A-landslið karla

- Auglýsing -

Okkar markmið er að vinna báða leikina við Grikki

„Ég er spenntur fyrir að leika gegn Grikklandi og sýna hvað í mér býr," segir Arnór Snær Óskarsson einn þeirra leikmanna sem valdir voru til þess að leika fyrir hönd Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM karla í Chalkida...

Stórt fyrir mig að fá að vera með

„Það var alveg geggjað þegar Snorri hringdi í mig og sagði að ég yrði með í leikjunum við Grikki,“ segir nýliðinn og markvörðurinn Ísak Steinsson í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Chalkida í Grikklandi í morgun.Ísak...

Næturferðlag frá Þrándheimi til Aþenu

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Kolstad í Noregi, var kallaður inn í íslenska landsliðið í hasti á sunnudaginn þegar ljóst var orðið að Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur ekki náð heilsu til þess að mæta til leiks með íslenska landsliðinu sem...
- Auglýsing -

Ástand klefa er bágborið – gamlar sturtur og ryðgaðar lagnir – myndir

Tasos Kampouris-keppnishöllinni í Chalkida þar sem íslenska landsliðið mætir gríska landsliðinu í undankeppni EM karla í handknattleik hefur lifað sitt fegursta skeið. Á það ekki síst við búningsklefana sem lítt hefur verið haldið við, svo ekki sé dýpra í...

Kann vel við mig í Grikklandi

„Ég kann vel við mig í Grikklandi, hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Andri Már Rúnarsson landsliðsmaður í handknattleik sposkur á svip fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Chalkida síðdegis í dag. Andri Már var valinn í landsliði fyrir...

Ekki í fyrsta sinn sem ég hleyp í skarðið

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur til leiks með íslenska landsliðinu í handknattleik eftir rúmlega árs fjarveru. Hann er þess albúinn að láta til sín taka gegn Grikkjum á miðvikudaginn í undankeppni EM, nýta tækifærið sem hann fær vegna...
- Auglýsing -

Fjórtán náðu æfingu Chalkida – þrír koma í kvöld – gömul keppnishöll

Íslenska landsliðið í handknattleik karla æfði í fyrsta sinn síðdegis í dag í Tasos Kampouris-keppnishöllinni í Chalkida, bæ um 100 km austur af Aþenu. Þar fer fyrri viðureign þjóðanna fram í undankeppni EM2026 síðdegis á miðvikudaginn.Komu á síðustu stunduTólf...

Þegar landsliðið á í hlut þá er maður alltaf klár

„Þetta bar skjótt að. Strax eftir leikinn á laugardaginn þá beið mín símtal frá Snorra. Þegar landsliðið á í hlut þá er maður alltaf klár,“ segir Björgvin Páll Gústavsson hinn reyndi markvörður landsliðsins og Vals sem kallaður var inn...

Eina sem skiptir er að vinna leikinn

„Það stóð alltaf til að kalla inn sautjánda manninn. Ég var þá að horfa til Gísla Þorgeirs en vonin var alltaf veik um að hann gæti verið með og sú varð raunin. Benedikt var þar með valinn í staðinn,“...
- Auglýsing -

Sautjándi leikmaðurinn valinn til Grikklandsfarar

Benedikt Gunnar Óskarsson bætist við íslenska landsliðshópinn sem mætir Grikkjum í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Chalkida á miðvikudagskvöld. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við handbolta.is þegar hann valdi hópinn fyrir leikina við Grikki að hann...

Viktor Gísli verður ekki með í Grikklandi – Björgvin Páll kallaður út

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður varð í gær að draga sig út úr íslenska landsliðinu í handknattleik sem mætir Grikkjum ytra á miðvikudaginn í undankeppni EM karla 2026. Björgvin Páll Gústavsson, hinn reyndi markvörður Vals, var í gærkvöld kallaður inn...

Miðasala er hafin á heimaleikinn við Grikki

Miðasala er hafin á viðureign Íslands og Grikklands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleiks sem fram fer í Laugardalshöll laugardaginn 15. mars klukkan 16.Ísland - Grikkland - miðasala - smellið hér.Rétt er að tryggja sér aðgöngumiða í tíma vegna...
- Auglýsing -

Ástandið hefur aldrei verið verra

„Ástandið hefur aldrei verið verra síðan ég tók við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari um fjölda þeirra landsliðsmanna sem eru á, eða hafa verið á, sjúkralista síðustu vikurnar.Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon,...

Vonandi nýta menn tækifæri sín svo ég fái meiri hausverk næst

„Það kostaði nokkurt bras að koma þessum hóp á blað og veruleg óvissa ríkt um nokkra leikmenn. Nýliðin helgi var ofan á annað ekki góð fyrir mig sem landsliðsþjálfara vegna meiðsla á mínum mönnum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...

Reiknar með að fjölga Grikklandsförunum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari reiknar með að velja einn til tvo leikmenn til viðbótar í landsliðshópinn áður en landsliðið kemur saman í Grikklandi eftir viku. Hann valdi 16 leikmenn í dag.„Það þarf ekki að koma á óvart þótt ég...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -