A-landslið karla

- Auglýsing -

Heiður og stolt að vera fyrirliði – fékk herbergi frá árinu 1920

„Ég fékk þetta verkefni inni á leikvellinum og því fylgir mikið stolt,“ segir Elliði Snær Viðarsson sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í vináttuleikjunum við Svía á dögunum og fær það hlutverk áfram í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins...

Fá ekki æfingatíma í keppnishöllinni fyrr en á fimmtudag

Íslenska landsliðið fær ekki æfingatíma í keppnishöllinni, Zagreb Arena, fyrr en á fimmtudagsmorgun, að morgni fyrsta leikdags. Útilokað var að komast í tíma í keppnishöllinni á morgun miðvikudag, daginn fyrir leik. Yfirleitt hafa landslið fengið æfingatíma í keppnishöllinni daginn...

Var á leiðinni inn í flugvél þegar Snorri hringdi óvænt

„Ég stóð nánast út á miðri flugbraut í Kaupmannahöfn á leiðinni heim til Þrándheims þegar Snorri hringdi óvænt og sagði mér að ég yrði að koma yfir til Kristianstad. Ég fór heim, pakkaði niður og lagði af stað aftur...
- Auglýsing -

Mér líður alltaf eins og tvítugum á leiðinni á mitt fyrsta stórmót

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik er að hefja þátttöku á sínu 17. stórmóti með A-landsliðinu. Hann hefur verið með á öllum stórmótum landsliðsins frá og með Ólympíuleikunum 2008 þegar silfrið góða vannst.46 af 47 leikjumAlls...

Strákarnir okkar eru mættir til Zagreb

Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom til Zagreb í dag eftir ferðalag frá Kaupamannahöfn. Leikmenn þjálfarar og starfsmenn voru komnir á hótel í miðborg Zagreb á öðrum tímanum í dag. Þegar hópurinn hafði snætt málsverð og komið sér fyrir...

Hefði viljað og vil sjá meira blóð á tönnunum

„Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst frammistaðan ekki vera nægilega góð en samt var tækifæri til þess að vinna og slæmt að okkur tókst ekki að nýta þann möguleika,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í...
- Auglýsing -

Tveggja marka tap í Malmö – kaflaskiptur sóknarleikur

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með tveggja marka mun fyrir sænska landsliðinu í síðari vináttuleik liðanna í Malmö Arena í dag, 26:24, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en...

Arnar Freyr verður vikum saman frá keppni

Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar í aftanverðu vinstra læri. Útlit er fyrir að hann verði því miður vikum saman frá keppni með félagsliði sínu MT...

Hver er Sveinn Jóhannsson?

Sveinn Jóhannsson er 25 ára gamall línu- og varnarmaður hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi. Hann var kallaður inn í íslenska landsliðið í gærkvöld vegna meiðsla Arnars Freys Arnarsson og kemur til móts við liðið í Kristiansand í Svíþjóð...
- Auglýsing -

Gömlu treyjurnar munu koma sér vel í Zagreb

Útlit er fyrir að stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla geti ekki klæðst nýjum keppnistreyjum landsliðsins þegar heimsmeistaramótið hefst í næst viku. Þá kemur sér vel að eiga eldri treyjur þótt þær beri merki annars íþróttavöruframleiðanda. Treyjurnar hafa selst...

Fyrirliði í fyrsta sinn í 51. landsleiknum

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur...

Margir fínir kaflar en eitt og annað sem þarf að laga

„Ef við horfum aðeins á úrslitin þá getum við verið sáttir við jafntefli við Svía á útivelli. Ég hefði samt viljað vinna leikinn eins og staðan var rétt fyrir leikslok en vissulega sveiflaðist leikurinn til og frá hjá okkur,“...
- Auglýsing -

Lítur ekki vel út – Sveinn kallaður til Svíþjóðar

„Sveinn kemur til móts við okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is rétt eftir leikinn við Svía í kvöld í Kristianstad spurður út í meiðsli Arnars Freys Arnarsson línumanns sem tognaði í...

Jafntefli í Kristianstad – meiðsli Arnars áhyggjumál

Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31:31, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 16:16. Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og íslenska liðinu tókst ekki að...

Sjálfstraustið inni á gólfinu er í góðu lagi

„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -