„Nýting dauðafæra, tæknifeilar var það helsta,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik spurð hvað hafi fyrst og fremst farið úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu í kvöld þegar það tapaði fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í...
„Það er margt sem við gátum gert betur,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik eftir tveggja marka tap fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fystu umferð undankeppni EM kvenna í Lambhagahöllinni í kvöld.
„Í fyrri hálfleik voru mörg færi sem...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrir færeyska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld, 24:22. Þetta er fyrsta tap íslensks A-landsliðs í handknattleik fyrir Færeyingum í mótsleik. Færeyingar voru öflugri frá upphafi...
Portúgalska landsliðið sem íslenska landsliðið leikur við á sunnudaginn í undankeppni Evrópumóts kvenna tapaði með sjö marka mun fyrir Svartfellingum í hinum leik fjórða riðils undankeppninnar í dag, 29:22. Leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi. Landslið Svartfellinga er talið...
Miklar breytingar hafa orðið á kvennalandsliðinu á undanförnum mánuðum og fáum árum. Aðeins um helmingur þess hóps sem tók þátt í leikjunum við Færeyinga fyrir réttum tveimur árum og aftur í apríl fyrir hálfu öðru ári er í landsliðinu...
„Nú er loksins komið að alvöru leikjum og þeir eru prófsteinn á það hvar liðið stendur um þessar mundir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum,“ segir Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik en hún verður í eldlínunni með landsliðinu í kvöld...
Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til æfinga hjá 18 ára landsliði kvenna frá 16. til 19. október á höfuðborgarsvæðinu. Æfingarnar eru allra fyrsti liður í undirbúningi 18 ára landsliðsins fyrir þátttöku á...
Á næsta fimmtudag og á laugardaginn eftir viku leikur 20 ára landslið kvenna tvo vináttuleiki hér á landi við A-landslið Grænlands í handknattleik kvenna. Halldór Stefán Haraldsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir verða þjálfarar 20 ára landsliðsins í þessu verkefni....
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi frá 15. janúar til 1. febrúar. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í gær hvaða dómarar hafi...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026.
Harpa María Friðgeirsdóttir úr Fram og Lovísa Thompson koma inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Á...
Viðureign Íslands og Færeyja í 1. umferð undankeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer hér á landi miðvikudaginn 15. október fer fram í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal. Upphaflega stóð til að leikið yrði á Ásvöllum hvar kvennalandsliðið hefur átt vígi...
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið er stundum sagt. Ljóst er að forsvarsfólk handknattleikssambands Portúgals hefur það í huga þessa dagana því sambandið er þegar byrjað að auglýsa viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna 2026...
Uppselt á alla leikdaga í Porsche Arena í Stuttgart þar sem að landslið Íslands, Þýskalands, Úrúgvæ og Serbíu reyna með sér á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 26. til 30. nóvember. Hætt er við að þeir Íslendingar sem hafa ekki...
„Við fengum aðeins að þjást í dag og það var erfitt gegn mjög sterku liði Dana, einu því besta í heimi. En við fengum margt úr þessum leik til þess að vinna með fyrir næstu verkefni. Margt var...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði með 16 marka mun, 39:23, fyrir danska landsliðinu í vináttuleik í Arena Nord í Frederikshavn á Jótlandi í dag. Danska liðið var 11 mörkum yfir í hálfleik, 23:12, og réði lögum og lofum...