„Þetta gekk bara ljómandi vel. Ég vildi fá meiri baráttu í mína menn og þeir sýndu okkur hana. Sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari 19 ára landsliðs karla eftir 16 marka sigur á Sádi Arabíu í...
Íslenska landsliðið vann annan stórsigur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þegar það lagði Sádi Araba með 16 marka mun, 43:27, í annarri umferð riðlakeppni HM 19 ára landsliða karla í Kaíró. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 22:11.
Með...
Landslið Íslands og Sádi Arabíu mætast í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í Kaíró í Egyptalandi klukkan 9.45.
Hér fyrir neðan er streymi frá leiknum.
https://www.youtube.com/watch?v=DEYzZEeoQlU
Eftir frídag í gær á Evrópumóti 17 ára landsliða kvenna í Podgorica í Svartfjallalandi þá mætir íslenska landsliðið galvaskt til leiks gegn rúmenska landsliðinu dag klukkan 17.30 í krossspili um sæti 17 til 24. Sigurliðið leikur um sæti 17...
„Við erum fyrst og fremst sáttir við að hafa komið okkur vel í gang á mótinu strax í fyrsta leik,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðs karla við handbolta.is eftir öruggan sigur í upphafsleiknum á heimsmeistaramótinu í...
Íslenska landsliðið hóf keppni á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða í Egyptalandi í morgun með stórsigri á landsliði Gíneu, 41:19, í D-riðli mótsins. Staðan í hálfleik var 19:8. Næsti leikur íslensku piltanna verður á morgun gegn landsliði Sádi Arabíu en...
Landslið Íslands og Gíneu mætast í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í Kaíró í Egyptalandi klukkan 9.45.
Hér fyrir neðan er streymi frá leiknum.
https://www.youtube.com/watch?v=8fv0Pi6GEg4&list=PLWCecFpv5TPvkqoRchSbJLs4fVIQe8l2u&index=5
„Við erum allavega með búninga og það helsta sem þarf í leikinn. En það er ljóst að við þolum ekki marga daga án þess að fá töskurnar og það sem í þeim er,“ segir Magnús Kári Jónsson liðsstjóri U19...
Næsti leikur 17 ára landsliðs kvenna í handknattleik verður gegn rúmenska landsliðinu í krossspili um sæti 17 til 24. Viðureignin hefst klukkan 17.30 á morgun, fimmtudag, í Verde Complex-íþróttahöllinni í Podgorica. Aðeins eitt lið af þremur í milliriðli Íslands...
Hér fyrir neðan er dagskrá, úrslit leikja og staðan í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða kvenna í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Potgorica í Svartfjallalandi og lýkur á sunnudaginn 10. ágúst.
Neðri liðin 12
J-riðill:Tyrkland - Norður Makedónía...
Noregur vann sanngjarnan sigur á íslenska landsliðinu í viðureign þjóðanna í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða í Bemax Arena í Svartfjallalandi í morgun, 35:32. Íslenska liðið var marki undir í hálfleik, 18:17, eftir að hafa náð frábærum fimm marka...
Með mikilli baráttu og svakalegum dugnaði tókst stúlkunum í 17 ára landsliðinu að vinna upp fimm marka forskot Serba á síðustu mínútum viðureignar liðanna í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í dag og tryggja sér annað stigið, 30:30. Serbar voru...
„Stefnan er að sjálfsögðu sú að vinna riðilinn þótt við vitum lítið sem ekkert um andstæðinga okkar. Langtímamarkmiðið er að ná inn í átta liða úrslit,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðs karla í handknattleik karla við...
Íslenska landsliðið mætir Serbíu og Noregi í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða kvenna í handknattleik á mánudag og þriðjudag í Podgorica í Svartfjallalandi. Fyrri viðureignin í milliriðlum hefst klukkan 12.30 á mánudaginn. Daginn eftir verður flautað til leiks gegn...
Sautján ára landslið kvenna í handknattleik steinlá fyrir landsliði Sviss, 35:22, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Ísland hafnaði þar með í þriðja sæti C-riðils og tekur þátt í keppni...