- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Óðinn Þór skoraði 15 mörk í Thun

Óðni Þór Ríkharðssyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann skoraði 15 mörk í 16 skotum í sjö marka sigri Kadetten Schaffhausen, 37:30, heimavelli Wacker Thun í A-deildinni í Sviss. Þrjú markanna skoraði Óðinn Þór úr vítaköstum og var...

Fimmtán marka skellur hjá Kolstad í Nantes

Norska liðið Kolstad virtist ekki eiga mikið erindi í franska liðið HBC Nantes í Meistaradeild karla í handknattleik karla í kvöld. Frakkarnir unnu með 15 marka mun á heimavelli, 39:24, og tryggðu sér þar með fyrstu tvö stig sín...

Donni og félagar fóru áfram í bikarnum

Skanderborg, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, komst í kvöld í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Skanderborg vann stórsigur á Grindsted GIF, 30:20, á útivelli. Donni lék afar vel og skoraði m.a. sex mörk í sjö skotum auk tveggja stoðsendinga....
- Auglýsing -

Elín Klara lék á als oddi í stórsigri á meisturunum

Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í sínum fyrsta leik með IK Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hún skoraði níu mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar IK Sävehof kjöldró meistara síðasta tímabils, Skara HF, 40:23, á heimavelli í Partille....

Fyrsta tapið hjá Orra Frey – annar sigur hjá Bjarka Má

Eftir tvo sigurleiki í upphafi keppnistímabilsins í Meistaradeild Evrópu máttu Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon bíta í það súra epli að tapa í heimsókn til Álaborgar í kvöld. Danska meistaraliðið var sterkara frá upphafi til enda...

Arnór og Jóhannes féllu úr leik – Dorgelo fór á kostum

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason leikur varð fyrsta liðið til þess að falla úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Holstebro tapaði fyrir Sønderjyske, 27:20, á heimavelli í Sydjysk Sparekasse Skansen að...
- Auglýsing -

Leikmenn höfðu fengið nóg af Guðmundi Þórði

Margir leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK höfðu fengið sig fullsadda á Guðmundi Þórði Guðmundssyni þjálfara þegar honum var sagt upp í gærmorgun. Svo segir danski handboltavefurinn HBOLD. Óánægja leikmanna með þjálfarann er ekki ný af nálinni og þeir lengi...

Svavar og Sigurður dæma hjá Íslendingum í Molde

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma öðru sinni á þessu keppnistímabili í Evrópukeppni félagsliða á laugardaginn þegar þeir mæta til viðureignar norska liðsins Molde og sænsku meistaranna Skara HF í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna. Leikið...

Einar Bragi og Arnór létu til sína taka í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með jafntefli við lið Helsingborg, 30:30. Einar Bragi skoraði fimm mörk í níu skotum á leikvellinum í Helsingjaborg. IFK var tveimur mörkum...
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður leystur frá störfum hjá Fredericia HK

Guðmundi Þórði Guðmundssyni var í morgun sagt upp hjá danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia Håndboldklub. Guðmundur Þórður hafði þjálfað karlalið félagsins í þrjú ár, frá sumrinu 2022. Fredericia HK hefur tapað þremur af fjórum fyrstu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Fredericia Håndboldklub...

Norska bikarkeppnin: Á ýmsu gekk hjá Íslendingum

Kolstad, Elverum og Drammen komust áfram í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í gær. Íslenskir handknattleiksmenn leika með liðunum.ØIF Arendal og Sandefjord, sem Íslendingar leika einnig með, féllu úr leik. Bergsøy - Kolstad 26:27 (10:15).-Sigvaldi Björn Guðjónsson...

Molakaffi: Elmar, Grétar Ari, Orri Freyr

Elmar Erlingsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar í stórsigri Nordhorn-Lingen á Dessau-Rosslauer HV 06, 37:22, í fjórðu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Nordhorn-Lingen situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Huttenberg...
- Auglýsing -

Monsi markahæstur í jafntefli við meistarana

Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur leikmanna RK Alakaloid í jafntefli við meistarana Eurofarm Pelister, 33:33, á heimavelli í þriðju umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. Monsi var með fullkomna skotnýtingu, sjö mörk í sjö skotum. Monsi og félagar eru vafalaust...

Fáir voru á sigurbraut í þýsku 1. deildinni í dag

Liðum Íslendinga gekk flestum hverjum ekki sem best í viðureignum dagsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Aðeins Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf gat fagnað sigri og það reyndar kærkomnum eftir brösótt gengi í fyrstu leikjum leiktíðarinnar. Hannover-Burgdorf...

Öruggir sigrar hjá Stiven og Þorsteini í Portúgal

Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í FC Porto færðust upp í efsta sæti efstu deildar potúgalska handknattleiksins í gær með öruggum sigri á CF OS Belenenses, 41:34. Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk. Porto hefur þrjá vinninga eftir þrjár viðureignir eins...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -