Tveir nýliðar eru í landliðshópi kvenna sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið til undirbúnings og þátttöku í vináttulandsleik við Dani í Frederikshavn á norður Jótlandi 20. september. Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, og Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum, eru nýliðar. Einnig...
„Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Arnari og leikmönnum kvennalandsliðsins,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson handknattleiksþjálfari við handbolta.is. Fyrir helgina var tilkynnt að Óskar verði aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins á komandi leiktíð.„Fyrir dyrum standa talsverðar breytingar á landsliðshópnum. Nokkrir...
Síðasti leikur kvennalandsliðsins fyrir átökin á heimsmeistaramótinu í handknattleik, sem hefst í Þýskalandi og Hollandi 26. nóvember, verður gegn færeyska landsliðinu laugardaginn 22. nóvember í þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir.Færeyska handknattleikssambandið segir frá þessu og bætir við að um verði...
Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik. Hann tekur við af Ágústi Þór Jóhannssyni sem starfað hefur með Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara undanfarin ár en lét af störfum í vor.Áfram með A-landsliði karlaÓskar Bjarni er vel kunnugur...
Miðasala á leiki íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna í C-riðli heimsmeistaramótsins er hafin. Leikirnir fara fram í Stuttgart og verða gegn landsliðum Úrúgvæ, Serbíu og Þýskalands, 26., 28. og 30. nóvember.Miðasala fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk en einnig...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og í byrjun desember. Hún tilkynnti á Instagram í dag að hún væri ólétt og að framundan væri að hefjast nýr...
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, ein reyndasta landsliðkona Íslands í handknattleik og leikmaður Hauka, hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í landsliðið. Rut Arnfjörð staðfestir ætlan sína við mbl.is í dag.Rut Arnfjörð er á 35 aldursári. Hún á...
Kvennalandsliðið í handknattleik hefur undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið með stórleik laugardaginn 20. september þegar danska landsliðið verður sótt heim Arena Nord í Frederikshavn. Danska landsliðið hefur um árabil verið eitt fremsta landslið heims og lék m.a. við norska landsliðið...
Íslenska landsliðið leikur í C-riðli í Porsche Arena í Stuttgart í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í lok nóvember. Dregið var í dag í Hertogenbosch í Hollandi og verða mótherjar íslenska landsliðsins þýska landsliðið, serbneska landsliðið og landslið Úrúgvæ sem var...
Hafist verður handa við að draga í riðla heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch (Den Bosch) í Hollandi klukkan 16. Ísland verður á meðal þátttökuliða á HM sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14....
Dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch (Den Bosch) í Hollandi klukkan 16 í dag. Nafn Íslands verður á meðal 32 þjóða sem dregið verður úr skálunum fjórum. Heimsmeistaramótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi...
Dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch í Hollandi fimmtudaginn 22. maí. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og tekur sæti í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Það þýðir að liðið mun dragast á móti einu...
Eftir að undankeppni Evrópuhluta umspils heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik lauk í gær hafa landslið frá 31 þjóðum tryggt sér keppnisrétt á mótinu sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Alls taka 32 landslið...
Leikið verður í umspili fyrir HM kvenna frá miðvikudeginum 9. apríl fram til sunnudagsins 13. apríl. Tuttugu og tvö landslið börðust um 11 sæti á HM sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14....
Hvorki Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, né Handknattleikssamband Evrópu, EHF, láta þess getið í fréttum af leikjum Íslands og Ísraels, sem fram fóru í vikunni að viðureignirnar hafi farið fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum. Vitað er að HSÍ var í...