„Sárt er að tapa hnífjöfnum leik með eins marks mun. Mér finnst við hafa átt að minnsta kosti annað stigið skilið úr leiknum. Stigið hefði tryggt okkur efsta sætið í milliriðlinum. Því miður þá var þetta stöngin út hjá...
Íslenska landsliðið tapaði fyrir Portúgal, 26:25, í hörkuleik í síðari viðureigninni í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins 20 ára landsliða kvenna í handknattleik í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda en að lokum...
Hér fyrir neðan er bein útsending frá viðureign Íslands og Portúgal í síðari umferð milliriðlakeppni 16-liða úrslita heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram í Skopje í Norður Makedóníu. Flautað verður til leiks klukkan 16.HMU20 kvenna:...
„Staðan er bara nokkuð góð á hópnum eftir leikinn í gær og allar klárar í leikinn við Portúgal í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is þegar hann gaf sér tíma frá...
Lilja Ágústsdóttir rauk upp listann yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramóts 20 ára landsliða í gær þegar hún skoraði 13 mörk í sigurleiknum á Svartfellingum. Lilja situr í 14. sæti með 22 mörk alls í 29 skotum og er markahæst leikmanna...
„Ég var gríðarlega ánægður með orkustigið í liðinu. Varnarleikurinn var stórkostlegur í 60 mínútur auk þess sem markvarslan er rúm 45% sem er frábært. Þetta lagði grunninn að þessum frábæra sigri,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari 20 ára...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska liðið vann Svartfellinga, 35:27, með hreint magnaðri frammistöðu í dag. Ekki síst í síðari...
Hér fyrir neðan er bein útsending frá viðureign Íslands og Svartfjallalands í fyrri umferð milliriðlakeppni 16-liða úrslita heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram í Skopje í Norður Makedóníu. Flautað verður til leiks klukkan 16.HMU20 kvenna:...
„Við þurfum að vera tilbúin í nánast allt gegn taktísku liði Svartfellinga. Stelpurnar ætla að selja sig dýrt í leikinn, leggja sig fram og hafa gaman af og sjá til hversu langt við komumst gegn Svartfellingum. Í fáum orðum...
„Við notum daginn til þess að búa okkur sem best undir stórleikinn á morgun, gegn Svartfjallalandi. Við æfðum í morgun og áttum síðan góðan dag saman áður en fundur var seinni partinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20...
Ríflega 86 milljóna króna tap var á rekstri Handknattleikssambands Íslands á síðasta starfsári og ljóst að ekki verið við svo búið til lengri tíma. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sem endurkjörinn var til tveggja ára á þingi HSÍ fyrir...
Anna Karólína Ingadóttir annar markvörður U20 ára landsliðsins í handknattleik kvenna er með besta hlutfallsmarkvörslu markvarða á HM sem stendur yfir í Skopje í Norður Makedóníu. Hún hefur varið 50% skota sem á mark hennar hefur komið í leikjum...
„Stelpurnar komu vel einbeittar til leiks og afgreiddu þetta verkefni af fagmennsku,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir 16 marka sigur á bandaríska landsliðinu, 36:20, í þriðju...
Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri hófst í Skopje í Norður Makedóníu miðvikudaginn 19. júní og lýkur 30. júní. Ísland er á meðal 32 þátttökuríkja og leikur í H-riðli með Angóla, Bandaríkjunum og Norður Makedóníu.Hér...
Íslenska landsliðið lauk keppni í H-riðli heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknattleik með 16 marka sigri á bandaríska landsliðinu, 36:20, í Jane Sandanski Arena í Skopje í Norður Makedóníu í kvöld. Sjö mörkum munaði að loknum fyrri hálfleik,...