Landslið Þýskalands verður andstæðingur 17 ára landsliðsins í úrslitaleik handknattleikskeppni pilta á Ólympíudögum Æskunnar í Skopje í Norður Makedóníu á morgun. Þýskaland vann öruggan sigur á Króatíu, 35:23, í undanúrslitum síðdegis.Íslenska liðið vann Ungverja með nokkrum yfirburðum, 40:32 í...
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu töpuðu fyrir þýska landsliðinu, 28:24, í undanúrslitaleik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið leikur um bronsverðlaun á hátíðinni á morgun gegn Hollandi eða Sviss sem mætast á eftir...
Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik leika til úrslita á morgun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Síðar í dag skýrist hvort þeir mæta landsliði Þýskalands eða Króatíu. Íslensku piltarnir unnu stórsigur á ungverska landsliðinu í...
17 ára landsliðs pilta og stúlkna leika bæði í undanúrslitum í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Stúlknalandsliðið mætir þýska landsliðinu en piltarnir leika við ungverska landsliðið.Báðar viðureignir hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Mögulegt er...
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu náðu sér ekki á strik gegn landsliði Sviss í lokaumferð riðlakeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Svissneska liðið, sem vann Opna Evrópumótið í fyrra og þykir til alls víst á Evrópumótinu í...
Sautján ára landslið karla í handknattleik vann Norður Makedóníu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í dag, 36:27. Með sigrinum gulltryggðu íslensku piltarnir sér efsta sæti A-riðils með fullu húsi stiga. Þeir mætast ungverska...
17 ára landslið kvenna í handknattleik fylgdi sigrinum á Norður Makedóníu í gær eftir með öðrum sannfærandi sigri í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje. Að þessu sinni vann íslenska liðið það norska með fimm marka munu, 30:25. Þar...
Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik unnu annan stórsigur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í dag þegar þeir burstuðu Króata, 35:21, í annarri umferð. Í gær unnu þeir Spánverja með 13 marka mun, 31:18. Á morgun mæta...
Pitlarnir í 17 ára landsliðinu kjöldrógu spænska landsliðið í fyrstu umferð handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Spænska liðið átti aldrei möguleika gegn afar vel samæfðu og ákveðnu íslensku liði sem vann með 13 marka...
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu fóru af stað af miklum krafti á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Skopje í dag. Þær mættu landsliði Norður Makedóníu og unnu afar öruggan sigur, 29:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9.Segja...
Ásthildur Þórhallsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumóti 19 ára landsliða sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi. Ásthildur skoraði 50 mörk í 78 skotum og hafnaði í áttunda sæti á lista markahæstu á mótinu. Ásthildur er sú eina...
„Undirbúningur okkar fyrir verkefni sumarsins hafa gengið mjög vel,“ segir Hilmar Guðlaugsson sem þjálfar 17 ára landslið kvenna í handknattleik ásamt Díönu Guðjónsdóttur. Framundan eru tvö stór verkefni hjá 17 ára landsliðinu, annarsvegar þátttaka í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem hefst...
Óvissa ríkir hjá handknattleiksþjálfaranum snjalla Ágústi Þór Jóhannssyni um það hvort hann haldi áfram að þjálfa yngri landslið kvenna. Einnig hefur Ágúst Þór verið aðstoðþjálfari A-landsliðs kvenna síðan Arnar Pétursson tók við starfi landsliðsþjálfara fyrir sex árum.Spurður í...
„Þegar ég lít baka yfir mótið þá er ég ánægður með frammistöðuna. Liðið bætti sig jafnt og þétt í gegnum mótið. Við áttum einn slakan leik, gegn Noregi. Heilt yfir voru leikirnir góðir hjá liðinu og vel út færðir...
Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikja á Evrópumóti 19 ára landsliða kvenna í handknattleik í Potgorica í Svartfjallalandi. Mótinu lýkur á sunnudaginn.Leikir um sæti:Úrslitaleikur: Þýskaland - Spánn 34:27 (13:17).3. sætið: Danmörk - Austurríki 38:14 (17:6).5. sæti: Frakkland - Svartfjallaland 30:28...