Stúlkurnar í 16 ára landsliðinu í handknattleik leika við Svíþjóð á morgun í krossspili um sæti fimm til átta á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Sigurliðið leikur um fimmta sæti mótsins við Spán eða Noreg sem eigast við...
Með skömmum fyrirvara ákvað handbolti.is að bregða undir sig betri fætinum í síðustu viku og fara til Skopje í Norður Makedóníu. Fylgjast þar með endspretti íslenska 20 ára landsliðs kvenna á heimsmeistaramótinu. Væntanlega hefur dvöl handbolta.is í Skopje ekki...
U16 ára landslið kvenna í handknattleik er komið í átta lið úrslit Opna Evrópumótsins sem fram fer í Gautaborg. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann sinn riðil á mótinu og er þar með öruggt um sæti í hópi...
Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson verða á meðal dómara á Evrópumóti 20 ára karlalandsliða sem stendur yfir frá 10. til 21. júlí Celje í Slóveníu. Til viðbótar verður Hlynur Leifsson eftirlitsmaður á mótinu en langt er...
U16 ára landslið kvenna hóf keppni af krafti á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í handknattleik í dag og lék tvo leiki. Annan í morgun og hinn um miðjan dag. Vel gekk í báðum leikjum. Í fyrri leiknum gerði íslenska...
Lilja Ágústsdóttir var áttunda markahæst á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða kvenna í handknattleik sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í gær. Lilja skoraði 45 mörk, þar af 17 úr vítaköstum og var með 76% skotnýtingu.Elín Klara Þorkelsdóttir var...
Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið heimsmeistaramóts 20 ára landsliða sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í gær. Hún er fyrst íslenskra handknattleikskvenna sem valin er í úrvalslið á heimsmeistaramóti.Auk Elínar Klöru eru tveir úr heimsmeistaraliði Frakka...
https://www.youtube.com/watch?v=34DlJYEeR_Y„Það gekk reyndar mjög vel hjá öllu liðinu en markverðirnir sem snúa að mér stóðu sig mjög vel," sagði Jóhann Ingi Guðmundsson markvarðaþjálfari U20 ára landsliðs kvenna sem lauk keppni á heimsmeistaramótinu í gær með sigri á Sviss, 29:26,...
Rétt þegar U20 ára landslið kvenna hefur lokið þátttöku á heimsmeistaramótinu með glæsibrag og sjöunda sæti þá hefur næsta unglingalandslið þátttöku á stórmóti. U16 ára landslið kvenna er næst á dagskrá. Það hefur leik á Opna Evrópumótinu í Gautaborg...
Frakkland varð í dag heimsmeistari 20 ára landsliða kvenna eftir sigur á Evrópumeisturum Ungverjalands, 29:26, í hörku úrslitaleik í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu. Frakkar voru sterkari þegar á leið leikinn og fögnuðu sannfærandi sigri í...
Framundan er endasprettur á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri sem staðið hefur yfir í Skopje í Norður Makedóníu frá 19. júní. Mótinu lýkur með úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn sunnudaginn 30.júní.Hér fyrir neðan er leikjdagskrá fyrir...
https://www.youtube.com/watch?v=wkqFHasABoc„Númer, eitt tvö og þrjú þá er ég fyrst síðast stoltur af stelpunum. Þær stóðu sig frábærlega í þessu móti. Sjöunda sæti á heimsmeistaramóti er besti árangur sem kvennalandsliðið hefur náð," sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára...
https://www.youtube.com/watch?v=bXkaWuqrj8I„Svo sannarlega gaman að enda þetta geggjaða mót með sigri í síðasta leiknum okkar saman. Við ætlum að leggja allt í þetta og gerðum það,“ sagði Rakel Oddný Guðmundsdóttir einn leikmanna 20 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is í...
https://www.youtube.com/watch?v=yRXw4oCfi5k„Þetta hefur bara verið geggjað,“ sagði Anna Karólína Ingadóttir annar markvörður 20 ára landsliðsins í handknattleik eftir sigur íslenska landsliðsins á Sviss í leiknum um sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Skopje í morgun. Anna Karólína var að...
https://www.youtube.com/watch?v=ZHeM_bR7QXc„Það má segja að það hafi erfið fæðing á þessum sigri okkar í dag en mér fannst við vera sterkari frá byrjun og í lokin tókst okkur að sigla framúr,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður U20 ára landsliðs kvenna...