A-landslið kvenna

- Auglýsing -

Tvær breytingar gerðar fyrir síðari leikinn

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ísrael í kvöld frá fyrri leiknum í gærkvöld.Alexandra og Inga DísAlexandra Líf Arnarsdóttir úr Haukum hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Elísu Elíasdóttur...

Alfa skoraði sín fyrstu mörk fyrir landsliðið

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær í stórsigri íslenska landsliðsins á ísraelska landsliðinu í gærkvöld í fyrri umspilsleiknum um sæti á heimsmeistaramótinu, 39:27.Alfa Brá lét sér ekki nægja að skora eitt mark heldur þrjú á...

Elísa tognaði á ökkla – óvíst hvort meiðslin eru alvarleg

Landsliðskonan öfluga Elísa Elíasdóttir meiddist á hægri ökkla á síðustu mínútu sigurleiks Íslands á Ísrael í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld, 39:27. Í hraðaupphlaupi rakst Elísa, sem ekki var með boltann, utan í eina af...
- Auglýsing -

„Ég átti von á hverju sem er“

„Ég er heilt yfir sáttur með leikinn. Ég er ánægður með hvernig stelpurnar kláruðu þetta verkefni eftir mjög sérstaka daga. Ég átti þess vegna von á hverju sem er. Það er karakter í þeim,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna...

„Ég er stolt af liðinu“

„Fyrri hálfleikur var mjög góður og lagði grunninn að sigrinum. Fagleg frammistaða,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að það vann ísraelska landsliðið, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili HM kvenna í kvöld.„Næst á dagskrá er að...

Stórsigur við sérstæðar aðstæður

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann ísraelska landsliðið örugglega, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili heimsmeistaramótsins í kvöld. Staðan í hálfleik var 20:10. Eftir leiknum í kvöld að dæma þá á íslenska landsliðið greiða leið áfram á heimsmeistaramótið....
- Auglýsing -

Síðast vann Ísland með samanlagt 17 marka mun

Fyrri viðureign íslenska landsliðsins og þess ísraelska í umspili heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Síðari viðureignin verður háð annað kvöld. Samanlagður sigurvegari leikjanna öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Holland og Þýskalandi 26. nóvember...

Perla Ruth dregur sig út úr landsliðinu – á von á barni

Perla Ruth Albertsdóttir leikmaður Selfoss hefur dregið sig úr landsliðinu í handknattleik sem mætir Ísrael í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið á miðvikudaginn og fimmtudaginn á höfuðboegarsvæðinu. Leyfilegt verður að fylgjast með leikjunum í útsendingu RÚV2 en þeir hefjast klukkan 19.30...

Leikið verður fyrir luktum dyrum gegn Ísrael

Tilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands:Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á HM sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram dagana 9. og 10. apríl á Íslandi. Mikil vinna og...
- Auglýsing -

Þórey Anna gefur kost á sér á ný – Arnar hefur valið hópinn fyrir umspilsleikina

Þórey Anna Ásgeirsdóttir handknattleikskona úr Val kemur inn í landsliðið í handknattleik á nýjan leik eftir ríflega árs fjarveru þegar landsliðið hefur undirbúning fyrir umspilsleikina við Ísrael um sæti á HM í handknattleik í byrjun næsta mánaðar. Þórey Anna...

Töluvert verkefni sem bíður okkar, segir Arnar

„Þetta er hörkuriðill hjá okkur og töluvert verkefni sem bíður okkar,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir að dregið var í riðla í undankeppni EM kvenna í Cluj-Napoca í Rúmeníu í dag.Íslenska landsliðið...

Textalýsing: Dregið í riðla undankeppni EM 2026

Klukkan 16 verður dregið í riðla undankeppni Evrópumóts kvenna í borginni Cluj-Napoca. Ísland er ein þeirra þjóða sem tekur þátt í undankeppninni sem hefst í október.Handbolti.is fylgist með drættinum í Rúmeníu í textalýsingu hér fyrir neðan. Dregið...
- Auglýsing -

Hverjir verða andstæðingar Íslands í undankeppni EM?

Í dag verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Cluj-Napoca í Rúmeníu.Hafist verður handa við að draga klukkan 16 í dag. Bein útsending verður á ruv.is. Einnig fylgist handbolti.is með i textalýsingu.Íslenska landsliðið verður í...

Ísland í öðrum flokki eins og fyrir tveimur árum

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna 2026 í Cluj-Napoca í Rúmeníu á fimmtudaginn í næstu viku. Ísland var einnig í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppnina fyrir tveimur...

Verðum að skoða hvað veldur og hvernig hægt er að bregast við

Um tíu leikmenn kvennalandsliðsins hafa ekki geta beitt sér sem skildi í æfingabúðum landsliðsins síðustu daga. Mikið álag undanfarnar vikur og mánuði hefur tekið sinn toll. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir að skoða verði ofan í kjölinn hvað veldur. Hann...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -