https://www.youtube.com/watch?v=FHZq4HmS7J8„Við förum út með hóflegar væntingar en um leið háleit markmið um að gera betur en í fyrra og bæta okkar leik. Við tökum þátt í mjög erfiðum riðli, nánast eins og fyrir ári síðan á EM,“ sagði Rakel...
Leikmennn, þjálfarar og starfsmenn 18 ára landsliðs kvenna í handknattleik lögðu af stað í morgun í langferð til Kína þar sem heimsmeistaramótið í þessum aldursflokki hefst á miðvikudaginn. Leikið verður í þremur keppnishúsum í borginni Chuzhou í suðausturhluta Kína....
Piltarnir í 18 ára landsliðinu verða í riðli með Svíum, Spánverjum og Norðmönnum í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Landslið Svíþjóðar og Spánar unnu D og E-riðlana og norska landsliðið skaut Króatíu og Frakklandi ref fyrir rass með besta árangur...
Evrópumót 18 ára landsliða karla í handknattleik stendur yfir frá 7. til 18. ágúst í Podgorica í Svartfjallalandi. Um er að ræða fyrsta Evrópumót í þessum aldursflokki með 24 þátttökuliðum í stað 16. Á fyrsta stigi mótsins er leikið...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, heldur sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Í dag lögðu þeir svartfellska landsliðið með þriggja marka mun, 25:22, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni mótsins...
Þótt piltarnir í 18 ára landsliðinu í handknattleik eigi frí frá kappleikjum á Evrópumótinu í dag þá var ekki frí frá æfingum. Piltarnir fóru á létta æfing eftir hádegið í Podgorica í Svartfjallalandi undir stjórn þjálfaranna Heimis Ríkarðssonar og...
„Við ætlum að ljúka riðlakeppninni af sama krafti og hefur verið í okkur til þessa,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is. U18 ára landsliðið tryggði sér í gær sæti í átta...
Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í átta liða úrslit á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallalandi eftir öruggan sigur á ítalska landsliðinu í dag, 31:24. Staðan í hálfleik var 15:9, íslensku piltunum í hag.Eftir úrslit...
https://www.youtube.com/watch?v=KRlr7asitE8Ævar Smári Gunnarsson skoraði frábært mark beint úr aukakasti í níu marka sigri 18 ára landsliðs karla í handknattleik á færeyska landsliðinu, 32:23, í fyrstu umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Leiktíminn var runninn út, aðeins aukakastið...
„Við erum fyrst og fremst ánægðir með að mótið sé loksins byrjað og að okkur hafi tekist að vinna fyrsta leik. Í þessu felst ákveðinn léttir. Það er alltaf stress og eftirvænting í mönnum þegar flautað er til leiks...
Íslenska landsliðið hóf keppni á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallandi af miklum krafti í kvöld. Liðið lagði frændur okkar frá Færeyjum með níu marka mun, 32:23, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik,...
„Það er mikill hugur í okkur. Markmiðið er ljóslega að ná efsta sæti riðilsins,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U18 ára landsliðs karla í handknattleik sem hefur keppni á Evrópumótinu í Svartfjallalandi síðdegis á morgun. Íslenski hópurinn hélt af...
Átján ára landslið karla í handknattleik stóð uppi sem sigurvegari á fjögurra þjóða mótinu sem það tók þátt í fimmtudag, föstudag og í gær í Búdapest í Ungverjalandi. Þrátt fyrir tap fyrir Slóvenum, 30:28, í fyrradag þá kom efsta...
Landslið Íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann landslið Íran í sama aldursflokki með fjögurra marka mun í þriðju og síðustu umferð æfingamóts í Ungverjalandi í dag, 30:26. Einnig var fjögurra marka munur að loknum fyrri hálfleik, 16:12,...
Landslið Íslands og Írans, skipað piltum 18 ára og yngri mætast í 3. og síðustu umferð æfingamóts í Búdapest í Ungverjalandi klukkan 13.45.Íslenska liðið vann ungverska landsliðið, 31:25, á fimmtudaginn en tapaði fyrir slóvenska landsliðinu í gær, 30:28. Leikirnir...