Grunur er uppi um að Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sé kviðslitinn. Eins og kom fram í morgun hefur hann dregið sig út úr landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumótinu síðar í mánuðinum. Samkvæmt heimildum handbolta.is var það mat læknateymis...
Frábær aðsókn var á opna æfingu karlalandsliðsins í handknattleik sem fram fór í íþróttahúsinu í Safamýri fyrir hádegið í dag. Nærri hverju sæti var skipað á áhorfendabekkjunum þær 100 mínútur sem æfingin stóð yfir. Í síðasta hluta æfingarinnar var...
Kristján Örn Kristjánsson hefur dregið sig úr landsliðshópi A-landsliðs karla og mun því ekki taka þátt á komandi Evrópumóti í handknattleik sem hefst um miðjan mánuðinn. Né mun Donni taka þátt í frekari undirbúningi landsliðsins næstu daga.
Kristján Örn varð...
„Ég hef nokkrum sinnum áður verið fyrirliði í einstökum verkefnum en verð núna fyrirliði í fyrsta sinn á stórmóti. Það er mikill heiður,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem tekur við fyrirliðastöðunni af Aroni Pálmarssyni sem lagt hefur skóna á...
„Maður þekkir orðið betur inn á undirbúningstímann með hverju árinu. Fram undan er þriðja mótið mitt með landsliðið og ljóst að ég er að komast í ákveðna rútínu um leið og ég þekki orðið betur inn á liðið og...
„Maður er spenntur fyrir að taka þátt í undirbúningnum og fara síðan með á EM. Ég er klár í slaginn,“ segir Andri Már Rúnarsson leikmaður HC Erlangen í Þýskalandi sem er eini stórmótanýliðinn í 18-manna EM-hópnum í handknattleik. Andri...
Á morgun, laugardaginn 3. janúar, verður haldin opin æfing hjá íslenska landsliðinu. Öllum krökkum er boðið að mæta og horfa á.
Æfingin fer fram í íþróttahúsinu í Safamýrinni og hefst klukkan 10:30, en húsið verður opnað klukkan 10:00
Að æfingu lokinni...
„Staðan er svipuð og hún var en vissulega er ljóst að eftir því sem lengra líður á bataferlið þá kemst hann nær parketinu. Hvort það nægir fyrir EM er útilokað að gera sér í hugarlund í dag. Það verður...
Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í dag til fyrstu æfingar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar. Íslenska landsliðið hefur leik gegn ítalska landsliðinu föstudaginn 16. janúar í Kristianstad Arena...
Leikmenn 18 ára landsliðs karla í handknattleik koma heim með silfurverðlaun frá Sparkassen Cup-handknattleiksmótinu í Merzig í Þýskalandi. Íslenska landsliðið tapaði fyrir þýska landsliðinu með þriggja marka mun, 31:28, í úrslitaleik í kvöld. Þetta var þriðja árið í röð...
Ísland leikur í kvöld til úrslita þriðja árið í röð á Sparkassen-cup móti 18 ára landsliða karla í handknattleik í kvöld eftir sigur á Portúgal í hörkuleik, 31:28, sem lauk í hádeginu. Íslenska liðið leikur við þýska landsliðið í...
Eftir afar vaska frammistöðu á Sparisjóðsmótinu (Sparkassen Cup) í Merzig í Þýskalandi er ljóst að 18 ára landslið Íslands í handknattleik karla leikur til undanúrslita á mótinu fyrir hádegið á morgun. Í kvöld skýrðist staðan í hinum riðli mótsins...
Hollenska landsliðið var engin fyrirstaða fyrir íslensku piltana í 18 ára landsliðinu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Sparkassen cup-mótsins í handknattleik í Merzig í Hollandi í dag. Eftir 12 marka sigur á Austurríki í morgun bættu íslensku piltarnir...
Átján ára landslið karla í handknattleik vann stórsigur á austurríska landsliðinu í annarri umferð Sparkassen Cup-mótsins í Merzig í Þýskalandi í morgun, 32:20. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:9. Íslenska liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki...
Sjöunda árið í röð eru það beinar útsendingar frá leikjum karlalandsliðsins í handbolta, stundum nefndir strákarnir okkar, sem er vinsælasta íþróttaefni í sjónvarpi. Frá þessu er greint á vef RÚV í dag. Allir leikir karlalandsliðsins á HM í...