Evrópumeistarar SC Magdeburg áttu ekki í teljandi erfiðleikum með Afríkumeistara Al Ahly í viðureigninni um þriðja sætið á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í dag, lokatölur 32:23. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 19:11. Mestur varð munurinn 12 mörk, 28:16,...
Jóhannes Berg Andrason var valinn í úrvalslið 5. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frábæran leik með TTH Holstebro gegn meisturum Aalborg Håndbold í Álaborg á sunnudaginn. Úrvalsliðið er tekið saman af stjórnendum deildarkeppninnar. Íslendingar eru ekki á hverjum degi í...
Elbflorenz, Leipzig, Gummersbach og Hannover-Burgdorf komust áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í kvöld auk Füchse Berlin, Lemgo, Eisenach og Flensburg. HSV Hamburg, Göppingen, Eintracht Hagen og Rhein-Neckar Löwen féllu á hinn bóginn úr leik leik.
Úrslit kvöldsins í...
Allir Íslendingarnir sem leika með liðum í efstu deild portúgalska handknattleiksins fögnuðu stórum sigrum með liðum sínum í kvöld þegar blásið var til fimmtu umferðar.
Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn meistaraliðsins Sporting unnu Belenenses, 43:26, á útivelli. Porto, sem...
Íslenskar handknattleikskonur voru á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof lögðu grannliðið Önnereds, 27:22, í Gautaborg og Svíþjóðarmeistarar Skara HF sóttu tvö stig í greipar leikmanna HK Aranäs, 31:25.
Aldís Ásta Heimisdóttir...
Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Aalborg Håndbold nærri hálfan leikinn þegar liðið vann KIF Kolding, 39:30, á útivelli í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Ágúst Elí varði fimm skot, 29,4%, og átti eitt markskot sem geigaði.
Í...
Drammen, Elverum og Kolstad, sem öll hafa Íslendinga innan sinna raða, komust í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag.
Kolstad var ekki í teljandi vandræðum með Nærbø á heimavelli, 25:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í...
Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður ungversku bikarmeistarana Pick Szeged er ekki með slitið krossband í hné eins og grunur lék á. Hann staðfestir tíðindin í samtali við RÚV í dag.
Liðband í vinstra hné rifnaði og reiknar...
Kátt var á hjalla í Ringsted-höllinni á Sjálandi í kvöld þegar heimaliðið TMS Ringsted vann sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. TMS Ringsted, með Guðmund Braga Ástþórsson og Ísak Gústafsson í burðarhlutverkum, lagði Skjern, 32:27,...
Elmar Erlingsson og liðsfélagar í 2. deildarliðinu Nordhorn-Lingen gerðu sér lítið fyrir og lögðu 1. deildarliðið HC Erlangen, 35:32, á heimavelli í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld.
Elmar skoraði sex mörk fyrir Nordhorn-Lingen og var næst markahæstur...
Það verður Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í Barcelona sem mæta ungverska liðinu One Veszprém í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla í Kaíró í Egyptaland á fimmtudaginn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Afríku- og Egyptalandsmeisturum Al Ahly,...
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í One Veszprém leika annað árið í röð til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í Egyptalandi. Þeir lögðu Evrópumeistara SC Magdeburg í bragðdaufum undanúrslitaleik í dag, 23:20, eftir að hafa verið tveimur mörkum...
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk í átta skotum í sjö marka sigri IFK Kristianstad á nágrannaliðinu, HF Karlskrona, 36:29, á heimavelli í gær.
Arnór Viðarsson skoraði einnig tvisvar fyrir Karlskrona-liðið en þurfti þrjú markskot til þess.
IFK Kristianstad er í...
Samkvæmt fyrstu skoðun og áliti er ekki útlit fyrir að meiðsli landsliðsmannsins Janusar Daða Smárasonar séu eins alvarleg og óttast var í gærkvöldi eftir að hann meiddist í viðureign með Pick Szeged gegn Tatabánya í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik.
Heimildir...
Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg er í úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir septembermánuð. Skal svo sem engan undra vegna þess að hann hefur leikið afar vel fyrir liðið á upphafsvikum deildarkeppninnar.
Ómar Ingi hefur skorað 49 mörk...