Zvonimir Srna, einn af lykilmönnum króatíska karlalandsliðsins, tekur ekki frekari þátt í Evrópumóti karla eftir að hafa meiðst í 29:25 sigri Króatíu á Slóveníu í milliriðli 2 í Malmö í gær.
Vinstri skyttan er í stóru hlutverki hjá Degi Sigurðssyni...
Þýskaland, sem Alfreð Gíslason þjálfar, mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum í lokaumferð milliriðils 1 á Evrópumóti karla í Herning í Danmörku í dag.
Þýskalandi nægir jafntefli til þess að fylgja Danmörku í undanúrslitin en Frakkland, sem...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit máttu sætta sig við grátlegt tap fyrir Katar, 27:26, eftir framlengdan leik í undanúrslitum Asíumóts karla í Kúveit í dag. Katar hefur unnið Asíumótið í síðustu sex skipti og mætir fyrrverandi lærisveinum...
Lena Margrét Valdimarsdóttir og liðsfélagar í sænska meistaraliðinu Skara HF unnu Kungälvs HK, 35:21, í 15. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld.
Lena Margrét skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar.
Skara HF situr í...
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Vfl Gummersbach og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik var einn þriggja þjálfara á námskeiði sem sænska handknattleikssambandið hélt í Malmö um nýliðna helgi. Um 200 handboltaþjálfarar sóttu námskeiðið. Samhliða ferð sinni til Malmö sá Guðjón Valur...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var markahæst hjá Blomberg-Lippe þegar þýska liðið mátti þola þriðja tap sitt í röð í B-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Blomberg-Lippe fékk danska liðið Nykøbing í heimsókn og tapaði 22:29.
Blomberg-Lippe er á botninum án...
Lærisveinar Elíasar Más Halldórssonar hjá Ryger í Stafangri sáu ekki til sólar er liðið tapaði 34:25 fyrir Tiller á útivelli í næstefstu deild karla í Noregi í dag.
Ryger er í 12. sæti af 14 liðum með átta stig. Tiller...
Jón Ísak Halldórsson átti góðan leik fyrir Lemvig-Thyborøn Håndbold er liðið vann Odder Håndbold örugglega á útivelli, 40:32, í dönsku B-deildinni í dag.
Lemvig-Thyborøn siglir lygnan sjó um miðja deild. Liðið er í sjöunda sæti af 14 liðum með 19...
Aron Kristjánsson stýrði Kúveit til sigurs gegn Suður-Kóreu, 31:27, í lokaumferð riðlakeppni átta liða úrslita Asíumóts karla í Kúveit í dag. Þar með er sæti í undanúrslitum Asíumótsins og jafnframt sæti á HM 2027 í höfn.
Kúveit mætir Asíumeisturum síðustu...
Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Volda þegar liðið tapaði fyrir Levanger, 32:31, á heimavelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Volda var einnig marki undir í hálfleik, 15:14. Dana Björg og félagar í Volda eru...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit töpuðu með minnsta mun, 28:27, fyrir Japan í öðrum riðli átta liða úrslita Asíumótsins í Kúveit í dag.
Kúveit tapaði sínum fyrsta leik á mótinu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með...
Aron Kristjánsson stýrði landsliði Kúveit til sigurs í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum Asíumótsins í handknattleik í gær. Mótið er undankeppni fyrir HM sem fram fer í Frakklandi og Þýskalandi eftir ár. Kúveitar lögðu íraska landsliðið örugglega í...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er að fara í aðgerð vegna kviðslits. Frá þessu sagði félag hans, Skanderborg AGF, í gær. Af þeim sökum verður Donni frá keppni um ótiltekinn tíma. Hann hefur fundið fyrir eymslum síðan í haust en...
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann góðan sigur á útivelli í kvöld á Thüringer HC, 26:23, í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13. Þar með komst Blomberg-Lippe í efsta sæti deildarinnar með...
Markakóngur Olísdeildar karla á síðasta tímabili, Baldur Fritz Bjarnason, hefur ákveðið að kveðja ÍR í sumar og ganga til liðs við efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Kristianstad. Baldur Fritz hefur skrifað undir tveggja ára samning að því er fram...