úr 18 manna EM-hópnum sem ekki tekur þátt í leiknum er Þorsteinn Leó Gunnarsson...
„Við horfum ekkert lengra en fram á leikina þrjá í riðlakeppninni. Allir sem fylgjast með mótinu vita hvernig leiðin liggur alla leið. Hugsanlegur milliriðill er sagður hagstæður og svo framvegis. Í okkar huga nær hugsunin sem stendur ekkert lengra...
Báðir vináttuleikir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í Frakklandi verða sendir út í þráðbeinni útsendingu RÚV. Fyrri viðureignin verður gegn landsliði Slóveníu á morgun, föstudag, klukkan 17.30. Ekki verður víst fyrr en annað kvöld hvort síðari leikur íslenska landsliðsins verður...
Ekki verður búningasala á vegum Handknattleikssambands Íslands í Svíþjóð meðan íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu. Búningasalan er alveg komin í hendur verslana hér á landi. Þar af leiðandi verða stuðningsmenn landsliðsins sem vilja kaupa nýja landsliðsbúninginn að verða...
„Leikirnir í Frakklandi verða mikilvægir fyrir okkur. Í þeim viljum við fá svör við ýmsum þáttum þannig að okkur líði vel áður en EM hefst í Svíþjóð eftir rúma viku,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla spurður...
„Það hefur bara verið hrikalega gaman að taka þátt í þessu, kynnast strákunum og komast í aðeins öðruvísi bolta en maður er vanur. Hærra tempó og meiri ákefð,“ sagði markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson úr Aftureldingu sem æft hefur með...
„Ég er tengiliður og er í smá vinnu fyrir mótshaldarana. Ég er að svara þessum helstu spurningum og er búin að vera að þýða fyrir þá,“ segir Tinna Mark Antonsdóttir Duffield í samtali við handbolta.is
Tinna er sjúkraþjálfari sem er...
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg í Þýskalandi, segir markmiðið skýrt hjá íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst í næstu viku.
„Ég veit að þetta er gömul klisja og ég veit...