Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik er að hefja þátttöku á sínu 17. stórmóti með A-landsliðinu. Hann hefur verið með á öllum stórmótum landsliðsins frá og með Ólympíuleikunum 2008 þegar silfrið góða vannst.46 af 47 leikjumAlls...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom til Zagreb í dag eftir ferðalag frá Kaupamannahöfn. Leikmenn þjálfarar og starfsmenn voru komnir á hótel í miðborg Zagreb á öðrum tímanum í dag. Þegar hópurinn hafði snætt málsverð og komið sér fyrir...
„Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst frammistaðan ekki vera nægilega góð en samt var tækifæri til þess að vinna og slæmt að okkur tókst ekki að nýta þann möguleika,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í...
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með tveggja marka mun fyrir sænska landsliðinu í síðari vináttuleik liðanna í Malmö Arena í dag, 26:24, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en...
Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar í aftanverðu vinstra læri. Útlit er fyrir að hann verði því miður vikum saman frá keppni með félagsliði sínu MT...
Sveinn Jóhannsson er 25 ára gamall línu- og varnarmaður hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi. Hann var kallaður inn í íslenska landsliðið í gærkvöld vegna meiðsla Arnars Freys Arnarsson og kemur til móts við liðið í Kristiansand í Svíþjóð...
Útlit er fyrir að stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla geti ekki klæðst nýjum keppnistreyjum landsliðsins þegar heimsmeistaramótið hefst í næst viku. Þá kemur sér vel að eiga eldri treyjur þótt þær beri merki annars íþróttavöruframleiðanda. Treyjurnar hafa selst...
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur...
„Ef við horfum aðeins á úrslitin þá getum við verið sáttir við jafntefli við Svía á útivelli. Ég hefði samt viljað vinna leikinn eins og staðan var rétt fyrir leikslok en vissulega sveiflaðist leikurinn til og frá hjá okkur,“...
„Sveinn kemur til móts við okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is rétt eftir leikinn við Svía í kvöld í Kristianstad spurður út í meiðsli Arnars Freys Arnarsson línumanns sem tognaði í...
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31:31, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 16:16. Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og íslenska liðinu tókst ekki að...
„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið...
„Það hefur gengið vel eftir góðar æfingar fyrstu daga ársins. Útlitið er gott,“ segir Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik sem æft hefur af miklum móð með íslenska landsliðinu síðustu daga en framundan er þátttaka á heimsmeistaramótinu. Selfyssingurinn er...
Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ÍBV, verður í þjálfarateymi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Roland verður markvörðum íslenska landsliðsins, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, innanhandar. Eiginlegur markvarðaþjálfari hefur ekki verið með landsliðinu...
„Ég er nokkuð ánægður með síðustu daga en við eigum enn nokkuð í land með að ná okkar besta fram sem er kannski ekki óeðlilegt. Við erum nýlega komnir af stað en að sama skapi verður að vinna hratt....