Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, tyllti sér á topp milliriðils 2 á Evrópumóti karla með því að leggja nágranna sína í Slóveníu að velli, 29:25, í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld.
Króatía er með sex stig á...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit máttu sætta sig við grátlegt tap fyrir Katar, 27:26, eftir framlengdan leik í undanúrslitum Asíumóts karla í Kúveit í dag. Katar hefur unnið Asíumótið í síðustu sex skipti og mætir fyrrverandi lærisveinum...
Lena Margrét Valdimarsdóttir og liðsfélagar í sænska meistaraliðinu Skara HF unnu Kungälvs HK, 35:21, í 15. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld.
Lena Margrét skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar.
Skara HF situr í...
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Vfl Gummersbach og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik var einn þriggja þjálfara á námskeiði sem sænska handknattleikssambandið hélt í Malmö um nýliðna helgi. Um 200 handboltaþjálfarar sóttu námskeiðið. Samhliða ferð sinni til Malmö sá Guðjón Valur...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var markahæst hjá Blomberg-Lippe þegar þýska liðið mátti þola þriðja tap sitt í röð í B-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Blomberg-Lippe fékk danska liðið Nykøbing í heimsókn og tapaði 22:29.
Blomberg-Lippe er á botninum án...
Lærisveinar Elíasar Más Halldórssonar hjá Ryger í Stafangri sáu ekki til sólar er liðið tapaði 34:25 fyrir Tiller á útivelli í næstefstu deild karla í Noregi í dag.
Ryger er í 12. sæti af 14 liðum með átta stig. Tiller...
Jón Ísak Halldórsson átti góðan leik fyrir Lemvig-Thyborøn Håndbold er liðið vann Odder Håndbold örugglega á útivelli, 40:32, í dönsku B-deildinni í dag.
Lemvig-Thyborøn siglir lygnan sjó um miðja deild. Liðið er í sjöunda sæti af 14 liðum með 19...
Aron Kristjánsson stýrði Kúveit til sigurs gegn Suður-Kóreu, 31:27, í lokaumferð riðlakeppni átta liða úrslita Asíumóts karla í Kúveit í dag. Þar með er sæti í undanúrslitum Asíumótsins og jafnframt sæti á HM 2027 í höfn.
Kúveit mætir Asíumeisturum síðustu...
Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Volda þegar liðið tapaði fyrir Levanger, 32:31, á heimavelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Volda var einnig marki undir í hálfleik, 15:14. Dana Björg og félagar í Volda eru...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit töpuðu með minnsta mun, 28:27, fyrir Japan í öðrum riðli átta liða úrslita Asíumótsins í Kúveit í dag.
Kúveit tapaði sínum fyrsta leik á mótinu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með...
Aron Kristjánsson stýrði landsliði Kúveit til sigurs í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum Asíumótsins í handknattleik í gær. Mótið er undankeppni fyrir HM sem fram fer í Frakklandi og Þýskalandi eftir ár. Kúveitar lögðu íraska landsliðið örugglega í...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er að fara í aðgerð vegna kviðslits. Frá þessu sagði félag hans, Skanderborg AGF, í gær. Af þeim sökum verður Donni frá keppni um ótiltekinn tíma. Hann hefur fundið fyrir eymslum síðan í haust en...
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann góðan sigur á útivelli í kvöld á Thüringer HC, 26:23, í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13. Þar með komst Blomberg-Lippe í efsta sæti deildarinnar með...
Markakóngur Olísdeildar karla á síðasta tímabili, Baldur Fritz Bjarnason, hefur ákveðið að kveðja ÍR í sumar og ganga til liðs við efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Kristianstad. Baldur Fritz hefur skrifað undir tveggja ára samning að því er fram...
Andri Erlingsson leikmaður ÍBV hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad. Hann fer til félagsins í sumar. Andri lék fyrst með ÍBV 16 ára gamall en hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og er nú...