- Auglýsing -
- Auglýsing -

A-landslið karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton og Jónas eru á heimleið

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Þeir eru á heimleið. Það staðfesti Anton Gylfi við handbolta.is í morgun.Fækkað var í hópi dómara eftir að riðlakeppninni lauk í...

Fjögur lið eftir í kapphlaupi um sæti í forkeppni ÓL

Fjögur landslið eru eftir í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna þegar framundan er milliriðlakeppni Evrópumótsins. Auk íslenska landsliðsins eru það landslið Austurríkis, Hollands og Portúgals. Austurríki fór áfram í milliriðil á kostnað Spánar sem þegar var komið...

Því miður þá veit ég ekki svarið

„Því miður þá hef ég ekki svarið við því af hverju allt fór úrskeiðis hjá okkur í leiknum,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir átta mark tap íslenska landsliðsins fyrir Ungverjum, 33:25, í afleitum...
- Auglýsing -

Sennilega erum við of fyrirsjáanlegir

„Það er erfitt að segja hvað kom fyrir svona skömmu eftir að leiknum er lokið. Kannski vorum við að gera þeim of auðvelt fyrir að mæta sóknarleik okkar. Sennilega erum við of fyrirsjáanlegir í sóknarleiknum. Við verðum að fara...

Stóð ekki steinn yfir steini

„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en þegar kom fram í síðari hálfleikinn var eins og það molnaði jafnt og þétt undan okkur. Það stóð bara ekki steinn yfir steini í neinum þætti leiksins. Við misstum vörnina og...

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá Evrópumóts karla í handknattleik sem stendur yfir í Þýskalandi frá 10. - 28. janúar. Dagskráin er birt daglega á meðan mótið stendur yfir og úrslit leikja uppfærð jafnóðum og þeim verður lokið auk þess...
- Auglýsing -

Ungverjar tóku Íslendinga til bæna – afleit frammistaða

Ungverjar tóku íslenska landsliðið í kennslustund fyrir fram liðlega 12 þúsund áhorfendur í síðasta leik C-riðils á Evrópumótinu í handknattleik í München í kvöld, lokatölur 33:25. Þeir réðu lögum og lofum allan síðari hálfleikinn eftir að hafa verið tveimur...

Haukur og Donni verða með í stað Óðins og Einars

Haukur Þrastarson og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, koma inn í íslenska landsliðið í kvöld fyrir leikinn við Ungverjaland á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í München í stað Óðins Þórs Ríkharðssonar og Einars Þorsteins Ólafssonar. Viðureignin við Ungverja hefst klukkan...

Ungverjar hafa alltaf reynst erfiðir á stórmótum

Það hefur nánast verið sama hvernig árað hefur hjá íslenska landsliðinu í handknattleik karla. Ungverjar hafa alltaf verið erfiður andstæðingur. Jafnvel á mótum þar sem ungverska landsliðið hefur ekki verið í allra fremstu röð hefur því tekist að setja...
- Auglýsing -

Erum að fara úrslitaleik í framhaldið á EM

„Við erum að fara að mæta frábæru liði,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign við Ungverja í kvöld í síðustu umferð C-riðils Evrópumótsins í handknattleik í München í Þýskalandi. Flautað...

Við lítum á þetta sem úrslitaleik

„Við lítum á þetta sem úrslitaleik og ætlum að klára hann,“ sagði Ómar Ingi Magnússon yfirvegaður að vanda í samtali við handbolta.is dag um væntanlega viðureign við Ungverja í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla...

Þetta hafði allt mikla þýðingu fyrir mig

„Maður fer í öll færi og reynir að skora en þetta var fyrsta markið mitt á stórmóti sem er ólýsanleg tilfinning með alla Íslendingana í höllinni. Það fór um mann frábær tilfinning sem maður mun ekki gleyma,“ sagði Stiven...
- Auglýsing -

Þið hafið verið saman á kaffihúsi

„Þið hafið verðið saman á kaffihúsi fjölmiðlamennirnir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla léttur í bragði þegar hann svaraði spurningu handbolta.is í dag hvort hann hyggðist tefla fram Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, eða Hauki Þrastarsyni í leiknum...

Þurfum og ætlum að vinna Ungverja

„Við erum að fara í úrslitaleik um að vinna riðilinn og erum sannarlega tilbúnir í hann,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik í München í dag. Framundan er...

Myndir: Gífurlegur stuðningur í Ólympíuhöllinni

Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja á áhorfendapöllunum í Ólympíuhöllinni í München í gærkvöld þegar íslenska landsliðið atti kappi við svartfellska landsliðið í annarri umferð C-riðils Evrópumótsins í handknattleik karla. Svipaður fjöldi Íslendinga var á leiknum og á föstudagskvöldið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -