Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann góðan sigur á útivelli í kvöld á Thüringer HC, 26:23, í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13. Þar með komst Blomberg-Lippe í efsta sæti deildarinnar með...
Markakóngur Olísdeildar karla á síðasta tímabili, Baldur Fritz Bjarnason, hefur ákveðið að kveðja ÍR í sumar og ganga til liðs við efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Kristianstad. Baldur Fritz hefur skrifað undir tveggja ára samning að því er fram...
Andri Erlingsson leikmaður ÍBV hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad. Hann fer til félagsins í sumar. Andri lék fyrst með ÍBV 16 ára gamall en hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og er nú...
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Kúveit er kominn með lið sitt í átta liða úrslit Asíukeppninnar í handknattleik karla. Kúveit lagði Sameinuðu arabísku furstadæmin, 27:22, í þriðju umferð riðlakeppninnar. Kúveitar unnu þar með allar þrjár viðureignir sínar í riðlinum. Fyrr í...
Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson er orðaður við þýsku handknattleiksliðin HSG Wetzlar og Frisch Auf Göppingen eftir því sem fram kemur á Instagram-síðu RThandball, sem oft hefur hitt naglann á höfuðið.Teitur Örn er á síðara ári sínu hjá Vfl Gummersbach....
Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, tapaði öðrum leiknum í röð með eins marks mun í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í gærkvöld. Liðið tapaði fyrir MOL Esztergom, 33:32, en leikið...
Katla María Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Holstebro virðast stefna rakleitt upp í dönsku úrvalsdeildina. Í dag vann liðið auðveldan útisigur á Aarhus, 32:18, í 13. umferð B-deildarinnar og er enn á toppnum með fullt hús stiga.
Holstebro er með...
Dana Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði Volda, átti góðan leik fyrir liðið þegar það heimsótti Storhamar 2 í norsku B-deildinni og vann auðveldlega, 31:22, í 14. umferð deildarinnar í dag.
Dana Björg skoraði þrjú mörk fyrir Volda og gaf auk þess tvær...
Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli.
Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku...
Kúveit, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann einstaklega öruggan 46:12 sigur á Indlandi í fyrstu umferð forkeppni HM 2026 á Asíumótinu í Kúveit í gær.
Kúveit er í C-riðli og mætir næst Hong Kong á morgun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einnig...
Einar Bragi Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við IFK Kristianstad sem gildir út næsta tímabil, til sumarsins 2027. Einar Bragi tilkynnti sjálfur um framlenginguna á sviði á „fan-zonei“ (innsk. samkomusvæði stuðningsmanna) í Kristianstad Arena þar sem Íslendingar hituðu...
Norðmaðurinn Simen Lyse gengur til liðs við franska stórliðið PSG frá Kolstad í Noregi að Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð loknu. Upphaflega stóð til að Lyse færi til PSG í sumar.
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndum höfðu greint frá...
Áfram er IK Sävehof með landsliðskonuna Elínu Klöru Þorkelsdóttur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lagði IK Sävehof liðskonur Kungälvs HK, 35:24, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Elín Klara skoraði sex mörk og var næstmarkahæst...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum...
Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í handknattleik gefur lítið fyrir gagnrýni í sinn garð sem kemur fram í nýrri heimildarmynd um danska karlalandsliðið sem ber heitið Gullnu kynslóðirnar.
Guðmundur Þórður þjálfaði danska landsliðið frá 2014 og 2017...